Ísak Bergmann Jóhannesson lagði upp eina markið í leik Mjällby og Norrköping. Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn í vörn Hammarby sem vann 5-1 sigur á Degerfors.
Maic Ndongala Namputu Sema skoraði eina markið í 1-0 sigri Norrköping á útivelli gegn Mjällby. Fylgdi hann þá eftir skoti Ísaks Bergmann en markið má sjá hér að neðan.
Skagamaðurinn ungi spilaði allan leikinn líkt og Ari Freyr Skúlason.
Norrköping er í 3. sæti deildarinnar með 17 stig að loknum 10 leikjum.
Sema stångar in 0-1 till IFK Norrköping redan i den fjärde minuten!
— discovery+ sport (@dplus_sportSE) July 11, 2021
Se matchen på https://t.co/U8GJcAsMFu pic.twitter.com/oekPJrxL5e
Jón Guðni var sem klettur í liði Hammarby er liðið vann þægilegan 5-1 sigur á Degerfors eftir að staðan var 1-1 í hálfleik. Hammarby er í 6. sæti með 15 stig að loknum 10 leikjum.