Kieran Trippier snýr aftur í byrjunarliðið fyrir Bukayo Saka sem fær sér sæti á bekknum. Annars er liðið svipað og það hefur verið í undanförnum leikjum.
Trippier kemur inn í liðið sem þýðir að England verður í fimm manna varnarlínu. Stillir Southgate upp í 3-4-3 leikkerfi líkt og gegn Þýskalandi.
Sky Sports News can confirm reports Kieran Trippier will be recalled to England s starting XI for the final, playing right back in a back five. #ENG XI: Pickford, Shaw, Walker, Stones, Maguire, Trippier, Rice, Phillips, Mount, Kane, Sterling
— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 11, 2021
Hinn kyrrláti Jordan Pickford er í rammanum, Harry Maguire, John Stones og Kyle Walker eru í miðverði. Tripper og Luke Shaw eru í bakvörðunum. Þar fyrir framan eru Declan Rice og Kalvin Phillips.
Stóra spurningin er hvort Mason Mount verði úti á væng eða hvort hann verði á miðjunni með Rice og Phillips til að koma í veg fyrir að Ítalir vinni miðsvæðið. Frammi eru svo Harry Kane og Raheem Sterling.
England mætir Ítalíu í úrslitaleik Evrópumótsins klukkan 19.00. Upphitun Stöð 2 Sport hefst 50 mínútum fyrr eða 18.10.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.