Southgate tekur tapið á sig og segist hafa ákveðið röðina á vítaskyttunum sjálfur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2021 08:00 Gareth Southgate hughreystir Bukayo Saka eftir að hann klúðraði síðustu spyrnu Englands í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í úrslitaleik EM. getty/Laurence Griffiths Gareth Southgate tók tap Englands gegn Ítalíu í úrslitaleik EM í gær á sig. Hann sagðist hafa ákveðið röðina á vítaskyttum Englendinga sjálfur. Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka brást bogalistin í vítaspyrnukeppninni sem Ítalir unnu, 3-2. Rashford og Sancho voru settir inn á undir framlengingarinnar gagngert til að taka víti. Saka kom einnig inn á sem varamaður í leiknum. „Þetta er á mína ábyrgð,“ sagði Southgate eftir leikinn á Wembley í gær. „Ég valdi strákana sem áttu að taka vítin. Ég sagði þeim að enginn væri einn í þessari stöðu. Við vinnum og töpum saman sem lið. Við höfum verið samheldnir og það verður að vera þannig áfram.“ Southgate sagði að röðin á vítaskyttunum hefði verið ákveðin í aðdraganda úrslitaleiksins. „Það var mín ákvörðun að láta Saka taka þetta víti. Það er á mína ábyrgð, ekki hans, Sanchos eða Rashfords. Við unnum að þessu á æfingum og þetta var röðin sem var ákveðin. Við vissum að þetta væru bestu vítaskytturnar sem væru eftir á vellinum. Auðvitað er þetta hræðilegt fyrir leikmennina en þetta er ekki þeim að kenna,“ sagði Southgate sem þekkir það á eigin skinni að klúðra víti á ögurstundu í vítakeppni í stórum leik á stórmóti. Hann klúðraði víti í vítakeppninni gegn Þýskalandi í undanúrslitum EM 1996. Sem fyrr sagði setti Southgate Rashford og Sancho inn á þegar framlengingin var að klárast til að láta þá taka víti í vítakeppninni. „Þetta er alltaf áhætta en þeir voru bestir í aðdragandanum. Ef þú ætlar að koma öllum sóknarmönnunum inn á þarftu að gera það undir lokin. Þetta var áhætta en ef hún hefði verið tekin fyrr hefðum við kannski tapað í framlengingunni,“ sagði Southgate. Landsliðsþjálfarinn hrósaði enska liðinu fyrir frammistöðu þess á EM. „Þeir gáfu allt sem þeir áttu og eiga að bera höfuðið hátt. Það er erfitt að setja vonbrigðin að vera svona nálægt því að færa þjóðinni titilinn sem hún vildi í eitthvað samhengi en leikmennirnir gáfu allt í þetta og eiga að vera stoltir.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Sjá meira
Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka brást bogalistin í vítaspyrnukeppninni sem Ítalir unnu, 3-2. Rashford og Sancho voru settir inn á undir framlengingarinnar gagngert til að taka víti. Saka kom einnig inn á sem varamaður í leiknum. „Þetta er á mína ábyrgð,“ sagði Southgate eftir leikinn á Wembley í gær. „Ég valdi strákana sem áttu að taka vítin. Ég sagði þeim að enginn væri einn í þessari stöðu. Við vinnum og töpum saman sem lið. Við höfum verið samheldnir og það verður að vera þannig áfram.“ Southgate sagði að röðin á vítaskyttunum hefði verið ákveðin í aðdraganda úrslitaleiksins. „Það var mín ákvörðun að láta Saka taka þetta víti. Það er á mína ábyrgð, ekki hans, Sanchos eða Rashfords. Við unnum að þessu á æfingum og þetta var röðin sem var ákveðin. Við vissum að þetta væru bestu vítaskytturnar sem væru eftir á vellinum. Auðvitað er þetta hræðilegt fyrir leikmennina en þetta er ekki þeim að kenna,“ sagði Southgate sem þekkir það á eigin skinni að klúðra víti á ögurstundu í vítakeppni í stórum leik á stórmóti. Hann klúðraði víti í vítakeppninni gegn Þýskalandi í undanúrslitum EM 1996. Sem fyrr sagði setti Southgate Rashford og Sancho inn á þegar framlengingin var að klárast til að láta þá taka víti í vítakeppninni. „Þetta er alltaf áhætta en þeir voru bestir í aðdragandanum. Ef þú ætlar að koma öllum sóknarmönnunum inn á þarftu að gera það undir lokin. Þetta var áhætta en ef hún hefði verið tekin fyrr hefðum við kannski tapað í framlengingunni,“ sagði Southgate. Landsliðsþjálfarinn hrósaði enska liðinu fyrir frammistöðu þess á EM. „Þeir gáfu allt sem þeir áttu og eiga að bera höfuðið hátt. Það er erfitt að setja vonbrigðin að vera svona nálægt því að færa þjóðinni titilinn sem hún vildi í eitthvað samhengi en leikmennirnir gáfu allt í þetta og eiga að vera stoltir.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti