Afbókaður víðast hvar og tekjutapið er verulegt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. júlí 2021 13:38 Ingó var fyrst afbókaður af Þjóðhátíð. Stöð 2 Búið er að afbóka Ingólf Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, af fjölda gigga síðan hópurinn Öfgar birti yfir tuttugu nafnlausar sögur kvenna sem lýsa kynferðislegu ofbeldi af hálfu Ingós. Einnig er búið að aflýsa þriðju seríu þáttanna Í kvöld er gigg. Ingó segist hafa orðið fyrir miklu tekjutapi síðustu vikurnar. Ingó var afbókaður á Þjóðhátíð fyrir sléttri viku þar sem hann átti að stýra brekkusöngnum í ár. Síðan hefur að hans sögn hver afbókunin á fætur annarri fylgt í kjölfarið. Nú síðast má nefna Kótelettuna, sem haldin var hátíðleg á Selfossi á laugardaginn. Búið var að bóka Ingó til að spila á hátíðinni, sem er haldin til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, en hann var afbókaður af henni. Þetta staðfestir Ingó í samtali við Vísi. Hann kveðst hafa verið afbókaður af mörgum giggum frá því málið kom upp og hafa orðið fyrir miklu tekjutapi. „Já. Þetta eru mjög mörg gigg. Ég hef haldið utan um þetta allt saman,“ segir hann. Spurður hvort hann ætli sér enn að leita réttar síns segist hann vera með lögfræðing í málinu. „Það á enn eftir að koma í ljós hvernig það endar. En ég fer bara rétta leið með þetta mál,“ segir Ingó. Sjá einnig: Ingó leitar réttar síns: „Ég veit hver ég er og hvað ég hef gert“. Í kvöld er ekki gigg Þáttunum Í kvöld er gigg, sem voru í umsjá Ingós og voru í sýningu á Stöð 2 í vetur, hefur nú verið aflýst. Ingó var þar í aðalhlutverki með hljómsveit sem fékk til sín gesti úr tónlistargeiranum. Önnur sería sem var í endursýningu í sumar hefur einnig verið tekin af dagskrá. Þetta staðfestir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn, við Vísi. Þórhallur Gunnarsson. „Það stóð til að það yrði gerð önnur sería í haust en við ákváðum snemma í vor að setja þættina í pásu vegna umræðunnar sem var þá í gangi,“ segir Þórhallur. „Það var gert í samráði við alla aðila.“ Ein stigið fram undir nafni Fyrst var greint frá máli Ingólfs eftir að hópurinn Öfgar á samfélagsmiðlinum TikTok birti fjölda sagna ýmissa kvenna sem lýstu kynferðislegu ofbeldi af hálfu Ingós. Sögurnar voru nafnlausar en hópurinn fullyrti að hann hefði fengið allar frásagnirnar staðfestar. Nú nýlega steig ein konan svo fram undir nafni til að greina frá sinni sögu. Tveimur dögum eftir að greint var frá frásögnunum kvennanna í fjölmiðlum tók þjóðhátíðarnefnd ákvörðun um að Ingó myndi ekki sjá um brekkusönginn í ár. Vísir er í eigu Sýnar. Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Í kvöld er gigg Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Kótelettan Tengdar fréttir Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18 Segir nefndina hafa vitað af ásökunum þegar hún réð Ingó Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net sem hefur safnað undirskriftum til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð, segir að þjóðhátíðarnefnd hafi þegar vitað að Ingó væri umdeildur þegar hún réð hann til að sjá um brekkusönginn. 9. júlí 2021 09:54 Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. 7. júlí 2021 23:02 Segja Bleika fíllinn ekki aðeins snúast um Þjóðhátíð og einn tónlistarmann Forvarnahópurinn Bleiki fíllinn í Vestmannaeyjum áréttar að hópurinn snúist hvorki um eina hátíð á ári né um einn tónlistarmann. 6. júlí 2021 10:45 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Sjá meira
Ingó var afbókaður á Þjóðhátíð fyrir sléttri viku þar sem hann átti að stýra brekkusöngnum í ár. Síðan hefur að hans sögn hver afbókunin á fætur annarri fylgt í kjölfarið. Nú síðast má nefna Kótelettuna, sem haldin var hátíðleg á Selfossi á laugardaginn. Búið var að bóka Ingó til að spila á hátíðinni, sem er haldin til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, en hann var afbókaður af henni. Þetta staðfestir Ingó í samtali við Vísi. Hann kveðst hafa verið afbókaður af mörgum giggum frá því málið kom upp og hafa orðið fyrir miklu tekjutapi. „Já. Þetta eru mjög mörg gigg. Ég hef haldið utan um þetta allt saman,“ segir hann. Spurður hvort hann ætli sér enn að leita réttar síns segist hann vera með lögfræðing í málinu. „Það á enn eftir að koma í ljós hvernig það endar. En ég fer bara rétta leið með þetta mál,“ segir Ingó. Sjá einnig: Ingó leitar réttar síns: „Ég veit hver ég er og hvað ég hef gert“. Í kvöld er ekki gigg Þáttunum Í kvöld er gigg, sem voru í umsjá Ingós og voru í sýningu á Stöð 2 í vetur, hefur nú verið aflýst. Ingó var þar í aðalhlutverki með hljómsveit sem fékk til sín gesti úr tónlistargeiranum. Önnur sería sem var í endursýningu í sumar hefur einnig verið tekin af dagskrá. Þetta staðfestir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn, við Vísi. Þórhallur Gunnarsson. „Það stóð til að það yrði gerð önnur sería í haust en við ákváðum snemma í vor að setja þættina í pásu vegna umræðunnar sem var þá í gangi,“ segir Þórhallur. „Það var gert í samráði við alla aðila.“ Ein stigið fram undir nafni Fyrst var greint frá máli Ingólfs eftir að hópurinn Öfgar á samfélagsmiðlinum TikTok birti fjölda sagna ýmissa kvenna sem lýstu kynferðislegu ofbeldi af hálfu Ingós. Sögurnar voru nafnlausar en hópurinn fullyrti að hann hefði fengið allar frásagnirnar staðfestar. Nú nýlega steig ein konan svo fram undir nafni til að greina frá sinni sögu. Tveimur dögum eftir að greint var frá frásögnunum kvennanna í fjölmiðlum tók þjóðhátíðarnefnd ákvörðun um að Ingó myndi ekki sjá um brekkusönginn í ár. Vísir er í eigu Sýnar.
Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Í kvöld er gigg Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Kótelettan Tengdar fréttir Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18 Segir nefndina hafa vitað af ásökunum þegar hún réð Ingó Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net sem hefur safnað undirskriftum til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð, segir að þjóðhátíðarnefnd hafi þegar vitað að Ingó væri umdeildur þegar hún réð hann til að sjá um brekkusönginn. 9. júlí 2021 09:54 Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. 7. júlí 2021 23:02 Segja Bleika fíllinn ekki aðeins snúast um Þjóðhátíð og einn tónlistarmann Forvarnahópurinn Bleiki fíllinn í Vestmannaeyjum áréttar að hópurinn snúist hvorki um eina hátíð á ári né um einn tónlistarmann. 6. júlí 2021 10:45 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Sjá meira
Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18
Segir nefndina hafa vitað af ásökunum þegar hún réð Ingó Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net sem hefur safnað undirskriftum til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð, segir að þjóðhátíðarnefnd hafi þegar vitað að Ingó væri umdeildur þegar hún réð hann til að sjá um brekkusönginn. 9. júlí 2021 09:54
Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. 7. júlí 2021 23:02
Segja Bleika fíllinn ekki aðeins snúast um Þjóðhátíð og einn tónlistarmann Forvarnahópurinn Bleiki fíllinn í Vestmannaeyjum áréttar að hópurinn snúist hvorki um eina hátíð á ári né um einn tónlistarmann. 6. júlí 2021 10:45