Sjöfalt fleiri brottfarir erlendra farþega Eiður Þór Árnason skrifar 12. júlí 2021 15:45 Gömlu góðu en löngu innritunarraðirnar komnar aftur í Leifsstöð. Ekki hefur verið hægt að nota sjálfsafgreiðsluvélar vegna allra þeirra bólusetningar- og faraldurspappíra sem farþegar verða nú að framvísa. Vísir/Atli Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 42.600 í nýliðnum júnímánuði eða sjö sinnum fleiri en í júní 2020, þegar brottfarir voru um sex þúsund. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia voru Bandaríkjamenn fjölmennastir í júní eða um helmingur brottfara. Enn er nokkuð í að fjöldinn komist í sama horf og fyrir heimsfaraldurinn en brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 195 þúsund í júní 2019. Ferðamálastofa gerir ráð fyrir að um 890 þúsund erlendir ferðamenn muni sækja landið heim í ár og á næsta ári verði fjöldinn svipaður og hér var 2019, eða um 1.950 þúsund. Frá áramótum hafa tæplega 75 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi sem er um 78% fækkun miðað við sama tímabil í fyrra en þá voru brottfarir erlendra farþega tæplega 342 þúsund. Þróun brottfara erlendra farþega í júní 2017 til 2021. Ferðamálastofa Langflestar brottfarir í júní má rekja til Bandaríkjamanna eða um helming. Þar á eftir fylgja brottfarir Pólverja (8,6% af heild), Þjóðverja (7,5% af heild), Breta (5,3% af heild) og Frakka (4,2% af heild). Samtals voru brottfarir fimm stærstu þjóðerna 76%. Brottfarir Íslendinga í júní voru um 13.500 talsins en í sama mánuði í fyrra voru þær ríflega fimm þúsund. Brottfarir Íslendinga frá áramótum eru um 32.400 eða 65,8% færri en á sama tímabili í fyrra. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ljónheppinn að fá bílaleigubíl Örtröð hefur verið á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga, bæði við komuna til landsins og einnig í röðinni á leiðinni út. Í dag fóru tæplega 100 flugvélar um völlinn. Þrátt fyrir að bið geti verið nokkur við komuna til landsins báru ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í dag öllum aðbúnaði á flugvellinum vel söguna. 11. júlí 2021 21:01 Þungur dagur á Keflavíkurflugvelli Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir daginn hafa verið þungan á Keflavíkurflugvelli. Talið sé að þrettán til fjórtán þúsund manns hafi farið í gegnum flugvöllinn en álagstímarnir á morgnanna og seinni partinn séu erfiðastir. 10. júlí 2021 19:52 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia voru Bandaríkjamenn fjölmennastir í júní eða um helmingur brottfara. Enn er nokkuð í að fjöldinn komist í sama horf og fyrir heimsfaraldurinn en brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 195 þúsund í júní 2019. Ferðamálastofa gerir ráð fyrir að um 890 þúsund erlendir ferðamenn muni sækja landið heim í ár og á næsta ári verði fjöldinn svipaður og hér var 2019, eða um 1.950 þúsund. Frá áramótum hafa tæplega 75 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi sem er um 78% fækkun miðað við sama tímabil í fyrra en þá voru brottfarir erlendra farþega tæplega 342 þúsund. Þróun brottfara erlendra farþega í júní 2017 til 2021. Ferðamálastofa Langflestar brottfarir í júní má rekja til Bandaríkjamanna eða um helming. Þar á eftir fylgja brottfarir Pólverja (8,6% af heild), Þjóðverja (7,5% af heild), Breta (5,3% af heild) og Frakka (4,2% af heild). Samtals voru brottfarir fimm stærstu þjóðerna 76%. Brottfarir Íslendinga í júní voru um 13.500 talsins en í sama mánuði í fyrra voru þær ríflega fimm þúsund. Brottfarir Íslendinga frá áramótum eru um 32.400 eða 65,8% færri en á sama tímabili í fyrra.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ljónheppinn að fá bílaleigubíl Örtröð hefur verið á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga, bæði við komuna til landsins og einnig í röðinni á leiðinni út. Í dag fóru tæplega 100 flugvélar um völlinn. Þrátt fyrir að bið geti verið nokkur við komuna til landsins báru ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í dag öllum aðbúnaði á flugvellinum vel söguna. 11. júlí 2021 21:01 Þungur dagur á Keflavíkurflugvelli Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir daginn hafa verið þungan á Keflavíkurflugvelli. Talið sé að þrettán til fjórtán þúsund manns hafi farið í gegnum flugvöllinn en álagstímarnir á morgnanna og seinni partinn séu erfiðastir. 10. júlí 2021 19:52 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Ljónheppinn að fá bílaleigubíl Örtröð hefur verið á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga, bæði við komuna til landsins og einnig í röðinni á leiðinni út. Í dag fóru tæplega 100 flugvélar um völlinn. Þrátt fyrir að bið geti verið nokkur við komuna til landsins báru ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í dag öllum aðbúnaði á flugvellinum vel söguna. 11. júlí 2021 21:01
Þungur dagur á Keflavíkurflugvelli Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir daginn hafa verið þungan á Keflavíkurflugvelli. Talið sé að þrettán til fjórtán þúsund manns hafi farið í gegnum flugvöllinn en álagstímarnir á morgnanna og seinni partinn séu erfiðastir. 10. júlí 2021 19:52