Lebron segist vilja enda ferilinn hjá Lakers Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júlí 2021 11:30 LeBron stefnir á að vera í L.A. það sem eftir lifir ferilsins. Bauer-Griffin/FilmMagic Körfuknattleiksmaðurinn LeBron James sagði í viðtali fyrir skömmu að hann ætlaði sér að enda ferilinn hjá Los Angeles Lakers. Þó ekki fyrr en eftir fjögur til sjö ár en Lebron er 36 ára gamall í dag. LeBron James er einn besti körfuboltamaður samtímans. Hann hefur spilað í NBA-deildinni síðan 2003 og stefnir á að spila meira en tvo áratugi í deildinni. LeBron samdi við Lakers árið 2018 eftir að hafa spilað með Cleveland Cavaliers og Miami Heat. Hann hefur nú sagt að hann vilji enda ferilinn í Englaborginni en hann ætlar sér ekki að leggja skóna á hilluna fyrr en eftir fertugt. Now that @KingJames has played for the @Lakers, he says he never wants to play anywhere else ever again: https://t.co/I0vPqFFhuH pic.twitter.com/P2Ot91GOfg— Silver Screen and Roll (@LakersSBN) July 12, 2021 „Ég vona innilega að ég geti endað ferilinn með Lakers, sama hversu mörg ár ég á eftir – fjögur, fimm, sex eða sjö. Ég vona að ég geti haldið áfram að spila leikinn. Ég elska að vera í Los Angeles, fjölskyldan mín elskar að vera í Los Angeles.“ „Að vera hjá sögufrægu liði eins og Lakers er eitthvað annað, þetta er eins og ég í Space Jam. Ég bjóst ekki við að þetta væri möguleiki. Maður hugsar um Kareem Abdul-Jabbar, Magic Johnson, Wilt Chamberlain, Jerry West, Elgin Baylor, Kobe Bryant, Shaq og alla þessa leikmenn. Listinn er endalaus,“ sagði LeBron í viðtali nýverið. Hann var þar að ræða kvikmyndina Space Jam: A New Legacy, þar sem hann fer með aðalhlutverkið. #NewProfilePic pic.twitter.com/3Qceot7Jq8— LeBron James (@KingJames) July 12, 2021 Það var í raun löngu vitað að LeBron ætlaði sér alltaf að enda ferilinn hjá Lakers. Það var síðasta skrefið hans á annars frábærum ferli þar sem hann hefur nú þegar unnið fjóra meistaratitla og alls farið í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar tíu sinnum. Hann hefur gefið út að honum langi að spila þangað til Bronny, sonur hans, mæti í deildina en þeir feðgar eiga sér þann draum að spila saman. Þó LeBron sé orðinn 36 ára þá er hann enn í fullu fjöri og ef ekki hefði verið fyrir slæm meiðsli á þessu tímabili hefðu Lakers ef til vill farið lengra. Það verður að koma í ljós hversu lengi LeBron spilar en miðað við feril hans til þessa kæmi lítið á óvart ef hann myndi spila þangað til hann væri fertugur. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Sjá meira
LeBron James er einn besti körfuboltamaður samtímans. Hann hefur spilað í NBA-deildinni síðan 2003 og stefnir á að spila meira en tvo áratugi í deildinni. LeBron samdi við Lakers árið 2018 eftir að hafa spilað með Cleveland Cavaliers og Miami Heat. Hann hefur nú sagt að hann vilji enda ferilinn í Englaborginni en hann ætlar sér ekki að leggja skóna á hilluna fyrr en eftir fertugt. Now that @KingJames has played for the @Lakers, he says he never wants to play anywhere else ever again: https://t.co/I0vPqFFhuH pic.twitter.com/P2Ot91GOfg— Silver Screen and Roll (@LakersSBN) July 12, 2021 „Ég vona innilega að ég geti endað ferilinn með Lakers, sama hversu mörg ár ég á eftir – fjögur, fimm, sex eða sjö. Ég vona að ég geti haldið áfram að spila leikinn. Ég elska að vera í Los Angeles, fjölskyldan mín elskar að vera í Los Angeles.“ „Að vera hjá sögufrægu liði eins og Lakers er eitthvað annað, þetta er eins og ég í Space Jam. Ég bjóst ekki við að þetta væri möguleiki. Maður hugsar um Kareem Abdul-Jabbar, Magic Johnson, Wilt Chamberlain, Jerry West, Elgin Baylor, Kobe Bryant, Shaq og alla þessa leikmenn. Listinn er endalaus,“ sagði LeBron í viðtali nýverið. Hann var þar að ræða kvikmyndina Space Jam: A New Legacy, þar sem hann fer með aðalhlutverkið. #NewProfilePic pic.twitter.com/3Qceot7Jq8— LeBron James (@KingJames) July 12, 2021 Það var í raun löngu vitað að LeBron ætlaði sér alltaf að enda ferilinn hjá Lakers. Það var síðasta skrefið hans á annars frábærum ferli þar sem hann hefur nú þegar unnið fjóra meistaratitla og alls farið í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar tíu sinnum. Hann hefur gefið út að honum langi að spila þangað til Bronny, sonur hans, mæti í deildina en þeir feðgar eiga sér þann draum að spila saman. Þó LeBron sé orðinn 36 ára þá er hann enn í fullu fjöri og ef ekki hefði verið fyrir slæm meiðsli á þessu tímabili hefðu Lakers ef til vill farið lengra. Það verður að koma í ljós hversu lengi LeBron spilar en miðað við feril hans til þessa kæmi lítið á óvart ef hann myndi spila þangað til hann væri fertugur. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Sjá meira