Svona var 183. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júlí 2021 08:24 Þeir Víðir og Þórólfur munu fara yfir stöðu mála á fundinum í dag sem verður í beinni útsendingu á Vísi. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir verða á kunnuglegum stað klukkan 11 í dag á Höfðatorgi. Þá fer fram upplýsingafundur vegna kórónuveirufaraldursins sem boðað var til í gær. Tæplega tvö hundruð upplýsingafundir hafa verið haldnir frá því að faraldurinn hófst í febrúar 2020. Sá síðasti, sem samkvæmt talningu Vísis var sá 182. í röðinni, fór fram 27. maí síðastliðinn eða fyrir 49 dögum. Í tilkynningu frá Almannavörnum í gær kom fram að í ljósi Covid-19 smita í vikunni mætti segja að staðan væri varhugaverð. Því hefði verið boðað til fundar. Fimm greindust utan sóttkvíar í fyrradag og tveir daginn þar á undan. Smitin frá því á þriðjudag eru af delta-afbrigði veirunnar en raðgreining úr smitunum fimm liggur ekki fyrir. Þó er talið að smitin tengist og megi meðal annars rekja til starfsmanns á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur sem stóð vaktina síðustu helgi. Bein útsending og textalýsing verður á Vísi frá upplýsingafundinum sem hefst klukkan 11. Þá er hægt að horfa á fundinn á Stöð 2 Vísi í sjónvarpinu. Uppfært: Fundinum er lokið en hér að neðan má sjá upptöku frá honum í heild sinni.
Tæplega tvö hundruð upplýsingafundir hafa verið haldnir frá því að faraldurinn hófst í febrúar 2020. Sá síðasti, sem samkvæmt talningu Vísis var sá 182. í röðinni, fór fram 27. maí síðastliðinn eða fyrir 49 dögum. Í tilkynningu frá Almannavörnum í gær kom fram að í ljósi Covid-19 smita í vikunni mætti segja að staðan væri varhugaverð. Því hefði verið boðað til fundar. Fimm greindust utan sóttkvíar í fyrradag og tveir daginn þar á undan. Smitin frá því á þriðjudag eru af delta-afbrigði veirunnar en raðgreining úr smitunum fimm liggur ekki fyrir. Þó er talið að smitin tengist og megi meðal annars rekja til starfsmanns á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur sem stóð vaktina síðustu helgi. Bein útsending og textalýsing verður á Vísi frá upplýsingafundinum sem hefst klukkan 11. Þá er hægt að horfa á fundinn á Stöð 2 Vísi í sjónvarpinu. Uppfært: Fundinum er lokið en hér að neðan má sjá upptöku frá honum í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Upplýsingafundir almannavarna og landlæknis Tengdar fréttir Þjóðin ætti að fara í viðbragðsstöðu eftir smit síðustu daga Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist áhyggjufullur vegna þeirra Covid-smita sem blossað hafa upp í samfélaginu síðustu daga. Hann segir fulla ástæðu til að vera á tánum núna. 14. júlí 2021 22:00 Þórólfur áhyggjufullur og boðar til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar á morgun vegna varhugaverðrar stöðu eftir fjölgun Covid-19 smita utan sóttkvíar hér á landi síðustu daga. 14. júlí 2021 15:38 Smitin sem greindust í fyrradag eru af delta-afbrigði veirunnar Kórónuveirusmitin tvö sem greindust í fyrradag eru af delta-afbrigði veirunnar. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna í samtali við fréttastofu. 14. júlí 2021 15:37 Hefur áhyggjur af Íslendingum á rauðum svæðum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að þau fimm smit sem greindust utan sóttkvíar í gær minni okkur á að veiran sé úti í samfélaginu. Fjöldi Íslendinga sem staddur sé erlendis á svokölluðum rauðum svæðum sé einnig áhyggjuefni. 14. júlí 2021 13:11 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Þjóðin ætti að fara í viðbragðsstöðu eftir smit síðustu daga Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist áhyggjufullur vegna þeirra Covid-smita sem blossað hafa upp í samfélaginu síðustu daga. Hann segir fulla ástæðu til að vera á tánum núna. 14. júlí 2021 22:00
Þórólfur áhyggjufullur og boðar til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar á morgun vegna varhugaverðrar stöðu eftir fjölgun Covid-19 smita utan sóttkvíar hér á landi síðustu daga. 14. júlí 2021 15:38
Smitin sem greindust í fyrradag eru af delta-afbrigði veirunnar Kórónuveirusmitin tvö sem greindust í fyrradag eru af delta-afbrigði veirunnar. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna í samtali við fréttastofu. 14. júlí 2021 15:37
Hefur áhyggjur af Íslendingum á rauðum svæðum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að þau fimm smit sem greindust utan sóttkvíar í gær minni okkur á að veiran sé úti í samfélaginu. Fjöldi Íslendinga sem staddur sé erlendis á svokölluðum rauðum svæðum sé einnig áhyggjuefni. 14. júlí 2021 13:11