Eldgosið legið niðri frá því snemma í morgun Kristján Már Unnarsson skrifar 15. júlí 2021 11:12 Svona leit eldgígurinn út klukkan ellefu í morgun á vefmyndavél Vísis. Vísir/Vefmyndavél Eldgosið í Fagradalsfjalli féll skyndilega niður laust fyrir klukkan fimm í morgun. Þetta sýna bæði vefmyndavélar og jarðskjálftamælar. „Þetta var líflegt í nótt en rétt fyrir klukkan fimm fór að draga úr þessu. Laust fyrir klukkan fimm féll óróinn bara niður,“ sagði Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Svona voru gosstrókarnir síðastliðinn laugardag.Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Sigþrúður segir að fram eftir nóttu hafi gosið verið mjög fallegt. Þótt engin virkni sjáist núna á yfirborði og ekkert sjáist slettast upp úr gígnum segir hún ekki ólíklegt að eitthvað hraunrennsli sé undir yfirborði. Miðað við sveiflurnar í eldgosinu undanfarnar þrjár vikur er óvarlegt að telja að því sé lokið. Síðasta goshlé, það lengsta til þessa, stóð yfir í fjóra sólarhringa, frá mánudagskvöldinu 5. júlí og fram á aðfararnótt laugardagsins 10. júlí. Óróarit frá jarðskjálftamæli á Fagradalsfjalli sýnir hvernig gosóróinn féll niður um fimmleytið í morgun. Gosvirknin hafði þá staðið yfir í fimm sólarhringa eftir fjögurra sólarhringa goshlé þar á undan.Veðurstofa Íslands Goshrinan sem hófst um síðustu helgi stóð því yfir í fimm sólarhringa. Hún einkenndist af reglulegum gospúlsum með miklum hraungusum á fimm til tíu mínútna fresti og virðist hraunrennslið að mestu hafa farið til austurs í Meradali. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af gosinu fyrir þremur dögum: Hér má sjá gríðarlega hraungusu eftir að gosið tók sig upp eftir stutt goshlé í lok júnímánaðar. Hér má sjá gíginn í beinni útsendingu á vefmyndavél Vísis: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. 12. júlí 2021 22:56 Hraunið streymir niður í Meradali gegnum gat í gígnum Virkni eldgossins við Fagradalsfjall hefur haldist nokkurn veginn óbreytt síðan í gærnótt, þegar gosið hófst að nýju með fullum krafti eftir lengsta óróahlé til þessa. 11. júlí 2021 11:16 Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11 Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
„Þetta var líflegt í nótt en rétt fyrir klukkan fimm fór að draga úr þessu. Laust fyrir klukkan fimm féll óróinn bara niður,“ sagði Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Svona voru gosstrókarnir síðastliðinn laugardag.Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Sigþrúður segir að fram eftir nóttu hafi gosið verið mjög fallegt. Þótt engin virkni sjáist núna á yfirborði og ekkert sjáist slettast upp úr gígnum segir hún ekki ólíklegt að eitthvað hraunrennsli sé undir yfirborði. Miðað við sveiflurnar í eldgosinu undanfarnar þrjár vikur er óvarlegt að telja að því sé lokið. Síðasta goshlé, það lengsta til þessa, stóð yfir í fjóra sólarhringa, frá mánudagskvöldinu 5. júlí og fram á aðfararnótt laugardagsins 10. júlí. Óróarit frá jarðskjálftamæli á Fagradalsfjalli sýnir hvernig gosóróinn féll niður um fimmleytið í morgun. Gosvirknin hafði þá staðið yfir í fimm sólarhringa eftir fjögurra sólarhringa goshlé þar á undan.Veðurstofa Íslands Goshrinan sem hófst um síðustu helgi stóð því yfir í fimm sólarhringa. Hún einkenndist af reglulegum gospúlsum með miklum hraungusum á fimm til tíu mínútna fresti og virðist hraunrennslið að mestu hafa farið til austurs í Meradali. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af gosinu fyrir þremur dögum: Hér má sjá gríðarlega hraungusu eftir að gosið tók sig upp eftir stutt goshlé í lok júnímánaðar. Hér má sjá gíginn í beinni útsendingu á vefmyndavél Vísis:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. 12. júlí 2021 22:56 Hraunið streymir niður í Meradali gegnum gat í gígnum Virkni eldgossins við Fagradalsfjall hefur haldist nokkurn veginn óbreytt síðan í gærnótt, þegar gosið hófst að nýju með fullum krafti eftir lengsta óróahlé til þessa. 11. júlí 2021 11:16 Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11 Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. 12. júlí 2021 22:56
Hraunið streymir niður í Meradali gegnum gat í gígnum Virkni eldgossins við Fagradalsfjall hefur haldist nokkurn veginn óbreytt síðan í gærnótt, þegar gosið hófst að nýju með fullum krafti eftir lengsta óróahlé til þessa. 11. júlí 2021 11:16
Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11
Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21