Fyrrverandi meistarar í efstu sætum Sindri Sverrisson skrifar 15. júlí 2021 15:30 Louis Oosthuizen veltir fyrir sér pútti á sjöndu flöt. Hann fékk ekki einn einasta skolla á fyrsta hring. EPA-EFE/NEIL HALL Tveir fyrrverandi meistarar eru í toppsætunum eftir að hafa lokið fyrsta hring á Opna breska meistaramótinu í golfi. Fjöldi kylfinga á þó eftir að ljúka leik í dag. Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen vann mótið árið 2010 og er efstur af þeim sem lokið hafa fyrsta hring, á sex höggum undir pari. Oosthuizen fékk engan skolla á hringnum. Hann paraði fyrstu sjö holurnar en nældi svo í sex fugla á þeim ellefu holum sem hann átti eftir. Bogey free Louis doing Louis things at #TheOpen pic.twitter.com/dIAPG8PjlO— The Open (@TheOpen) July 15, 2021 Bandaríkjamennirnir Jordan Spieth, sem vann mótið árið 2017, og Brian Harman koma næstir á -5 höggum. Spieth fékk meðal annars fjóra fugla í röð á holum 5-8. Jordan Spieth er í toppbaráttunni á The Open. Hér slær hann fyrir framan áhorfendur en alls mega 32.000 manns mæta á hverjum keppnisdegi til að berja bestu kylfinga heims augum.EPA-EFE/NEIL HALL Brandt Snedeker fór á korteri úr 70. sæti upp í 15. sæti þegar hann náði næstum því holu í höggi á 16. braut, og nældi svo í örn á þeirri sautjándu. After almost acing the 16th, Brandt Snedeker does this at 17 Keep up with all the action https://t.co/xYY44zj43t #TheOpen pic.twitter.com/vIYrrGgzFy— The Open (@TheOpen) July 15, 2021 Írinn Shane Lowry hefur átt titil að verja í tvö ár en hann lék á höggi yfir pari og er því sjö höggum á eftir Oosthuizen. Fyrsta keppnisdegi er hins vegar hvergi nærri lokið og var Norður-Írinn Rory McIlroy til að mynda að hefja leik, og fékk fugl á fyrstu holu. Bein útsending frá mótinu er á Stöð 2 Golf en útsendingartíma má finna hér. Mótinu lýkur á sunnudag. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Opna breska Mest lesið Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Hannes í leyfi Körfubolti Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen vann mótið árið 2010 og er efstur af þeim sem lokið hafa fyrsta hring, á sex höggum undir pari. Oosthuizen fékk engan skolla á hringnum. Hann paraði fyrstu sjö holurnar en nældi svo í sex fugla á þeim ellefu holum sem hann átti eftir. Bogey free Louis doing Louis things at #TheOpen pic.twitter.com/dIAPG8PjlO— The Open (@TheOpen) July 15, 2021 Bandaríkjamennirnir Jordan Spieth, sem vann mótið árið 2017, og Brian Harman koma næstir á -5 höggum. Spieth fékk meðal annars fjóra fugla í röð á holum 5-8. Jordan Spieth er í toppbaráttunni á The Open. Hér slær hann fyrir framan áhorfendur en alls mega 32.000 manns mæta á hverjum keppnisdegi til að berja bestu kylfinga heims augum.EPA-EFE/NEIL HALL Brandt Snedeker fór á korteri úr 70. sæti upp í 15. sæti þegar hann náði næstum því holu í höggi á 16. braut, og nældi svo í örn á þeirri sautjándu. After almost acing the 16th, Brandt Snedeker does this at 17 Keep up with all the action https://t.co/xYY44zj43t #TheOpen pic.twitter.com/vIYrrGgzFy— The Open (@TheOpen) July 15, 2021 Írinn Shane Lowry hefur átt titil að verja í tvö ár en hann lék á höggi yfir pari og er því sjö höggum á eftir Oosthuizen. Fyrsta keppnisdegi er hins vegar hvergi nærri lokið og var Norður-Írinn Rory McIlroy til að mynda að hefja leik, og fékk fugl á fyrstu holu. Bein útsending frá mótinu er á Stöð 2 Golf en útsendingartíma má finna hér. Mótinu lýkur á sunnudag. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Opna breska Mest lesið Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Hannes í leyfi Körfubolti Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira