Margfalt fleiri hlutabréfaeigendur og gengi rýkur upp Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. júlí 2021 19:00 Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri hjá Nasdaq Iceland. Vísir/Vilhelm Hlutabréfaeigendur eru fjórfalt fleiri en þeir voru í lok árs 2019, en þeir hafa farið úr átta þúsund í 32 þúsund. Þá hefur gengið hlutabréfa rokið upp á síðustu tólf mánuðum og aðeins eitt félag á markaði sýnir neikvæða ávöxtun. Almenningur sýnir stöðugt meiri áhuga á hlutabréfaviðskiptum. Sem dæmi má nefna hlutabréf í Eimskipafélagi Íslands sem hafa hækkað um tæp 190 prósent og í Kviku banka um rúm 134 prósent. Þannig hafa þeir, sem keyptu til dæmis fyrir eina milljón í Eimskip, hagnast um allt að 1,89 milljónir króna. „Það hefur verið talsverð fjölgun félaga á markaði, svona miðað við það sem við höfum séð undanfarin ár. Núna á rúmum mánuði eða tveimur eru fjögur ný félög komin inn; Síldarvinnslan, Íslandsbanki, Play og Solid Clouds. Þessi tvö síðastnefndu eru á First North vaxtamarkaði, markaði fyrir vaxtafyrirtæki. Og samhliða þessu hefur þátttaka einstaklinga fjölgað mikið þannig að það eru miklar sviptingar í gangi má segja,” segir Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri hjá Kauphöll Íslands. Hann segir enga eina skýringu á þessari auknu þátttöku á hlutabréfamarkaði, en að stór þáttur séu lækkandi vextir, og aukið sparifé fólks. „Síðan var útboð hjá Icelandair Group í fyrra sem heppnaðist mjög vel og það má svona segja að það hafi rutt brautina fyrir önnur fyrirtæki,” segir hann, en bréf í Icelandair Group hafa hríðlækkað að undanförnu og er félagið nú það eina á markaði sem sýnir neikvæða ávöxtun. Fjölgun hluthafa sé ánægjuefni. „Hlutabréfamarkaðurinn gengur dálítið út á þetta. Hann gengur út á gagnsæi og skýrari leikreglur þannig að stór hópur, breiður hópur fjárfesta, geti komið saman á jafnræðisgrunni og átt þar viðskipti. Þeim mun fleiri þátttakendur þeim mun betri og skilvirkari verður markaðurinn. Og sömuleiðis er þetta gott fyrir atvinnulífið, efnahagslífið og þjóðfélagi. Að fleiri séu þátttakendur og fleiri njóti þess þegar vel gengur, þannig að það er svona grunnurinn að eðlilegra hagkerfi myndi ég segja,” segir Baldur. Þó sé mikilvægt að hafa í huga að um áhættufjárfestingar sé að ræða. „Hugsa sig tvisvar um og jafnvel þrisvar. Þetta er vissulega áhættufjárfesting og fólk þarf í raun og veru með svona fjárfestingu að hafa í huga að þetta getur tapast að miklu leyti og jafnvel öllu. Og það eru einhverjar aðferðir til þess að draga úr áhættunni, losar þig aldrei alveg við hana, t.d dreifa áhættu, fjárfesta í mörgum fyrirtækjum eða jafnvel í gegnum sjóð sem gerir þetta fyrir þig,” segir Baldur. Kauphöllin Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Sem dæmi má nefna hlutabréf í Eimskipafélagi Íslands sem hafa hækkað um tæp 190 prósent og í Kviku banka um rúm 134 prósent. Þannig hafa þeir, sem keyptu til dæmis fyrir eina milljón í Eimskip, hagnast um allt að 1,89 milljónir króna. „Það hefur verið talsverð fjölgun félaga á markaði, svona miðað við það sem við höfum séð undanfarin ár. Núna á rúmum mánuði eða tveimur eru fjögur ný félög komin inn; Síldarvinnslan, Íslandsbanki, Play og Solid Clouds. Þessi tvö síðastnefndu eru á First North vaxtamarkaði, markaði fyrir vaxtafyrirtæki. Og samhliða þessu hefur þátttaka einstaklinga fjölgað mikið þannig að það eru miklar sviptingar í gangi má segja,” segir Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri hjá Kauphöll Íslands. Hann segir enga eina skýringu á þessari auknu þátttöku á hlutabréfamarkaði, en að stór þáttur séu lækkandi vextir, og aukið sparifé fólks. „Síðan var útboð hjá Icelandair Group í fyrra sem heppnaðist mjög vel og það má svona segja að það hafi rutt brautina fyrir önnur fyrirtæki,” segir hann, en bréf í Icelandair Group hafa hríðlækkað að undanförnu og er félagið nú það eina á markaði sem sýnir neikvæða ávöxtun. Fjölgun hluthafa sé ánægjuefni. „Hlutabréfamarkaðurinn gengur dálítið út á þetta. Hann gengur út á gagnsæi og skýrari leikreglur þannig að stór hópur, breiður hópur fjárfesta, geti komið saman á jafnræðisgrunni og átt þar viðskipti. Þeim mun fleiri þátttakendur þeim mun betri og skilvirkari verður markaðurinn. Og sömuleiðis er þetta gott fyrir atvinnulífið, efnahagslífið og þjóðfélagi. Að fleiri séu þátttakendur og fleiri njóti þess þegar vel gengur, þannig að það er svona grunnurinn að eðlilegra hagkerfi myndi ég segja,” segir Baldur. Þó sé mikilvægt að hafa í huga að um áhættufjárfestingar sé að ræða. „Hugsa sig tvisvar um og jafnvel þrisvar. Þetta er vissulega áhættufjárfesting og fólk þarf í raun og veru með svona fjárfestingu að hafa í huga að þetta getur tapast að miklu leyti og jafnvel öllu. Og það eru einhverjar aðferðir til þess að draga úr áhættunni, losar þig aldrei alveg við hana, t.d dreifa áhættu, fjárfesta í mörgum fyrirtækjum eða jafnvel í gegnum sjóð sem gerir þetta fyrir þig,” segir Baldur.
Kauphöllin Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira