Fimm með réttarstöðu sakbornings: Tóku efni að virði níutíu milljóna króna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. júlí 2021 18:31 Frá aðgerðum lögreglu þegar kannabisverksmiðjan var stöðvuð fyrr á árinu. Fimm eru með réttarstöðu sakbornings í máli sem talið er tengjast skiplagðri kannabisframleiðslu. Lögregla hefur lagt hald á kannabisefni að virði rúmlega níutíu milljóna króna og upprætt fimm stórar kannabisframleiðslur í íbúðar- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. „Síðastliðnar tvær vikur höfum við verið með nokkurn hóp manna til rannsóknar sem hefur leitt til þess að við höfum tekið talsvert magn af kannabisplöntum og af tilbúnu efni til sölu,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Málin teygja anga sína í aðrar rannsóknir sem lögregla hefur rannsakað undanfarna mánuði og eru rannsökuð sem skipulögð glæpastarfsemi. Fjallað var um málin í Kompás fyrr á árinu. Um er að ræða tæplega átta hundruð kannabisplöntur sem voru í fimm ræktunum sem upprættar voru á höfuðborgarsvæðinu. Ræktanirnar voru í íbúðar- og iðnaðarhúsnæði. Götuvirðið tæpar hundrað milljónir „Einnig var lagt hald á um tuttugu og sex kíló af tilbúnu kannabisefni,“ segir Margeir og bætir við að götuvirðið hlaupi á tugum milljóna. Grammið af kannabis kostar 3.500 krónur á götunni og því er götuvirði tilbúna efnisins um níutíu og ein milljón króna. Þá lagði lögregla hald á ýmsan búnað. „Búnaðurinn er mjög tæknilegur og flottur og dýr og við metum þennan búnað sem við höfum verið að leggja hald á á um þrjátíu milljónir,“ segir Margeir. Einnig var hald lagt á eignir fyrir um fimm milljónir króna og um tvær milljónir í reiðufé. Íslendingar og útlendingar með stöðu sakbornings Fimm voru handteknir í tengslum við ræktanirnar, bæði Íslendingar og útlendingar. Öll á fertugsaldri. Þau eru talin tengjast skipulögðum glæpahópum. „Einn hefur verið í gæsluvarðhaldi,“ segir Margeir. Margeir Sveinsson segir mikið um kannabisræktanir á Íslandi um þessar mundir. Vísir/ArnarHalldórs Hann segir mikið um kannabisræktanir á Íslandi. Lítið sem ekkert sé flutt inn af kannabis. „Við höfum áhyggjur af þessari þróun og sérstaklega þessum hópum sem hafa verið að gera þetta með skipulögðum hætti. Þetta mál tengist öðrum málum sem varða skipulagða glæpastarfsemi sem við höfum verið með til rannsóknar,“ segir Margeir og bætir við að málin séu enn í rannsókn. Kannabis Fíkniefnabrot Lögreglumál Tengdar fréttir Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Síðastliðnar tvær vikur höfum við verið með nokkurn hóp manna til rannsóknar sem hefur leitt til þess að við höfum tekið talsvert magn af kannabisplöntum og af tilbúnu efni til sölu,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Málin teygja anga sína í aðrar rannsóknir sem lögregla hefur rannsakað undanfarna mánuði og eru rannsökuð sem skipulögð glæpastarfsemi. Fjallað var um málin í Kompás fyrr á árinu. Um er að ræða tæplega átta hundruð kannabisplöntur sem voru í fimm ræktunum sem upprættar voru á höfuðborgarsvæðinu. Ræktanirnar voru í íbúðar- og iðnaðarhúsnæði. Götuvirðið tæpar hundrað milljónir „Einnig var lagt hald á um tuttugu og sex kíló af tilbúnu kannabisefni,“ segir Margeir og bætir við að götuvirðið hlaupi á tugum milljóna. Grammið af kannabis kostar 3.500 krónur á götunni og því er götuvirði tilbúna efnisins um níutíu og ein milljón króna. Þá lagði lögregla hald á ýmsan búnað. „Búnaðurinn er mjög tæknilegur og flottur og dýr og við metum þennan búnað sem við höfum verið að leggja hald á á um þrjátíu milljónir,“ segir Margeir. Einnig var hald lagt á eignir fyrir um fimm milljónir króna og um tvær milljónir í reiðufé. Íslendingar og útlendingar með stöðu sakbornings Fimm voru handteknir í tengslum við ræktanirnar, bæði Íslendingar og útlendingar. Öll á fertugsaldri. Þau eru talin tengjast skipulögðum glæpahópum. „Einn hefur verið í gæsluvarðhaldi,“ segir Margeir. Margeir Sveinsson segir mikið um kannabisræktanir á Íslandi um þessar mundir. Vísir/ArnarHalldórs Hann segir mikið um kannabisræktanir á Íslandi. Lítið sem ekkert sé flutt inn af kannabis. „Við höfum áhyggjur af þessari þróun og sérstaklega þessum hópum sem hafa verið að gera þetta með skipulögðum hætti. Þetta mál tengist öðrum málum sem varða skipulagða glæpastarfsemi sem við höfum verið með til rannsóknar,“ segir Margeir og bætir við að málin séu enn í rannsókn.
Kannabis Fíkniefnabrot Lögreglumál Tengdar fréttir Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01