Flateyri komin í tísku hjá Íslendingum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júlí 2021 08:15 Magnús og Sunna fyrir utan Bryggjukaffi að loknum annasömum fimmtudegi. Vísir/Kolbeinn Tumi „Mig langaði að prófa að fara á verbúð,“ segir Sunna Reynisdóttir aðspurð hvernig áratuga ástarsamband þeirra Magnúsar Eggertssonar er til komið. Hjónin reka saman Bryggjukaffi á Flateyri við Önundarfjörð þar sem gestagangur í sumar hefur farið fram úr björtustu vonum heimafólks. Magnús er uppalinn Flateyringur en Sunna ólst upp á Reyðarfirði. Tæplega 900 kílómetrar skilja bæina tvo að en það var í gegnum fiskinn sem þau hjónin kynntust. Sunnu langaði að prófa að fara á verbúð, alla leið vestur á Flateyri, og tókust kynni með þeim Magnúsi sem ekki sér fyrir endann á. Flateyri á fallegum sumardegi. Í dag, 16. júlí, er magn af snjó í fjöllunum svipað og á þessari mynd sem tekin var sumarið 2019.Vísir/Vilhelm Hjónin voru í banastuði þegar blaðamaður, á Vestfjarðartúr, bankaði upp á í gærkvöldi í von um að seðja sárasta hungrið, og jafnvel aðeins meira en það. Fiskisúpa er augljós kostur úti á landi og Magnús var ekki lengi að bera hana fram. Langmest Íslendingar Hjónin bjuggu á Flateyri á árum áður en fluttu sig á Reyðarfjörð í kjölfar hörmunganna 1995, allt þar til þau sneru aftur fyrir þremur árum. Þau segja stuðið á Flateyri í sumar hafa verið mikið. Einhverjir erlendir ferðamenn en upp til hópa eru þetta Íslendingar á ferð og flugi. Magnús lýsir því þannig að honum sýnist Flateyri vera komna í tísku hjá ákveðnum kreðsum í höfuðborginni. Fyrir liggur að borgarbörn á borð við liðsmenn hljómsveitarinnar Baggalútar hafa fjárfest í fasteignum á Flateyri og fleiri og fleiri. Blaðamaður fær engin verðlaun fyrir þessa mynd af tónleikum Moses Hightower í gærkvöldi. Það borgar sig að mæta tímanlega á tónleika á Vagninum vilji maður ná betri myndum. Stemmningin var samt fín á aftari bekkjum eins og þeim fremri.Vísir/Kolbeinn Tumi Rekstraraðilar skemmtistaðarins Röntgens á Hverfisgötu tóku yfir rekstur Vagnsins í sumar þar sem hefur verið líf og fjör. Því til sönnunar spilaði Moses Hightower í gærkvöldi, Friðrik Ómar og Jógvan Hansen troða upp í kvöld áður en fólk á öllum aldri fyllir vafalítið Vagninn á laugardagskvöldið þegar Friðrik Dór og Jón Jónsson, hafnfirsku bræðurnir, mæta á svæðið. Frekar samvinna en samkeppni Sunna segir aukna umferð fólks styðja við alla veitingastaði bæjarins. Til viðbótar við Vagninn, hvar ekkert pláss var að fá í mat í gærkvöldi sökum gestafjölda, og Bryggjukaffi eru Gunnukaffi og Kaffi Sól á svæðinu. „Þetta er bara samvinna,“ segir Sunna. Vagninn sé lokaður mánudaga og þriðjudaga og þá sæki fólkið á aðra staði. Á meðan þau sérhæfi sig í fiskisúpunum þá er Gunnukaffi í hamborgurum og pítsum. Kaffi Sól er annálaður fyrir plokkfisk og harðfisk. Íslensku fánarnir eru sannarlega glæsilegir á fánastöngum Bryggjukaffis.Vísir/Kolbeinn Tumi Magnús bætir við að 75 manns hafi verið í mat á Vagninum á miðvikudagskvöld. Allt stappað. Þá hafi fjölmargir streymt á Bryggjukaffi og verið mikið að gera. Flesta daga er opið frá 11 til 18 en á honum að merkja að það vilji teygjast úr lokunartímanum þegar margt svangt fólk streymir inn á staðinn. Steinþór Helgi Arnsteinsson, vert á Vagninum, segir miðvikudagskvöldið hafa verið rosalega stórt. „Ég veit ekkert af hverju. Það var enginn viðburður. Fólk bara streymdi inn,“ segir Steinþór. Spænskt par sér um matseldina á Vagninum, sem látið er vel af, en þau voru á meðal fólks sem missti vinnuna á Snaps í byrjun árs þegar áhrifa kórónuveirufaraldursins gætti verulega. Búa uppi og vinna niðri Veggspjald á veggnum á Bryggjukaffi er til marks um lífið á Flateyri. Þar eru taldir um daglegir viðburðir á stöðum bæjarins, svo sem bingó, spurningakeppni, keppni í Kubb og svo spilakvöld á Bryggjukaffi. „Það hefur reyndar enginn enn þá komið að spila,“ segja hjónin og hlæja. Eitthvað hefur verið um að fólk grípi í spilin önnur kvöld en auglýst spilakvöld á fimmtudögum. Það vantar ekki spilin á Bryggjukaffi. Scrabble og Rummikub eru algjör klassík.Bryggjukaffi Fasteignir í bænum eru af skornum skammti og fór svo að hjónin keyptu Hafnarstræti 4 á Flateyri í vetur af vinum sínum sem ráku Bryggjukaffi é neðri hæðinni og gistiheimili á þeirri efri á undan þeim. Sunna og Magnús reka veitingastaðinn áfram á neðri hæðinni en búa sjálf á efri hæðinni. Og eru aldrei sein í vinnuna segir Sunna aðspurð. Ílengjast á Flateyri En fleira má nefna þegar kemur að blóma á Flateyri. Til dæmis Lýðskólann á Flateyri sem starfræktur hefur verið í þrjú ár. Hann hefur breytt miklu að sögn Sunnu og nefnir fólk sem hefur kynnst í skólanum, stofnað til fjölskyldu og búi áfram á svæðinu. Hvort það sé hafið eða fjöllin sem laðar fólkið að, eða fólkið á þessum stað, skal ósagt látið. Á fimmtudagskvöldi í júlí virðist allt leika í lyndi í þessum bæ. Jákvæðnin er mikil hjá þeim hjónum. Á veggjunum eru falleg málverk sem Magnús hefur málað eftir eigin ljósmyndum. Og eru til sölu. Magnús nefnir að allur maturinn sem þau beri fram sér framleiddur á staðnum. Þau baki allt sjálf og sæki meira að segja fiskinn í sjóinn. „Maður siglir bara í fimm mínútur frá landi,“ segir Magnús. Nóg af fiski hefur verið í sjónum að undanförnu og bragðast ekkert lítið vel í súpunni. Aðeins fjörutíu mínútur að Dynjanda Blaðamaður ók sunnanverða Vestfirði eftir hádegið í gær og eru töluverðar vegaframkvæmdir á leiðinni. Vegurinn um sunnanverða firðina hefur verið þrætumál í mörg ár, mest tekist á varðandi veg um Teigsskóg, en Vestfirðingar biðu líka lengi eftir Dýrafjarðargöngum. Þverun Þorksafjarðar stendur yfir en Vegagerðin féll á dögunum frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. Fimm kílómetra löng Dýrafjarðargöngin gera það meðal annars að verkum að Magnús og Sunna, og aðrir íbúar á Flateyri, eru aðeins fjörutíu mínútur að Dynjanda, ein af mörgum perlum Vestfjarða. ynjandi er um 100 metra hár foss í ánni Dynjanda í Arnarfirði á Vestfjörðum. Er fossinn efsti fossinn í ánni. Helsta einkenni fossins er lag hans, hversu mikið hann breikkar þegar neðar dregur. Við bjargbrún er hann um 30 metra breiður en neðst er hann orðinn um 60 metra breiður.Vísir/Vilhelm Enga mynd af Dynjanda er þó að sjá á veggjum Bryggjukaffis. Kærkomið verkefni fyrir Magnús málara að huga að því í vetur þegar róast í eldhúsinu. Flateyri Flateyri stendur á samnefndri eyri við norðanverðan Önundarfjörð. Þar búa 199 manns samkvæmt tölum Hagstofunnar og hefur verið í kringum 200 undanfarinn ártaug. Þorpið er hluti af sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ. Lögbýlið Eyri stóð í brekku rétt fyrir ofan og utan Flateyri. Verslun hófst á Flateyri í lok 18. aldar. Íbúar voru um 100 árið 1890 en um það leyti hóf Hans Ellefsen hvalveiðar frá Flateyri og reisti íbúðarhús á Sólbakka. Í kjölfar þess fjölgaði íbúum hratt og voru þeir um 250 um aldamótin 1900. Flestir voru íbúar Flateyrar árið 1964 en þá voru þeir 550. Í maí árið 2007 tilkynntu eigendur Kambs, stærsta atvinnufyrirtæki Flateyrar, að þeir myndu hætta útgerð og fiskvinnslu á Flateyri og selja allar eignir félagsins og þar með fiskveiðikvótann. Þar störfuðu 120 manns, 65 í landvinnslu og sjómenn á fimm bátum. Þann 26. október 1995 féll gríðarlegt snjóflóð á Flateyri með þeim afleiðingum að 20 manns fórust. Eftir það voru reistir snjóflóðavarnargarðar ofan við bæinn. Minnisvarði um þá sem fórust var reistur skammt frá enda flóðsins við Flateyrarkirkju. Fyrir ofan Flateyri er Eyrarfjall og nær brún þess í um 660 metra hæð. Í hlíðum Eyrarfjalls eru tvö gil, Innra-Bæjargil og Skollahvilft en úr þessum giljum hafa snjóflóðin sem falla í átt að Flateyri komið. Varnargarðarnir eru til varnar snjóflóðum úr þessum giljum. Í janúar 2020 féllu tvö snjóflóð á varnargarðanna. Annað snjóflóðið fór á eitt hús og hitt yfir smábátahöfnina. 15 ára stúlka grófst undir í flóðinu en var bjargað eftir 40 mínútur. Bátar í höfninni skemmdust og var það mikið atvinnutjón. Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Magnús er uppalinn Flateyringur en Sunna ólst upp á Reyðarfirði. Tæplega 900 kílómetrar skilja bæina tvo að en það var í gegnum fiskinn sem þau hjónin kynntust. Sunnu langaði að prófa að fara á verbúð, alla leið vestur á Flateyri, og tókust kynni með þeim Magnúsi sem ekki sér fyrir endann á. Flateyri á fallegum sumardegi. Í dag, 16. júlí, er magn af snjó í fjöllunum svipað og á þessari mynd sem tekin var sumarið 2019.Vísir/Vilhelm Hjónin voru í banastuði þegar blaðamaður, á Vestfjarðartúr, bankaði upp á í gærkvöldi í von um að seðja sárasta hungrið, og jafnvel aðeins meira en það. Fiskisúpa er augljós kostur úti á landi og Magnús var ekki lengi að bera hana fram. Langmest Íslendingar Hjónin bjuggu á Flateyri á árum áður en fluttu sig á Reyðarfjörð í kjölfar hörmunganna 1995, allt þar til þau sneru aftur fyrir þremur árum. Þau segja stuðið á Flateyri í sumar hafa verið mikið. Einhverjir erlendir ferðamenn en upp til hópa eru þetta Íslendingar á ferð og flugi. Magnús lýsir því þannig að honum sýnist Flateyri vera komna í tísku hjá ákveðnum kreðsum í höfuðborginni. Fyrir liggur að borgarbörn á borð við liðsmenn hljómsveitarinnar Baggalútar hafa fjárfest í fasteignum á Flateyri og fleiri og fleiri. Blaðamaður fær engin verðlaun fyrir þessa mynd af tónleikum Moses Hightower í gærkvöldi. Það borgar sig að mæta tímanlega á tónleika á Vagninum vilji maður ná betri myndum. Stemmningin var samt fín á aftari bekkjum eins og þeim fremri.Vísir/Kolbeinn Tumi Rekstraraðilar skemmtistaðarins Röntgens á Hverfisgötu tóku yfir rekstur Vagnsins í sumar þar sem hefur verið líf og fjör. Því til sönnunar spilaði Moses Hightower í gærkvöldi, Friðrik Ómar og Jógvan Hansen troða upp í kvöld áður en fólk á öllum aldri fyllir vafalítið Vagninn á laugardagskvöldið þegar Friðrik Dór og Jón Jónsson, hafnfirsku bræðurnir, mæta á svæðið. Frekar samvinna en samkeppni Sunna segir aukna umferð fólks styðja við alla veitingastaði bæjarins. Til viðbótar við Vagninn, hvar ekkert pláss var að fá í mat í gærkvöldi sökum gestafjölda, og Bryggjukaffi eru Gunnukaffi og Kaffi Sól á svæðinu. „Þetta er bara samvinna,“ segir Sunna. Vagninn sé lokaður mánudaga og þriðjudaga og þá sæki fólkið á aðra staði. Á meðan þau sérhæfi sig í fiskisúpunum þá er Gunnukaffi í hamborgurum og pítsum. Kaffi Sól er annálaður fyrir plokkfisk og harðfisk. Íslensku fánarnir eru sannarlega glæsilegir á fánastöngum Bryggjukaffis.Vísir/Kolbeinn Tumi Magnús bætir við að 75 manns hafi verið í mat á Vagninum á miðvikudagskvöld. Allt stappað. Þá hafi fjölmargir streymt á Bryggjukaffi og verið mikið að gera. Flesta daga er opið frá 11 til 18 en á honum að merkja að það vilji teygjast úr lokunartímanum þegar margt svangt fólk streymir inn á staðinn. Steinþór Helgi Arnsteinsson, vert á Vagninum, segir miðvikudagskvöldið hafa verið rosalega stórt. „Ég veit ekkert af hverju. Það var enginn viðburður. Fólk bara streymdi inn,“ segir Steinþór. Spænskt par sér um matseldina á Vagninum, sem látið er vel af, en þau voru á meðal fólks sem missti vinnuna á Snaps í byrjun árs þegar áhrifa kórónuveirufaraldursins gætti verulega. Búa uppi og vinna niðri Veggspjald á veggnum á Bryggjukaffi er til marks um lífið á Flateyri. Þar eru taldir um daglegir viðburðir á stöðum bæjarins, svo sem bingó, spurningakeppni, keppni í Kubb og svo spilakvöld á Bryggjukaffi. „Það hefur reyndar enginn enn þá komið að spila,“ segja hjónin og hlæja. Eitthvað hefur verið um að fólk grípi í spilin önnur kvöld en auglýst spilakvöld á fimmtudögum. Það vantar ekki spilin á Bryggjukaffi. Scrabble og Rummikub eru algjör klassík.Bryggjukaffi Fasteignir í bænum eru af skornum skammti og fór svo að hjónin keyptu Hafnarstræti 4 á Flateyri í vetur af vinum sínum sem ráku Bryggjukaffi é neðri hæðinni og gistiheimili á þeirri efri á undan þeim. Sunna og Magnús reka veitingastaðinn áfram á neðri hæðinni en búa sjálf á efri hæðinni. Og eru aldrei sein í vinnuna segir Sunna aðspurð. Ílengjast á Flateyri En fleira má nefna þegar kemur að blóma á Flateyri. Til dæmis Lýðskólann á Flateyri sem starfræktur hefur verið í þrjú ár. Hann hefur breytt miklu að sögn Sunnu og nefnir fólk sem hefur kynnst í skólanum, stofnað til fjölskyldu og búi áfram á svæðinu. Hvort það sé hafið eða fjöllin sem laðar fólkið að, eða fólkið á þessum stað, skal ósagt látið. Á fimmtudagskvöldi í júlí virðist allt leika í lyndi í þessum bæ. Jákvæðnin er mikil hjá þeim hjónum. Á veggjunum eru falleg málverk sem Magnús hefur málað eftir eigin ljósmyndum. Og eru til sölu. Magnús nefnir að allur maturinn sem þau beri fram sér framleiddur á staðnum. Þau baki allt sjálf og sæki meira að segja fiskinn í sjóinn. „Maður siglir bara í fimm mínútur frá landi,“ segir Magnús. Nóg af fiski hefur verið í sjónum að undanförnu og bragðast ekkert lítið vel í súpunni. Aðeins fjörutíu mínútur að Dynjanda Blaðamaður ók sunnanverða Vestfirði eftir hádegið í gær og eru töluverðar vegaframkvæmdir á leiðinni. Vegurinn um sunnanverða firðina hefur verið þrætumál í mörg ár, mest tekist á varðandi veg um Teigsskóg, en Vestfirðingar biðu líka lengi eftir Dýrafjarðargöngum. Þverun Þorksafjarðar stendur yfir en Vegagerðin féll á dögunum frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. Fimm kílómetra löng Dýrafjarðargöngin gera það meðal annars að verkum að Magnús og Sunna, og aðrir íbúar á Flateyri, eru aðeins fjörutíu mínútur að Dynjanda, ein af mörgum perlum Vestfjarða. ynjandi er um 100 metra hár foss í ánni Dynjanda í Arnarfirði á Vestfjörðum. Er fossinn efsti fossinn í ánni. Helsta einkenni fossins er lag hans, hversu mikið hann breikkar þegar neðar dregur. Við bjargbrún er hann um 30 metra breiður en neðst er hann orðinn um 60 metra breiður.Vísir/Vilhelm Enga mynd af Dynjanda er þó að sjá á veggjum Bryggjukaffis. Kærkomið verkefni fyrir Magnús málara að huga að því í vetur þegar róast í eldhúsinu. Flateyri Flateyri stendur á samnefndri eyri við norðanverðan Önundarfjörð. Þar búa 199 manns samkvæmt tölum Hagstofunnar og hefur verið í kringum 200 undanfarinn ártaug. Þorpið er hluti af sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ. Lögbýlið Eyri stóð í brekku rétt fyrir ofan og utan Flateyri. Verslun hófst á Flateyri í lok 18. aldar. Íbúar voru um 100 árið 1890 en um það leyti hóf Hans Ellefsen hvalveiðar frá Flateyri og reisti íbúðarhús á Sólbakka. Í kjölfar þess fjölgaði íbúum hratt og voru þeir um 250 um aldamótin 1900. Flestir voru íbúar Flateyrar árið 1964 en þá voru þeir 550. Í maí árið 2007 tilkynntu eigendur Kambs, stærsta atvinnufyrirtæki Flateyrar, að þeir myndu hætta útgerð og fiskvinnslu á Flateyri og selja allar eignir félagsins og þar með fiskveiðikvótann. Þar störfuðu 120 manns, 65 í landvinnslu og sjómenn á fimm bátum. Þann 26. október 1995 féll gríðarlegt snjóflóð á Flateyri með þeim afleiðingum að 20 manns fórust. Eftir það voru reistir snjóflóðavarnargarðar ofan við bæinn. Minnisvarði um þá sem fórust var reistur skammt frá enda flóðsins við Flateyrarkirkju. Fyrir ofan Flateyri er Eyrarfjall og nær brún þess í um 660 metra hæð. Í hlíðum Eyrarfjalls eru tvö gil, Innra-Bæjargil og Skollahvilft en úr þessum giljum hafa snjóflóðin sem falla í átt að Flateyri komið. Varnargarðarnir eru til varnar snjóflóðum úr þessum giljum. Í janúar 2020 féllu tvö snjóflóð á varnargarðanna. Annað snjóflóðið fór á eitt hús og hitt yfir smábátahöfnina. 15 ára stúlka grófst undir í flóðinu en var bjargað eftir 40 mínútur. Bátar í höfninni skemmdust og var það mikið atvinnutjón.
Flateyri Flateyri stendur á samnefndri eyri við norðanverðan Önundarfjörð. Þar búa 199 manns samkvæmt tölum Hagstofunnar og hefur verið í kringum 200 undanfarinn ártaug. Þorpið er hluti af sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ. Lögbýlið Eyri stóð í brekku rétt fyrir ofan og utan Flateyri. Verslun hófst á Flateyri í lok 18. aldar. Íbúar voru um 100 árið 1890 en um það leyti hóf Hans Ellefsen hvalveiðar frá Flateyri og reisti íbúðarhús á Sólbakka. Í kjölfar þess fjölgaði íbúum hratt og voru þeir um 250 um aldamótin 1900. Flestir voru íbúar Flateyrar árið 1964 en þá voru þeir 550. Í maí árið 2007 tilkynntu eigendur Kambs, stærsta atvinnufyrirtæki Flateyrar, að þeir myndu hætta útgerð og fiskvinnslu á Flateyri og selja allar eignir félagsins og þar með fiskveiðikvótann. Þar störfuðu 120 manns, 65 í landvinnslu og sjómenn á fimm bátum. Þann 26. október 1995 féll gríðarlegt snjóflóð á Flateyri með þeim afleiðingum að 20 manns fórust. Eftir það voru reistir snjóflóðavarnargarðar ofan við bæinn. Minnisvarði um þá sem fórust var reistur skammt frá enda flóðsins við Flateyrarkirkju. Fyrir ofan Flateyri er Eyrarfjall og nær brún þess í um 660 metra hæð. Í hlíðum Eyrarfjalls eru tvö gil, Innra-Bæjargil og Skollahvilft en úr þessum giljum hafa snjóflóðin sem falla í átt að Flateyri komið. Varnargarðarnir eru til varnar snjóflóðum úr þessum giljum. Í janúar 2020 féllu tvö snjóflóð á varnargarðanna. Annað snjóflóðið fór á eitt hús og hitt yfir smábátahöfnina. 15 ára stúlka grófst undir í flóðinu en var bjargað eftir 40 mínútur. Bátar í höfninni skemmdust og var það mikið atvinnutjón.
Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira