Fólk er jákvæðara gagnvart sósíalisma en kapítalisma Gunnar Smári Egilsson skrifar 16. júlí 2021 10:31 Samkvæmt könnun sem MMR gerði fyrir Sósíalistaflokk Íslands eru landsmenn jákvæðari gagnvart sósíalisma en kapítalisma. Það munar þó ekki miklu. 31% segjast vera mjög eða frekar jákvæð gagnvart sósíalisma en 29% mjög eða frekar jákvæð gagnvart kapítalisma. Konur vilja sósíalisma En þegar svörunum er skipt eftir kynjum kemur í ljós að 37% karla eru jákvæða gagnvart kapítalisma en aðeins 18% kvenna. 41% kvenna er hins vegar jákvæða gagnvart sósíalisma en aðeins 24% karla. Karlar skiptast nokkur jafnt í afstöðu sinni til kapítalisma, 37% jákvæðir og 36% neikvæðir. Aðeins 18% kvenna eru jákvæð gagnvart kapítalisma en 51% neikvæð. Og 24% karlanna eru jákvæðir gagnvart sósíalisma en 49% neikvæðir á meðan 41% kvennanna eru jákvæðar en aðeins 28% neikvæðar. Yngra fólk hlynntara sósíalisma Það er ekki hægt að sjá viðlíka mikinn mun eftir aldri, búsetu eða tekjum. Hin yngri, 18 til 29 ára, eru jákvæðari gagnvart sósíalisma (38%) en kapítalisma (31%). Og þau eru líka síður neikvæð gagnvart sósíalisma, 33% á móti 48% neikvæðni gagnvart kapítalisma. En þennan mun má líka sjá í næsta aldursflokk, 30-49 ára, þótt hann sé minni. Og þótt að ívið fleiri séu neikvæð gagnvart sósíalisma en kapítalisma meðal hinna eldri þá er fleiri meðal hinna elstu jákvæð gagnvart sósíalisma, 30%, á móti 25% sem eru jákvæð gagnvart kapítalisma. Lítill munur er á afstöðu eftir búsetu. Álíka margir eru jákvæðir gagnvart sósíalisma og kapítalisma á höfuðborgarsvæðinu en ívið fleiri jákvæð gagnvart sósíalisma úti á landi. Jákvæðari afstaða til sósíalisma með meiri menntun 24% fólks með grunnskólapróf segjast jákvæð gagnvart kapítalisma, jafn mörg og eru jákvæð gagnvart sósíalisma. Hjá fólki með framhaldskólamenntun eru 29% jákvæð gagnvart kapítalisma en 26% jákvæð gagnvart sósíalisma. 33% fólks með háskólamenntun eru jákvæð gagnvart kapítalisma en 40% gagnvart sósíalisma. Því meiri menntun, því jákvæðari afstaða til sósíalisma. Allir launaflokkar undir milljón á mánuði eru jákvæðari fyrir sósíalisma en kapítalisma og munar mestu hjá þeim sem hafa lægstu tekjurnar; þar er 37% jákvæðni gagnvart sósíalisma en 24% jákvæðni gagnvart kapítalisma. Hjá fólki með milljón eða meira snýst þetta við; 37% eru jákvæð gagnvart kapítalismanum en 28% jákvæð gagnvart sósíalisma. Og svipað má sjá varðandi stéttir. 42% stjórnenda eru jákvæð gagnvart kapítalisma en aðeins 17% jákvæð gagnvart sósíalisma. Meðal sérfræðinga, námsmanna og heimavinnandi fólks er á móti meiri jákvæðni gagnvart sósíalisma en kapítalisma. Þau sem fljóta ofan á sáttari við kapítalisma Samdregið þá eru karlar, betur launað fólk og hátt sett hrifnara af kapítalisma en sósíalisma. En konur, lægra launað fólk og lægra sett á vinnumarkaði er hrifnara að sósíalisma en kapítalisma. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Þau sem fljóta ofan á hinu kapítalíska kerfi eru jákvæðari gagnvart kerfinu en þau sem verða undir því. Og þrátt fyrir linnulausan áróður gegn sósíalisma innan hins kapítalíska þjóðskipulags þá er staðreyndin sú að fólk almennt, fyrir utan hóp hinna best settu, er með jákvæðari afstöðu til sósíalisma en kapítalisma. Sjálfstæðisflokksfólk í sér deild MMR flokkar svörin líka eftir hvað fólk kaus síðast. Þar sést að jákvæð afstaða til kapítalisma einskorðast við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 62% kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru jákvæð gagnvart kapítalisma og 50% kjósenda Viðreisnar. Næstir koma Framsókn og Miðflokkur með 27% og Píratar með 20%. 12% kjósenda Samfylkingar og Flokks fólksins eru jákvæð gagnvart kapítalisma og 5% kjósenda VG. Þessu er síðan öfugt farið með sósíalismann. 64% kjósenda VG eru jákvæð gagnvart sósíalisma, 60% kjósenda Samfylkingarinnar og 51% Pírata. Síðan kemur Viðreisn með 19%, Framsókn með 13%, Flokkur fólksins með 12% og Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur með 6%. Kapítalisminn með lítið fylgi utan Valhallar Þar sem Sjálfstæðisflokksfólk er með afgerandi afstöðu og ólíka öðru fólki er freistandi að telja það frá. Þegar við gerum það kemur í ljós að meðal Sjálfstæðisflokksfólks eru 62% jákvæð gagnvart kapítalismanum en 18% neikvæð. Á meðan að meðal allra annarra eru aðeins 20% jákvæð gagnvart kapítalismanum en 51% neikvæð. Og gagnvart sósíalismanum eru aðeins 6% kjósenda Sjálfstæðisflokksins jákvæð en 70% neikvæð á meðan á meðal allra annarra eru 39% jákvæð en 32% neikvæð. Það eru því ekki einkum vel launaðir karlar í háum stöðum sem lyfta kapítalismanum upp úr skítnum og halda aftur af sósíalismanum í almennri umræðu, heldur fyrst og fremst karlar í Sjálfstæðisflokknum, sem eru með hugmyndir um samfélagið sem eru rækilega á skjön við hugmyndir flestra annarra. Það magnaða er síðan að þessi fámenni hópur Sjálfstæðisflokksfólks með skrítnu skoðanirnar stjórnar ferðinni í samfélaginu. Nýfrjálshyggjan komin á öskuhaugana MMR spurði líka um afstöðu fólks til nýfrjálshyggju. Aðeins 14% landsmanna eru með jákvæða afstöðu til hennar en 52% neikvæða. Það er því ástæðulaust að eyða mörgum orðum á þessa stjórnmálaskoðun. Það er aðeins meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks sem finna má afgerandi meiri jákvæðni gagnvart nýfrjálshyggju en sósíalisma. Meðal stjórnenda sögðust 18% jákvæð gagnvart nýfrjálshyggju en 17% sósíalisma, en meðal allra annara hópa var mun meiri jákvæðni gagnvart sósíalisma en nýfrjálshyggju. Ef við klippum hið skrítna Sjálfstæðisflokksfólk aftur frá kemur í ljós að meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru 20% jákvæð gagnvart nýfrjálshyggju en 39% neikvæð á meðan meðal allra hinna eru aðeins 11% jákvæð gagnvart nýfrjálshyggju en 57% neikvæð. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt könnun sem MMR gerði fyrir Sósíalistaflokk Íslands eru landsmenn jákvæðari gagnvart sósíalisma en kapítalisma. Það munar þó ekki miklu. 31% segjast vera mjög eða frekar jákvæð gagnvart sósíalisma en 29% mjög eða frekar jákvæð gagnvart kapítalisma. Konur vilja sósíalisma En þegar svörunum er skipt eftir kynjum kemur í ljós að 37% karla eru jákvæða gagnvart kapítalisma en aðeins 18% kvenna. 41% kvenna er hins vegar jákvæða gagnvart sósíalisma en aðeins 24% karla. Karlar skiptast nokkur jafnt í afstöðu sinni til kapítalisma, 37% jákvæðir og 36% neikvæðir. Aðeins 18% kvenna eru jákvæð gagnvart kapítalisma en 51% neikvæð. Og 24% karlanna eru jákvæðir gagnvart sósíalisma en 49% neikvæðir á meðan 41% kvennanna eru jákvæðar en aðeins 28% neikvæðar. Yngra fólk hlynntara sósíalisma Það er ekki hægt að sjá viðlíka mikinn mun eftir aldri, búsetu eða tekjum. Hin yngri, 18 til 29 ára, eru jákvæðari gagnvart sósíalisma (38%) en kapítalisma (31%). Og þau eru líka síður neikvæð gagnvart sósíalisma, 33% á móti 48% neikvæðni gagnvart kapítalisma. En þennan mun má líka sjá í næsta aldursflokk, 30-49 ára, þótt hann sé minni. Og þótt að ívið fleiri séu neikvæð gagnvart sósíalisma en kapítalisma meðal hinna eldri þá er fleiri meðal hinna elstu jákvæð gagnvart sósíalisma, 30%, á móti 25% sem eru jákvæð gagnvart kapítalisma. Lítill munur er á afstöðu eftir búsetu. Álíka margir eru jákvæðir gagnvart sósíalisma og kapítalisma á höfuðborgarsvæðinu en ívið fleiri jákvæð gagnvart sósíalisma úti á landi. Jákvæðari afstaða til sósíalisma með meiri menntun 24% fólks með grunnskólapróf segjast jákvæð gagnvart kapítalisma, jafn mörg og eru jákvæð gagnvart sósíalisma. Hjá fólki með framhaldskólamenntun eru 29% jákvæð gagnvart kapítalisma en 26% jákvæð gagnvart sósíalisma. 33% fólks með háskólamenntun eru jákvæð gagnvart kapítalisma en 40% gagnvart sósíalisma. Því meiri menntun, því jákvæðari afstaða til sósíalisma. Allir launaflokkar undir milljón á mánuði eru jákvæðari fyrir sósíalisma en kapítalisma og munar mestu hjá þeim sem hafa lægstu tekjurnar; þar er 37% jákvæðni gagnvart sósíalisma en 24% jákvæðni gagnvart kapítalisma. Hjá fólki með milljón eða meira snýst þetta við; 37% eru jákvæð gagnvart kapítalismanum en 28% jákvæð gagnvart sósíalisma. Og svipað má sjá varðandi stéttir. 42% stjórnenda eru jákvæð gagnvart kapítalisma en aðeins 17% jákvæð gagnvart sósíalisma. Meðal sérfræðinga, námsmanna og heimavinnandi fólks er á móti meiri jákvæðni gagnvart sósíalisma en kapítalisma. Þau sem fljóta ofan á sáttari við kapítalisma Samdregið þá eru karlar, betur launað fólk og hátt sett hrifnara af kapítalisma en sósíalisma. En konur, lægra launað fólk og lægra sett á vinnumarkaði er hrifnara að sósíalisma en kapítalisma. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Þau sem fljóta ofan á hinu kapítalíska kerfi eru jákvæðari gagnvart kerfinu en þau sem verða undir því. Og þrátt fyrir linnulausan áróður gegn sósíalisma innan hins kapítalíska þjóðskipulags þá er staðreyndin sú að fólk almennt, fyrir utan hóp hinna best settu, er með jákvæðari afstöðu til sósíalisma en kapítalisma. Sjálfstæðisflokksfólk í sér deild MMR flokkar svörin líka eftir hvað fólk kaus síðast. Þar sést að jákvæð afstaða til kapítalisma einskorðast við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 62% kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru jákvæð gagnvart kapítalisma og 50% kjósenda Viðreisnar. Næstir koma Framsókn og Miðflokkur með 27% og Píratar með 20%. 12% kjósenda Samfylkingar og Flokks fólksins eru jákvæð gagnvart kapítalisma og 5% kjósenda VG. Þessu er síðan öfugt farið með sósíalismann. 64% kjósenda VG eru jákvæð gagnvart sósíalisma, 60% kjósenda Samfylkingarinnar og 51% Pírata. Síðan kemur Viðreisn með 19%, Framsókn með 13%, Flokkur fólksins með 12% og Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur með 6%. Kapítalisminn með lítið fylgi utan Valhallar Þar sem Sjálfstæðisflokksfólk er með afgerandi afstöðu og ólíka öðru fólki er freistandi að telja það frá. Þegar við gerum það kemur í ljós að meðal Sjálfstæðisflokksfólks eru 62% jákvæð gagnvart kapítalismanum en 18% neikvæð. Á meðan að meðal allra annarra eru aðeins 20% jákvæð gagnvart kapítalismanum en 51% neikvæð. Og gagnvart sósíalismanum eru aðeins 6% kjósenda Sjálfstæðisflokksins jákvæð en 70% neikvæð á meðan á meðal allra annarra eru 39% jákvæð en 32% neikvæð. Það eru því ekki einkum vel launaðir karlar í háum stöðum sem lyfta kapítalismanum upp úr skítnum og halda aftur af sósíalismanum í almennri umræðu, heldur fyrst og fremst karlar í Sjálfstæðisflokknum, sem eru með hugmyndir um samfélagið sem eru rækilega á skjön við hugmyndir flestra annarra. Það magnaða er síðan að þessi fámenni hópur Sjálfstæðisflokksfólks með skrítnu skoðanirnar stjórnar ferðinni í samfélaginu. Nýfrjálshyggjan komin á öskuhaugana MMR spurði líka um afstöðu fólks til nýfrjálshyggju. Aðeins 14% landsmanna eru með jákvæða afstöðu til hennar en 52% neikvæða. Það er því ástæðulaust að eyða mörgum orðum á þessa stjórnmálaskoðun. Það er aðeins meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks sem finna má afgerandi meiri jákvæðni gagnvart nýfrjálshyggju en sósíalisma. Meðal stjórnenda sögðust 18% jákvæð gagnvart nýfrjálshyggju en 17% sósíalisma, en meðal allra annara hópa var mun meiri jákvæðni gagnvart sósíalisma en nýfrjálshyggju. Ef við klippum hið skrítna Sjálfstæðisflokksfólk aftur frá kemur í ljós að meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru 20% jákvæð gagnvart nýfrjálshyggju en 39% neikvæð á meðan meðal allra hinna eru aðeins 11% jákvæð gagnvart nýfrjálshyggju en 57% neikvæð. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar