„Algjörlega galið“ að herða tökin á landamærunum frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar Tryggvi Páll Tryggvason og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 16. júlí 2021 14:36 Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Arnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar og þeirri efnahagslegri viðspyrnu sem fjölgun ferðamanna hér á landi veiti sé það „algjörlega galið" ætli stjórnvöld sér að herða tökin á landamærunum, líkt og sóttvarnalæknir hefur í hyggju að leggja til að verði gert. Nokkur fjölgun hefur orðið á kórónuveirusmitum innanlands undanfarna daga en alls hafa 30 greinst með veiruna frá 1. júlí síðastliðnum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ekki í hyggju að leggja til hertar aðgerðir innanlands vegna þess. Hann segir þó að mikilvægt sé að herða tökin á landamærunum og vinnur hann nú að gerð minnisblaðs til heilbrigðisráðherra með ráðleggingum þess efnis. Telur að áhrifin yrðu gríðarlega neikvæð Jóhannes Þór segir í samtali við fréttastofu að það sé gríðarlega alvarlegt mál ætli stjórnvöld hér á landi að herða tökin á landamærunum, en Þórólfur vill að svo stöddu ekki gefa upp hvaða aðgerðir hann hyggst leggja til að ráðist verði í. „Það er allt annað að gera það í dag á þessum tímapunkti þegar það er á næstu sex til átta vikum von á hundruðum þúsunda ferðamanna til landsins sem að hafa bókað ferðir á ákveðnum forsendum sem stjórnvöld hafa gefið út. Það hefur gríðarlega mikil neikvæð áhrif á ferðamennskuna og fyrirtækin og myndi setja virkilegan fleyg í viðspyrnuna sem er búið að koma hratt og vel af stað, hafa mjög alvarleg áhrif,“ segir Jóhannes Þór. Óhætt er að segja að Jóhannes Þór sé ekki sáttur við þær hugmyndir sem Þórólfur hefur viðrað í þessum efnum, en hann hefur meðal annars nefnt að hægt sé að krefja þá sem koma hingað til lands um neikvætt PCR-próf. „Ég verð að segja að frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar og hinnar efnahagslegu viðspyrnu þá er þetta algjörlega galið,“ segir Jóhannes Þór. Ferðamennirnir hafa snúið aftur í auknum mæli undanfarin misseri.Vísir/Vilhelm. Bendir hann á að vel hafi gengið í bólusetningum hér á landi, stór hluti þjóðarinnar sé fullbólusettur og fullyrðir Jóhannes að það sama eigi við þá ferðamenn sem hingað komi til lands. „Meirihluti allra sem eru að koma til landsins bæði Íslendinga og ferðamanna eru bólusettir. Þannig er komið í veg fyrir að stórum hluta samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum alvarleg veikindi og gríðarlegt álag,“ segir Jóhannes Þór. Nú þurfi stjórnvöld að taka stöðu með ferðaþjónustunni. „Heilbrigðisyfirvöld hafa sjálf bent á að það þurfi að láta reyna á þessa stöðu. Ég tel að nú þurfi að stjórnvöld einfaldlega að horfa til hinna efnahagslegu sjónarmiða, ég tala nú ekki inn í haustið þegar ágúst og september eru jafn gríðarlega mikilvægir mánuðir framundan eins og raun ber vitni,“ segir Jóhannes Þór. Spyr hvort menn séu hættir að treysta á mátt bólusetningar Sem fyrr segir hefur Þórólfur minnst á kröfuna um neikvætt PCR-próf en einnig að hægt verði að taka sýni hjá sem koma hingað til lands og eru metnir líklegir til að valda hættu. „Ég spyr bara, ef að þetta eru hugmyndirnar, eru menn hættir að treysta á mátt bólusetningana eins og svo mikið var talað um fyrir nokkrum vikum og mánuðum síðan að væri það sem að þyrfti til,“ segir Jóhannes Þór. „Ef að menn ætla að bíða eftir því að veiran sé horfin úr öllum samfélögum alls staðar þá munum við búa við takmarkanir hér það sem eftir er,“ bætir hann við. Laugardalshöll var breytt í fjöldabólusetningarmiðstöðVísir/Vilhelm Vill Jóhannes meina að núgildandi kerfi á landamærunum hafi gefið sig vel. „Eins og staðan er í dag þá eru allir sem ekki eru bólusettir undirsettir því að þurfa að koma til landsins, fara í tvær skimanir og fimm daga sóttkví. Þetta er kerfi sem hefur gefist afar vel og ég held að allir hér á landi, hvort sem er stjórnvöld eða sóttvarnaryfirvöld metið það sem gott kerfi, hafi skilað miklum árangri,“ segir Jóhannes Þór. Stjórnvöld þurfi að íhuga vandlega hvort tilefni sé til að herða tökin á landamærunum, í það minnsta í tilefni þeirra sem þegar eru bólusettir. „Það þurfa verulega alvarleg og sterk rök að liggja því til grundvallar ef að stjórnvöld ætla að setja auknar hömlur á bólusetta ferðamenn.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Starfsmaður á Jómfrúnni greindist með smit Starfsmaður Jómfrúarinnar greindist með kórónuveirusmit í gær og voru 24 starfsmenn veitingastaðsins sendir í skimun vegna smitsins. Þeir hafa allir verið bólusettir líkt og sá smitaði sem mætti síðast í vinnuna á mánudag. Einn starfsmaður hefur verið sendur í sóttkví. 16. júlí 2021 14:16 Leggur til að aðgerðir verði hertar á landamærum á ný Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja til breytingar á sóttvarnaaðgerðum á landamærum í ljósi fjölgunar tilfella síðustu daga. Hann vinnur nú að minnisblaði til ráðherra en vill ekki gefa upp hverjar tillögur hans verða. 16. júlí 2021 11:51 Sjö greindust með Covid-19 innanlands í gær Sjö greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru fjórir utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 16. júlí 2021 10:30 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Nokkur fjölgun hefur orðið á kórónuveirusmitum innanlands undanfarna daga en alls hafa 30 greinst með veiruna frá 1. júlí síðastliðnum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ekki í hyggju að leggja til hertar aðgerðir innanlands vegna þess. Hann segir þó að mikilvægt sé að herða tökin á landamærunum og vinnur hann nú að gerð minnisblaðs til heilbrigðisráðherra með ráðleggingum þess efnis. Telur að áhrifin yrðu gríðarlega neikvæð Jóhannes Þór segir í samtali við fréttastofu að það sé gríðarlega alvarlegt mál ætli stjórnvöld hér á landi að herða tökin á landamærunum, en Þórólfur vill að svo stöddu ekki gefa upp hvaða aðgerðir hann hyggst leggja til að ráðist verði í. „Það er allt annað að gera það í dag á þessum tímapunkti þegar það er á næstu sex til átta vikum von á hundruðum þúsunda ferðamanna til landsins sem að hafa bókað ferðir á ákveðnum forsendum sem stjórnvöld hafa gefið út. Það hefur gríðarlega mikil neikvæð áhrif á ferðamennskuna og fyrirtækin og myndi setja virkilegan fleyg í viðspyrnuna sem er búið að koma hratt og vel af stað, hafa mjög alvarleg áhrif,“ segir Jóhannes Þór. Óhætt er að segja að Jóhannes Þór sé ekki sáttur við þær hugmyndir sem Þórólfur hefur viðrað í þessum efnum, en hann hefur meðal annars nefnt að hægt sé að krefja þá sem koma hingað til lands um neikvætt PCR-próf. „Ég verð að segja að frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar og hinnar efnahagslegu viðspyrnu þá er þetta algjörlega galið,“ segir Jóhannes Þór. Ferðamennirnir hafa snúið aftur í auknum mæli undanfarin misseri.Vísir/Vilhelm. Bendir hann á að vel hafi gengið í bólusetningum hér á landi, stór hluti þjóðarinnar sé fullbólusettur og fullyrðir Jóhannes að það sama eigi við þá ferðamenn sem hingað komi til lands. „Meirihluti allra sem eru að koma til landsins bæði Íslendinga og ferðamanna eru bólusettir. Þannig er komið í veg fyrir að stórum hluta samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum alvarleg veikindi og gríðarlegt álag,“ segir Jóhannes Þór. Nú þurfi stjórnvöld að taka stöðu með ferðaþjónustunni. „Heilbrigðisyfirvöld hafa sjálf bent á að það þurfi að láta reyna á þessa stöðu. Ég tel að nú þurfi að stjórnvöld einfaldlega að horfa til hinna efnahagslegu sjónarmiða, ég tala nú ekki inn í haustið þegar ágúst og september eru jafn gríðarlega mikilvægir mánuðir framundan eins og raun ber vitni,“ segir Jóhannes Þór. Spyr hvort menn séu hættir að treysta á mátt bólusetningar Sem fyrr segir hefur Þórólfur minnst á kröfuna um neikvætt PCR-próf en einnig að hægt verði að taka sýni hjá sem koma hingað til lands og eru metnir líklegir til að valda hættu. „Ég spyr bara, ef að þetta eru hugmyndirnar, eru menn hættir að treysta á mátt bólusetningana eins og svo mikið var talað um fyrir nokkrum vikum og mánuðum síðan að væri það sem að þyrfti til,“ segir Jóhannes Þór. „Ef að menn ætla að bíða eftir því að veiran sé horfin úr öllum samfélögum alls staðar þá munum við búa við takmarkanir hér það sem eftir er,“ bætir hann við. Laugardalshöll var breytt í fjöldabólusetningarmiðstöðVísir/Vilhelm Vill Jóhannes meina að núgildandi kerfi á landamærunum hafi gefið sig vel. „Eins og staðan er í dag þá eru allir sem ekki eru bólusettir undirsettir því að þurfa að koma til landsins, fara í tvær skimanir og fimm daga sóttkví. Þetta er kerfi sem hefur gefist afar vel og ég held að allir hér á landi, hvort sem er stjórnvöld eða sóttvarnaryfirvöld metið það sem gott kerfi, hafi skilað miklum árangri,“ segir Jóhannes Þór. Stjórnvöld þurfi að íhuga vandlega hvort tilefni sé til að herða tökin á landamærunum, í það minnsta í tilefni þeirra sem þegar eru bólusettir. „Það þurfa verulega alvarleg og sterk rök að liggja því til grundvallar ef að stjórnvöld ætla að setja auknar hömlur á bólusetta ferðamenn.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Starfsmaður á Jómfrúnni greindist með smit Starfsmaður Jómfrúarinnar greindist með kórónuveirusmit í gær og voru 24 starfsmenn veitingastaðsins sendir í skimun vegna smitsins. Þeir hafa allir verið bólusettir líkt og sá smitaði sem mætti síðast í vinnuna á mánudag. Einn starfsmaður hefur verið sendur í sóttkví. 16. júlí 2021 14:16 Leggur til að aðgerðir verði hertar á landamærum á ný Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja til breytingar á sóttvarnaaðgerðum á landamærum í ljósi fjölgunar tilfella síðustu daga. Hann vinnur nú að minnisblaði til ráðherra en vill ekki gefa upp hverjar tillögur hans verða. 16. júlí 2021 11:51 Sjö greindust með Covid-19 innanlands í gær Sjö greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru fjórir utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 16. júlí 2021 10:30 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Starfsmaður á Jómfrúnni greindist með smit Starfsmaður Jómfrúarinnar greindist með kórónuveirusmit í gær og voru 24 starfsmenn veitingastaðsins sendir í skimun vegna smitsins. Þeir hafa allir verið bólusettir líkt og sá smitaði sem mætti síðast í vinnuna á mánudag. Einn starfsmaður hefur verið sendur í sóttkví. 16. júlí 2021 14:16
Leggur til að aðgerðir verði hertar á landamærum á ný Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja til breytingar á sóttvarnaaðgerðum á landamærum í ljósi fjölgunar tilfella síðustu daga. Hann vinnur nú að minnisblaði til ráðherra en vill ekki gefa upp hverjar tillögur hans verða. 16. júlí 2021 11:51
Sjö greindust með Covid-19 innanlands í gær Sjö greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru fjórir utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 16. júlí 2021 10:30