„Ekki oft sem það gerist hjá íslenskum liðum og sérstaklega ekki Breiðabliki“ Anton Ingi Leifsson skrifar 16. júlí 2021 19:01 Óskar Hrafn Þorvaldsson fylgist einbeittur með í leik Blika fyrr á tímabilinu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, er ánægður með framgöngu lærisveina hans í fyrstu umferð Sambandsdeildar Evrópu en þeir unnu 2-0 sigur á síðari leiknum gegn Racing Union á Kópavogsvelli í gær. Blikarnir lentu 2-0 undir gegn Racing á útivelli í Lúxemborg í síðustu viku en snéru við taflinu og unnu 3-2. Sigurinn var svo nokkuð þægilegur í gær þar sem Blikarnir stýrðu ferðinni. „Í fyrri leiknum þá pressuðu þeir okkur. Pressuðu hátt og fóru hátt með allt liðið en í gær voru þeir neðar. Þeir voru að bíða eftir okkar mistökum og ætluðu að refsa okkur. Við bjuggum okkur undir báðar sviðsmyndirnar,“ sagði Óskar í Sportpakkanum í kvöld. „Mér fannst við gera það ágætlega og gáfum þeim ekki fóður til að særa okkur. Þegar við misstum boltann, þá vorum við fljótir að loka á þá og gerðum það vel en það er rétt; þeir voru töluvert varkárari.“ Óskar er ánægður með að vera kominn áfram í næstu umferð og segir að það hafi tekið tíð og tíma að brjóta varnarmúr Racing niður. „Ef þú horfir á þetta í 180 mínútur þá fannst mér við sterkari aðilinn. Við stjórnuðum leiknum í gær. Við vorum þolinmóðir og það er ekki alltaf auðvelt að brjóta þétta miðjublokk á bak aftur.“ Hann segir að það sé einnig gott að hafa unnið báða leikina og bætir við að það hafi ekki oft gerst hjá íslenskum liðum, hvað þá Kópavogsliðinu. „Þetta lið er vel skipulagt og með fína einstaklinga og ég held að við getum ekki annað en verið sáttir að hafa unnið báða leikina. Það er ekki oft sem það gerist hjá íslenskum liðum og sérstaklega ekki hjá Breiðabliki. Ég held að við getum verið mjög sáttir.“ Allt viðtalið má sjá hér að neðan þar sem hann ræðir meðal annars um leikina gegn Austria Vín í næstu umferð. Klippa: Sportpakkinn - Óskar Hrafn Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Blikarnir lentu 2-0 undir gegn Racing á útivelli í Lúxemborg í síðustu viku en snéru við taflinu og unnu 3-2. Sigurinn var svo nokkuð þægilegur í gær þar sem Blikarnir stýrðu ferðinni. „Í fyrri leiknum þá pressuðu þeir okkur. Pressuðu hátt og fóru hátt með allt liðið en í gær voru þeir neðar. Þeir voru að bíða eftir okkar mistökum og ætluðu að refsa okkur. Við bjuggum okkur undir báðar sviðsmyndirnar,“ sagði Óskar í Sportpakkanum í kvöld. „Mér fannst við gera það ágætlega og gáfum þeim ekki fóður til að særa okkur. Þegar við misstum boltann, þá vorum við fljótir að loka á þá og gerðum það vel en það er rétt; þeir voru töluvert varkárari.“ Óskar er ánægður með að vera kominn áfram í næstu umferð og segir að það hafi tekið tíð og tíma að brjóta varnarmúr Racing niður. „Ef þú horfir á þetta í 180 mínútur þá fannst mér við sterkari aðilinn. Við stjórnuðum leiknum í gær. Við vorum þolinmóðir og það er ekki alltaf auðvelt að brjóta þétta miðjublokk á bak aftur.“ Hann segir að það sé einnig gott að hafa unnið báða leikina og bætir við að það hafi ekki oft gerst hjá íslenskum liðum, hvað þá Kópavogsliðinu. „Þetta lið er vel skipulagt og með fína einstaklinga og ég held að við getum ekki annað en verið sáttir að hafa unnið báða leikina. Það er ekki oft sem það gerist hjá íslenskum liðum og sérstaklega ekki hjá Breiðabliki. Ég held að við getum verið mjög sáttir.“ Allt viðtalið má sjá hér að neðan þar sem hann ræðir meðal annars um leikina gegn Austria Vín í næstu umferð. Klippa: Sportpakkinn - Óskar Hrafn
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira