Stefnir embættismönnum fyrir að hafa dreift myndbandi af morði dóttur sinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2021 09:45 Bianca var myrt fyrir tveimur árum síðan af kærastanum sínum en þau voru á leiðinni heim af tónleikum í Queens. Getty/Spencer Platt Móðir sautján ára gamallar stúlku, sem var myrt árið 2019, hefur stefnt opinberum embættismönnum í New York fyrir að hafa deilt myndbandi, þar sem stúlkan sást stunda kynlíf og var síðar myrt, með fjölmiðlum. Morðið á Biöncu Devins, sem var aðeins sautján ára gömul, vakti mikla athygli eftir að morðingi hennar deildi myndum sem sýndu morðið á samfélagsmiðlum. Hann hafði tekið morðið upp a myndband en áður en hann myrti hana höfðu þau sofið saman og morðinginn tekið það upp á myndband sömuleiðis. Fjölskylda Devins segir nú að opinberir embættismenn hafi deilt myndbandinu, sem morðinginn tók upp, með framleiðsluteymi sem vinnur að gerð heimildamyndar um morðið. Fjölskyldan hefur stefnt stjórnarumdæminu Oneida í New York fylki og opinberum embættismönnum í sýslunni, þar á meðal Scott McNamara, héraðssaksóknara. Í stefnunni segir að hinir stefndu hafi verið óréttlátir gagnvart fórnarlambinu með því að hafa deilt sönnunargögnum með fjölmiðlum, sem ætla að fjalla um málið. Þá segir í stefnunni að Kimberly Devins, móðir Biöncu, hafi verið viti sínu fjær þegar hún komst að því að myndbandinu sem Brandon Clark, morðingi Biöncu, tók upp hafi verið deilt. Hún hræðist nú að myndefni af þeim stunda kynlíf muni fara í dreifingu á netinu eins og myndefni af morðinu sjálfu gerði á sínum tíma. Þá eru embættismennirnir sakaðir um að hafa brotið alríkislög um dreifingu barnakláms, þar sem hluti af myndefninu sýni Biöncu og Brandon Clark sofa saman áður en hann myrðir hana. Nettröll senda móðurinni ennþá myndir af líki dóttur hennar Bianca Devins var myrt í júlí 2019 af Clark, sem þá var 21 árs. Þau voru í bíl á leiðinni heim eftir tónleika í Queens í New York þegar Clark stakk hana með eggvopni. Hann tók upp myndband af morðinu og birti grafískar myndir af líki Biöncu á samfélagsmiðlum, til dæmis Snapchat og Instagram, auk þess sem hann deildi myndunum á spjallrás á Discord, sem vinir hennar notuðu. Hann gerði tilraun til að taka eigið líf eftir morðið en lifði þá tilraun af. Hann var sakfelldur fyrir morðið og dæmmdur í 25 ára fangelsi í mars á þessu ári. Myndirnar sem Clark deildi á samfélagsmiðlum fóru eins og eldur í sinu um internetið í kjölfar morðsins. Það varð til þess að fjöldi fólks fylgdi þeim báðum á Instagram og nettröll nýttu sér tækifærið og bjuggu til Instagram-síður, undir nafni Clarks og Biöncu, og deildu myndum af morðinu. Að sögn Kimberly Devins sækja nettröll en á hana og senda henni grafískar myndir af líki dóttur hennar. Bandaríkin Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Morðið á Biöncu Devins, sem var aðeins sautján ára gömul, vakti mikla athygli eftir að morðingi hennar deildi myndum sem sýndu morðið á samfélagsmiðlum. Hann hafði tekið morðið upp a myndband en áður en hann myrti hana höfðu þau sofið saman og morðinginn tekið það upp á myndband sömuleiðis. Fjölskylda Devins segir nú að opinberir embættismenn hafi deilt myndbandinu, sem morðinginn tók upp, með framleiðsluteymi sem vinnur að gerð heimildamyndar um morðið. Fjölskyldan hefur stefnt stjórnarumdæminu Oneida í New York fylki og opinberum embættismönnum í sýslunni, þar á meðal Scott McNamara, héraðssaksóknara. Í stefnunni segir að hinir stefndu hafi verið óréttlátir gagnvart fórnarlambinu með því að hafa deilt sönnunargögnum með fjölmiðlum, sem ætla að fjalla um málið. Þá segir í stefnunni að Kimberly Devins, móðir Biöncu, hafi verið viti sínu fjær þegar hún komst að því að myndbandinu sem Brandon Clark, morðingi Biöncu, tók upp hafi verið deilt. Hún hræðist nú að myndefni af þeim stunda kynlíf muni fara í dreifingu á netinu eins og myndefni af morðinu sjálfu gerði á sínum tíma. Þá eru embættismennirnir sakaðir um að hafa brotið alríkislög um dreifingu barnakláms, þar sem hluti af myndefninu sýni Biöncu og Brandon Clark sofa saman áður en hann myrðir hana. Nettröll senda móðurinni ennþá myndir af líki dóttur hennar Bianca Devins var myrt í júlí 2019 af Clark, sem þá var 21 árs. Þau voru í bíl á leiðinni heim eftir tónleika í Queens í New York þegar Clark stakk hana með eggvopni. Hann tók upp myndband af morðinu og birti grafískar myndir af líki Biöncu á samfélagsmiðlum, til dæmis Snapchat og Instagram, auk þess sem hann deildi myndunum á spjallrás á Discord, sem vinir hennar notuðu. Hann gerði tilraun til að taka eigið líf eftir morðið en lifði þá tilraun af. Hann var sakfelldur fyrir morðið og dæmmdur í 25 ára fangelsi í mars á þessu ári. Myndirnar sem Clark deildi á samfélagsmiðlum fóru eins og eldur í sinu um internetið í kjölfar morðsins. Það varð til þess að fjöldi fólks fylgdi þeim báðum á Instagram og nettröll nýttu sér tækifærið og bjuggu til Instagram-síður, undir nafni Clarks og Biöncu, og deildu myndum af morðinu. Að sögn Kimberly Devins sækja nettröll en á hana og senda henni grafískar myndir af líki dóttur hennar.
Bandaríkin Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira