Talsvert veikir í farsóttarhúsi þrátt fyrir bólusetningu Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2021 12:49 Farsóttarhúsið er á Fosshótel Lind við Rauðarárstíg. Vísir/Vilhelm Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af sjö utan sóttkvíar. Mjög hefur fjölgað í farsóttarhúsi síðustu daga en á fjórða tug eru þar í einangrun vegna kórónuveirusmits. Forstöðumaður segir að fólkið sé talsvert veikt, þrátt fyrir bólusetningu. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum greindust einnig tólf á landamærum í gær. Ekki er enn vitað hversu margir af þeim sem greindust alls í gær eru bólusettir. Smitrakning stendur yfir en 340 eru nú í sóttkví og 97 í einangrun. Fram kemur í tilkynningu almannavarna að búast megi við að enn fleiri fari í sóttkví eftir daginn í dag. Þá hvetja almannavarnir alla sem finna fyrir minnstu einkennum að fara í sýnatöku, bæði bólusetta og óbólusetta. Um 170 dvelja nú á sóttkvíarhótelum Rauða krossins, sem Gylfi Þór Þorsteinsson forstöðumaður sóttvarnahúsa segir í minna lagi. „Á móti kemur er að það er að fjölga gífurlega hjá okkur í farsóttarhúsinu, þar erum við núna með yfir sextíu einstaklinga og þar af eru 36 í einangrun hjá okkur,“ segir Gylfi. Gylfi Þór Þórsteinsson, forstöðumaður sóttvarnahúsa Rauða krossins.Vísir/vilhelm Sérstaklega hafi gestum fjölgað í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg í gær og í fyrradag - og Gylfi gerir ráð fyrir að taka á móti fleirum í dag. Um helmingur þeirra sem eru í einangrun eru Íslendingar en hinn helmingurinn bólusettir ferðamenn sem greindust með veiruna í sýnatöku fyrir brottför. „Fólk er náttúrulega hingað komið til að ferðast og er að fara vítt og breitt um landið eða jafnvel að koma og hitta vini og ættingja,“ segir Gylfi. Ekki „skemmtileg“ einkenni Þá sé stór hópur þeirra sem eru í einangrun með talsverð einkenni, þrátt fyrir bólusetningu. Ekki hefur þó þurft að flytja neinn á sjúkrahús vegna alvarlegra veikinda. „Og þetta eru ekkert einkenni sem er skemmtilegt að hafa. Þessu virðist fylgja núna svona mikil og slæm hálsbólga, niðurgangur, mikill höfuðverkur, fólki er þungt fyrir brjóstinu, andardráttur kannski erfiður. Þetta eru þessi klassísku einkenni sem hafa verið að fylgja þessum vírus nánast frá upphafi. Og þau eru að koma fram hjá bólusettum líka, því miður.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur boðað að hann hyggist leggja til að aðgerðir verði hertar á landamærum. Hann hefur sagt að til greina komi að krefjast þess að fólk framvísi neikvæðu PCR-prófi við komu til landsins. Þórólfur segir í samskiptum við fréttastofu í morgun að hann hafi ekki skilað minnisblaðinu enn. „Ég get alveg sagt þér það strax að Þórólfur er miklu betur til þess fallinn en ég að segja hvað eigi að gera á landamærunum,“ segir Gylfi. „En miðað við mitt leikmannamat þá myndi ég halda að ef fólk þurfi að framvísa neikvæðu PCR-prófi við komu frá sínu heimalandi þá strax myndi það hjálpa mikið að halda veirunni utan landssteinanna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir Tólf greindust með veiruna innanlands í gær Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim voru fimm í sóttkví en sjö utan sóttkvíar. 17. júlí 2021 10:54 Segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða á landamærum Yfirlæknir ónæmisfræðideildar á Landspítalanum segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða á landamærum vegna nýrrar stöðu í faraldri kórónuveirunnar hér á landi. Hann telur sterkar líkur á að fólk þurfi endurbólusetningu gegn nýjum afbrigðum á borð við hið bráðsmitandi delta afbrigði. 16. júlí 2021 19:30 „Algjörlega galið“ að herða tökin á landamærunum frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar og þeirri efnahagslegri viðspyrnu sem fjölgun ferðamanna hér á landi veiti sé það „algjörlega galið" ætli stjórnvöld sér að herða tökin á landamærunum, líkt og sóttvarnalæknir hefur í hyggju að leggja til að verði gert. 16. júlí 2021 14:36 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum greindust einnig tólf á landamærum í gær. Ekki er enn vitað hversu margir af þeim sem greindust alls í gær eru bólusettir. Smitrakning stendur yfir en 340 eru nú í sóttkví og 97 í einangrun. Fram kemur í tilkynningu almannavarna að búast megi við að enn fleiri fari í sóttkví eftir daginn í dag. Þá hvetja almannavarnir alla sem finna fyrir minnstu einkennum að fara í sýnatöku, bæði bólusetta og óbólusetta. Um 170 dvelja nú á sóttkvíarhótelum Rauða krossins, sem Gylfi Þór Þorsteinsson forstöðumaður sóttvarnahúsa segir í minna lagi. „Á móti kemur er að það er að fjölga gífurlega hjá okkur í farsóttarhúsinu, þar erum við núna með yfir sextíu einstaklinga og þar af eru 36 í einangrun hjá okkur,“ segir Gylfi. Gylfi Þór Þórsteinsson, forstöðumaður sóttvarnahúsa Rauða krossins.Vísir/vilhelm Sérstaklega hafi gestum fjölgað í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg í gær og í fyrradag - og Gylfi gerir ráð fyrir að taka á móti fleirum í dag. Um helmingur þeirra sem eru í einangrun eru Íslendingar en hinn helmingurinn bólusettir ferðamenn sem greindust með veiruna í sýnatöku fyrir brottför. „Fólk er náttúrulega hingað komið til að ferðast og er að fara vítt og breitt um landið eða jafnvel að koma og hitta vini og ættingja,“ segir Gylfi. Ekki „skemmtileg“ einkenni Þá sé stór hópur þeirra sem eru í einangrun með talsverð einkenni, þrátt fyrir bólusetningu. Ekki hefur þó þurft að flytja neinn á sjúkrahús vegna alvarlegra veikinda. „Og þetta eru ekkert einkenni sem er skemmtilegt að hafa. Þessu virðist fylgja núna svona mikil og slæm hálsbólga, niðurgangur, mikill höfuðverkur, fólki er þungt fyrir brjóstinu, andardráttur kannski erfiður. Þetta eru þessi klassísku einkenni sem hafa verið að fylgja þessum vírus nánast frá upphafi. Og þau eru að koma fram hjá bólusettum líka, því miður.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur boðað að hann hyggist leggja til að aðgerðir verði hertar á landamærum. Hann hefur sagt að til greina komi að krefjast þess að fólk framvísi neikvæðu PCR-prófi við komu til landsins. Þórólfur segir í samskiptum við fréttastofu í morgun að hann hafi ekki skilað minnisblaðinu enn. „Ég get alveg sagt þér það strax að Þórólfur er miklu betur til þess fallinn en ég að segja hvað eigi að gera á landamærunum,“ segir Gylfi. „En miðað við mitt leikmannamat þá myndi ég halda að ef fólk þurfi að framvísa neikvæðu PCR-prófi við komu frá sínu heimalandi þá strax myndi það hjálpa mikið að halda veirunni utan landssteinanna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir Tólf greindust með veiruna innanlands í gær Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim voru fimm í sóttkví en sjö utan sóttkvíar. 17. júlí 2021 10:54 Segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða á landamærum Yfirlæknir ónæmisfræðideildar á Landspítalanum segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða á landamærum vegna nýrrar stöðu í faraldri kórónuveirunnar hér á landi. Hann telur sterkar líkur á að fólk þurfi endurbólusetningu gegn nýjum afbrigðum á borð við hið bráðsmitandi delta afbrigði. 16. júlí 2021 19:30 „Algjörlega galið“ að herða tökin á landamærunum frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar og þeirri efnahagslegri viðspyrnu sem fjölgun ferðamanna hér á landi veiti sé það „algjörlega galið" ætli stjórnvöld sér að herða tökin á landamærunum, líkt og sóttvarnalæknir hefur í hyggju að leggja til að verði gert. 16. júlí 2021 14:36 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Tólf greindust með veiruna innanlands í gær Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim voru fimm í sóttkví en sjö utan sóttkvíar. 17. júlí 2021 10:54
Segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða á landamærum Yfirlæknir ónæmisfræðideildar á Landspítalanum segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða á landamærum vegna nýrrar stöðu í faraldri kórónuveirunnar hér á landi. Hann telur sterkar líkur á að fólk þurfi endurbólusetningu gegn nýjum afbrigðum á borð við hið bráðsmitandi delta afbrigði. 16. júlí 2021 19:30
„Algjörlega galið“ að herða tökin á landamærunum frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar og þeirri efnahagslegri viðspyrnu sem fjölgun ferðamanna hér á landi veiti sé það „algjörlega galið" ætli stjórnvöld sér að herða tökin á landamærunum, líkt og sóttvarnalæknir hefur í hyggju að leggja til að verði gert. 16. júlí 2021 14:36