Innlent

Jafnasta kynjahlutfallið er hjá kjósendum Miðflokks og Pírata

Árni Sæberg skrifar
Kynjahlutfall í Miðflokki er jafnara meðal kjósenda en í þingflokki hans.
Kynjahlutfall í Miðflokki er jafnara meðal kjósenda en í þingflokki hans.

Kynjahlutföll kjósenda Miðflokks og Pírata eru nánast jöfn. Mestu munar hjá Vinstri grænum en fjórar konur kjósa flokkinn fyrir hvern karlmann. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem MMR gerði í samstarfi við Morgunblaðið.

Kjósendur Samfylkingarinnar eru einnig líklegri til að vera konur en þó munar ekki jafnmiklu og hjá Vinstri hreyfingunni - grænu framboði.

Karlmenn virðast vera líklegri til að kjósa flokka á hægri væng stjórnmálanna. Þrír karlmenn kjósa Sjálfstæðisflokkinn fyrir hverjar tvær konur. Meðal kjósenda Viðreisnar eru karlar miklum mun fleiri.

Sem áður segir eru kynjahlutföll nánast alveg jöfn hjá kjósendum Miðflokks og Pírata. Örlítið fleiri karlmenn segjast styðja Sósíalistaflokkinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×