Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2021 13:29 Fyrsta skrefinu skotið á loft. AP/TOny Gutierrez Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ferðaðist út fyrir gufuhvolf jarðarinnar á eigin geimflaug í dag. Hann var annar auðjöfurinn til að skjóta sjálfum sér á loft á nokkrum dögum. Bezos fór út í geim um borð í geimfarinu RSS First Step, eða fyrsta skrefið, sem byggt var af starfsmönnum fyrirtækisins Blue Origin, sem er í eigu Bezos. Markmið fyrirtækisins er meðal annars að skjóta auðugum ferðamönnum út í geim. Geimferðin heppnaðist vel og tók rúmar tíu mínútur frá upphafi til enda. Geimfarinu var skotið í rúmlega hundrað kílómetra hæð. Hér má sjá geimskotið allt og hlusta á geimfarana sjálfa. Sú hæð markar Kármán-línuna svokölluðu sem táknar enda gufuhvolfsins og byrjun geimsins. Með Bezos var bróðir hans Mark, hinn átján ára gamli Oliver Daemen og hin 82 ára gamla Wally Funk. Þau síðastnefndu eru yngsti geimfari jarðarinnar og sá elsti. Hér má sjá stutt myndband um Wally Funk. Fyrsta skrefið var borið út í geim á eldflaug af gerðinni New Shepard. Þar slitnaði efsti hluti farsins frá og geimfararnir gátu virt jörðina fyrir sér í gegnum stóra glugga á farinu. Eldflaugin sem flutti þau út í geim sneri sjálfkrafa við og lenti aftur á jörðu niðri, nokkrum mínútum seinna svifu geimfararnir til jarðar í fallhlífum. Congratulations to all of Team Blue past and present on reaching this historic moment in spaceflight history. This first astronaut crew wrote themselves into the history books of space, opening the door through which many after will pass. #GradatimFerociter #NSFirstHumanFlight— Blue Origin (@blueorigin) July 20, 2021 Við lendingu virtust áhafnarmeðlimir Fyrsta skrefsins hinir ánægðustu með ferðina. Geimurinn Bandaríkin Tengdar fréttir Bein útsending: Bezos og áhöfn skotið út í geim Auðjöfurinn Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ætlar að láta skjóta sér út í geim í dag. Það á að gera um borð í New Shepard geimflaug fyrirtækisins Blue Origin, sem Bezos stofnaði og á að flytja ferðamenn út í geim. 20. júlí 2021 08:53 Hollenskur táningur verður yngsti geimfari sögunnar Hollenskur táningur að nafni Oliver Daemen verður yngsti geimfari sögunnar þegar hann fer út í geim ásamt Jeff Bezos þann tuttugasta júlí. 16. júlí 2021 07:30 Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42 Á níræðisaldri og ætlar út í geim með Bezos Wally Funk, 82 ára bandarísk kona, verður elsta manneskjan til að fara út í geim en hún mun ganga í lið með Amazon stofnandanum Jeff Bezos og bróður hans í fyrstu geimferð geimferðafyrirtækisins Blue Origin. 1. júlí 2021 22:19 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Bezos fór út í geim um borð í geimfarinu RSS First Step, eða fyrsta skrefið, sem byggt var af starfsmönnum fyrirtækisins Blue Origin, sem er í eigu Bezos. Markmið fyrirtækisins er meðal annars að skjóta auðugum ferðamönnum út í geim. Geimferðin heppnaðist vel og tók rúmar tíu mínútur frá upphafi til enda. Geimfarinu var skotið í rúmlega hundrað kílómetra hæð. Hér má sjá geimskotið allt og hlusta á geimfarana sjálfa. Sú hæð markar Kármán-línuna svokölluðu sem táknar enda gufuhvolfsins og byrjun geimsins. Með Bezos var bróðir hans Mark, hinn átján ára gamli Oliver Daemen og hin 82 ára gamla Wally Funk. Þau síðastnefndu eru yngsti geimfari jarðarinnar og sá elsti. Hér má sjá stutt myndband um Wally Funk. Fyrsta skrefið var borið út í geim á eldflaug af gerðinni New Shepard. Þar slitnaði efsti hluti farsins frá og geimfararnir gátu virt jörðina fyrir sér í gegnum stóra glugga á farinu. Eldflaugin sem flutti þau út í geim sneri sjálfkrafa við og lenti aftur á jörðu niðri, nokkrum mínútum seinna svifu geimfararnir til jarðar í fallhlífum. Congratulations to all of Team Blue past and present on reaching this historic moment in spaceflight history. This first astronaut crew wrote themselves into the history books of space, opening the door through which many after will pass. #GradatimFerociter #NSFirstHumanFlight— Blue Origin (@blueorigin) July 20, 2021 Við lendingu virtust áhafnarmeðlimir Fyrsta skrefsins hinir ánægðustu með ferðina.
Geimurinn Bandaríkin Tengdar fréttir Bein útsending: Bezos og áhöfn skotið út í geim Auðjöfurinn Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ætlar að láta skjóta sér út í geim í dag. Það á að gera um borð í New Shepard geimflaug fyrirtækisins Blue Origin, sem Bezos stofnaði og á að flytja ferðamenn út í geim. 20. júlí 2021 08:53 Hollenskur táningur verður yngsti geimfari sögunnar Hollenskur táningur að nafni Oliver Daemen verður yngsti geimfari sögunnar þegar hann fer út í geim ásamt Jeff Bezos þann tuttugasta júlí. 16. júlí 2021 07:30 Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42 Á níræðisaldri og ætlar út í geim með Bezos Wally Funk, 82 ára bandarísk kona, verður elsta manneskjan til að fara út í geim en hún mun ganga í lið með Amazon stofnandanum Jeff Bezos og bróður hans í fyrstu geimferð geimferðafyrirtækisins Blue Origin. 1. júlí 2021 22:19 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Bein útsending: Bezos og áhöfn skotið út í geim Auðjöfurinn Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ætlar að láta skjóta sér út í geim í dag. Það á að gera um borð í New Shepard geimflaug fyrirtækisins Blue Origin, sem Bezos stofnaði og á að flytja ferðamenn út í geim. 20. júlí 2021 08:53
Hollenskur táningur verður yngsti geimfari sögunnar Hollenskur táningur að nafni Oliver Daemen verður yngsti geimfari sögunnar þegar hann fer út í geim ásamt Jeff Bezos þann tuttugasta júlí. 16. júlí 2021 07:30
Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42
Á níræðisaldri og ætlar út í geim með Bezos Wally Funk, 82 ára bandarísk kona, verður elsta manneskjan til að fara út í geim en hún mun ganga í lið með Amazon stofnandanum Jeff Bezos og bróður hans í fyrstu geimferð geimferðafyrirtækisins Blue Origin. 1. júlí 2021 22:19