Við heyrum meðal annars í Kára Stefánssyni sem vill að gripið verði strax til aðgerða innanlands en aðgerðir verða hertar á landamærunum á mánudag.
Við greinum frá því nýjasta í tengslum við rannsókn bresku lögreglunnar á landsliðsmanninum Gylfa Sigurðssyni sem sakaður er um kynferðisbrot.
Myndbandaspilari er að hlaða.
Kristján Már Unnarsson fréttamaður okkar er á ferð um Norðausturland og greinir frá stórfelldum hugmyndum um orkuframleiðslu með Vindmyllum á Langanesi.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.