Þetta var fyrsta tap bandaríska liðsins í 45 leikjum, eða síðan það tapaði fyrir Frakklandi, 1-3, í vináttulandsleik í janúar 2019.
Stina Blackstenius skoraði tvö mörk fyrir Svía í leiknum í dag og Lina Hurtig eitt.
Svíþjóð sló Bandaríkin eftirminnilega út í átta liða úrslitum á síðustu Ólympíuleikum og gerði bandaríska liðinu annan grikk í dag.
Í fyrsta leik fótboltakeppninnar á Ólympíuleikunum vann Bretland 2-0 sigur á Síle. Ellen White skoraði bæði mörk breska liðsins sem er komið með þrjú stig í E-riðli.
Marta skoraði tvö mörk þegar Brasilía vann stórsigur á Kína, 0-5, í F-riðli. Debinha, Andressa (víti) og Beatriz voru einnig á skotskónum. Marta er fyrsti leikmaðurinn sem skorar á fimm Ólympíuleikum.
Hin 43 ára Formiga var í byrjunarliði Brasilíu í fyrsta leiknum á sínum sjöundu Ólympíuleikum. Engin íþróttamaður hefur tekið jafn oft þátt í liðakeppni á Ólympíuleikum í sögu þeirra.