„Væri voða sárt að þurfa að aflýsa gleðigöngunni tvö ár í röð“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. júlí 2021 16:01 Ásgeir Helgi Magnússon er formaður Hinsegin daga. hinsegin dagar Formaður Hinsegin daga segir óþægilegt að vera kominn í sömu stöðu og í fyrra vegna faraldurs kórónuveirunnar. Óvíst er hvort gripið verði til aðgerða innanlands til að stemma stigu við faraldurinn Hinsegin dagar eru á dagskrá frá þriðja til áttunda ágúst. Skipulagning er í fullum gangi og hefur hún miðað að því að engar aðgerðir séu innanlands. „Við erum í svipaðri stöðu og aðrir viðburðahaldarar. Við vonum það besta og erum í samskiptum við almannavarnir í sambandi við næstu skref. Við erum að skoða það hvernig mögulegar takmarkanir hafa áhrif á okkar viðburði.“ Skipuleggjandi vill að heilbrigðisyfirvöld taki ákvörðun Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. Bergsveinn Theodórsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir að skipuleggjendur hátíða séu í lausu lofti eftir þróunina síðustu daga og kallar eftir frekari tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum. „Það þarf að gefa eitthvað út strax. Því lengur sem er beðið því meiri verður skaðinn. Það þýðir ekkert að liggja bara undir feldi og spekúlera, takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull.“ Engin gleðiganga í fyrra Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga. Engin gleðiganga fór fram í fyrra vegna samkomutakmarkanna en stefnt er að því að hún fari fram í ár. „Við erum búin að vera að skipuleggja hana nú þegar engar takmarkanir eru í gildi en það hefur auðvitað verið á bak við eyrað að mögulega verði gripið til aðgerða innanlands. Hátíðin snýst auðvitað um það að við séum sýnileg og minnum á okkar tilverurétt. Það væri voða sárt að þurfa að aflýsa gleðigöngunni tvö ár í röð.“ Skertur opnunartími skemmtistaða hefði ekki mikil áhrif Yfirlæknir ónæmisfræðideildar á Landspítalanum vill sjá skertan opnunartíma skemmtistaða til að stemma stigu við útbreiðslu smita. Slíkt myndi ekki hafa mikil áhrif á Hinsegin daga. „Við erum ekki með marga viðburði í mjög lokuðum rýmum eins og á skemmtistöðum þar sem flest smit hafa verið að greinast. Það er nær engin dagskrá fram eftir nóttu þannig að skerðing á opnunartíma skemmtistaða myndi ekki hafa stórvægileg áhrif. Tveggja metra regla og fjöldatakmarkanir gætu þó haft áhrif.“ „Óþægilegar“ tilfinningar Þá segir hann að það standi ekki til að beina þúsundum í miðborgina ef takmarkanir verða settar innanlands. Nú sé það eina í stöðunni að bíða og sjá. „Það er pínu óþægilegt að vera í sömu stöðu og í fyrra. Þetta eru óþægilegar tilfinningar. Þetta er virkilega ömurleg staða að vera komin í aftur. En maður verður að treysta því að ef takmarkanir verði settar þá sé það fyrir okkur öll.“ Hinsegin Reykjavík Gleðigangan Tengdar fréttir Skipuleggjendur kalla eftir tilmælum: „Takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull“ Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. 21. júlí 2021 14:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Sjá meira
Hinsegin dagar eru á dagskrá frá þriðja til áttunda ágúst. Skipulagning er í fullum gangi og hefur hún miðað að því að engar aðgerðir séu innanlands. „Við erum í svipaðri stöðu og aðrir viðburðahaldarar. Við vonum það besta og erum í samskiptum við almannavarnir í sambandi við næstu skref. Við erum að skoða það hvernig mögulegar takmarkanir hafa áhrif á okkar viðburði.“ Skipuleggjandi vill að heilbrigðisyfirvöld taki ákvörðun Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. Bergsveinn Theodórsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir að skipuleggjendur hátíða séu í lausu lofti eftir þróunina síðustu daga og kallar eftir frekari tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum. „Það þarf að gefa eitthvað út strax. Því lengur sem er beðið því meiri verður skaðinn. Það þýðir ekkert að liggja bara undir feldi og spekúlera, takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull.“ Engin gleðiganga í fyrra Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga. Engin gleðiganga fór fram í fyrra vegna samkomutakmarkanna en stefnt er að því að hún fari fram í ár. „Við erum búin að vera að skipuleggja hana nú þegar engar takmarkanir eru í gildi en það hefur auðvitað verið á bak við eyrað að mögulega verði gripið til aðgerða innanlands. Hátíðin snýst auðvitað um það að við séum sýnileg og minnum á okkar tilverurétt. Það væri voða sárt að þurfa að aflýsa gleðigöngunni tvö ár í röð.“ Skertur opnunartími skemmtistaða hefði ekki mikil áhrif Yfirlæknir ónæmisfræðideildar á Landspítalanum vill sjá skertan opnunartíma skemmtistaða til að stemma stigu við útbreiðslu smita. Slíkt myndi ekki hafa mikil áhrif á Hinsegin daga. „Við erum ekki með marga viðburði í mjög lokuðum rýmum eins og á skemmtistöðum þar sem flest smit hafa verið að greinast. Það er nær engin dagskrá fram eftir nóttu þannig að skerðing á opnunartíma skemmtistaða myndi ekki hafa stórvægileg áhrif. Tveggja metra regla og fjöldatakmarkanir gætu þó haft áhrif.“ „Óþægilegar“ tilfinningar Þá segir hann að það standi ekki til að beina þúsundum í miðborgina ef takmarkanir verða settar innanlands. Nú sé það eina í stöðunni að bíða og sjá. „Það er pínu óþægilegt að vera í sömu stöðu og í fyrra. Þetta eru óþægilegar tilfinningar. Þetta er virkilega ömurleg staða að vera komin í aftur. En maður verður að treysta því að ef takmarkanir verði settar þá sé það fyrir okkur öll.“
Hinsegin Reykjavík Gleðigangan Tengdar fréttir Skipuleggjendur kalla eftir tilmælum: „Takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull“ Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. 21. júlí 2021 14:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Sjá meira
Skipuleggjendur kalla eftir tilmælum: „Takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull“ Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. 21. júlí 2021 14:24