Skrifa söguna í Tókýó Valur Páll Eiríksson skrifar 21. júlí 2021 22:30 Marta og Formiga hafa farið í gegnum súrt og sætt með landsliðinu í tæpa tvo áratugi. Stuart Franklin - FIFA/FIFA via Getty Images Brasilísku fótboltagoðsagnirnar Marta og Formiga skrifuðu söguna í opnunarleik Ólympíuleikanna í Japan sem Brasilía vann 5-0 gegn Kína í morgun. Marta skoraði tvö marka Brasilíu í sigrinum á þeim kínversku og var þar með fyrsti fótboltaleikmaðurinn til að skora á fimm Ólympíuleikum í röð, frá því að hún skoraði fyrst í Aþenu 2004. Hinn 35 ára gamli framherji skoraði fyrsta mark Brasilíu í leiknum á níundu mínútu og skoraði það síðara stundarfjórðungi fyrir leikslok. Hún hefur skorað 111 mörk fyrir landsliðið á ferlinum og hefur sex sinnum verið valin besti leikmaður heims. Eftir mörkin tvö í morgun hefur hún skorað alls 12 mörk á Ólympíuferli sínum, og er aðeins tveimur mörkum frá metinu sem landa hennar Cristiane á, upp á 14 mörk. Félagi Mörtu í landsliðinu, miðjumaðurinn Formiga, varð þá fyrsti fótboltamaðurinn, hvort sem er í karla- eða kvennaflokki, til að taka þátt í sjö Ólympíuleikum. Formiga er 43 ára gömul og spilar fyrir Sao Paulo í heimalandinu og var að spila sinn 201. landsleik gegn Kína. Hún spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Brasilíu á HM 1995, þá 17 ára, og tók fyrst þátt á Ólympíuleikunum ári síðar, í Atlanta 1996, þar sem kvennaknattspyrna var í fyrsta sinn á meðal keppnisgreina. Formiga sækist eftir að ná loks í Ólympíugullið en hún hlaut silfur árin 2004 og 2008. Þá féll Brasilía úr leik fyrir Svíþjóð í undanúrslitum leikanna 2016 á heimavelli í Ríó de Janeiro. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Marta skoraði tvö marka Brasilíu í sigrinum á þeim kínversku og var þar með fyrsti fótboltaleikmaðurinn til að skora á fimm Ólympíuleikum í röð, frá því að hún skoraði fyrst í Aþenu 2004. Hinn 35 ára gamli framherji skoraði fyrsta mark Brasilíu í leiknum á níundu mínútu og skoraði það síðara stundarfjórðungi fyrir leikslok. Hún hefur skorað 111 mörk fyrir landsliðið á ferlinum og hefur sex sinnum verið valin besti leikmaður heims. Eftir mörkin tvö í morgun hefur hún skorað alls 12 mörk á Ólympíuferli sínum, og er aðeins tveimur mörkum frá metinu sem landa hennar Cristiane á, upp á 14 mörk. Félagi Mörtu í landsliðinu, miðjumaðurinn Formiga, varð þá fyrsti fótboltamaðurinn, hvort sem er í karla- eða kvennaflokki, til að taka þátt í sjö Ólympíuleikum. Formiga er 43 ára gömul og spilar fyrir Sao Paulo í heimalandinu og var að spila sinn 201. landsleik gegn Kína. Hún spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Brasilíu á HM 1995, þá 17 ára, og tók fyrst þátt á Ólympíuleikunum ári síðar, í Atlanta 1996, þar sem kvennaknattspyrna var í fyrsta sinn á meðal keppnisgreina. Formiga sækist eftir að ná loks í Ólympíugullið en hún hlaut silfur árin 2004 og 2008. Þá féll Brasilía úr leik fyrir Svíþjóð í undanúrslitum leikanna 2016 á heimavelli í Ríó de Janeiro.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira