Richarlison byrjar með látum og Mexíkó pakkaði Frakklandi saman Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2021 13:31 Richarlison skoraði þrennu í dag. Toru Hanai/Getty Images Ólympíuleikarnir í knattspyrnu karla hófust í dag með átta leikjum. Af nægu er að taka en helst það að frétta að Richarlison skoraði öll mörk Brasilíu í 4-2 sigri á Þýskalandi, Mexíkó vann 4-1 sigur á Frakklandi og Ástralía lagði Argentínu 2-0. Um er að ræða U-23 ára landslið þjóðanna sem taka þátt en þrír eldri leikmenn mega vera í hverju liði fyrir sig. Þannig eru reynsluboltar á borð við Dani Alves og Andre-Pierre Gignac á mótinu. Alves var fyrirliði Brasilíu sem virtist ætla að hefna fyrir tapið á HM 2014 er liðið mætti Þýskalandi. Richarlison skoraði eftir sjö mínútna leik og bætti við öðru marki á 22. mínútu leiksins. Staðan var orðin 3-0 eftir hálftíma og Richarlison kominn með þrennu. 1 - Richarlison's hat-trick for Brazil against Germany is the first treble scored by a Premier League player at the Olympic games. Golden. #Tokyo2020 pic.twitter.com/nTD4h8Gjg4— OptaJoe (@OptaJoe) July 22, 2021 Þannig var staðan í hálfleik en Matheus Cunha fékk kjörið tækifæri til að koma Brasilíu í 4-0 undir lok fyrri hálfleiks. Brasilía fékk vítaspyrnu en Cunha brást bogalistin. Nadiem Amiri minnkaði muninn á 57. mínútu en sex mínútum síðar fékk Maximilian Arnold, fyrirliði Þýskalands, sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt. Það virtist bara hvetja Þjóðverja áfram en Ragnar Ache minnkaði muninn á 83. mínútu og staðan orðin 3-2. Paulinho slökkti vonir Þjóðverja eftir að þeir höfðu lagt allt í sölurnar til að jafna leikinn. Skorðai hann á 94. mínútu og tryggði 4-2 sigur Brasilíu. Andre-Pierre Gignac skoraði eina mark Frakklands sem beið afhroð gegn Mexíkó. Eftir markalausan fyrri hálfleik komu Ernesto Vega og Francisco Cordova Mexíkó 2-0 yfir áður en Gignac minnkaði muninn. Sá franski spilar í Mexíkó og bað stuðningsmenn liðsins afsökunar eftir markið. Andre-Pierre Gignac has played in Liga MX for six years and is Tigres all-time top scorer.He scored a penalty against Mexico in the Olympics and apologised during his celebration pic.twitter.com/BVt3ln1mMy— B/R Football (@brfootball) July 22, 2021 Carlos Antuna og Eduardo Aguirre bættu við mörkum fyrir Mexíkó undir lok leiks og tryggðu 4-1 stórsigur Mexíkó. Þá vann Ástralía 2-0 sigur á Argentínu þökk sé mörkum Lachlan Wales og Marco Tilo. Hart var barist í leiknum en alls fóru 12 gul spjöld og eitt rautt á loft í leiknum. Alls lauk þremur leikjum með 1-0 sigri í dag: Japan vann Suður-Afríku, Nýja-Sjáland vann Suður-Kóreu og Rúmenía vann Hondúras. Fílabeinsströndin vann 2-1 sigur á Sádi-Arabíu en Egyptaland og Spánn gerðu markalaust jafntefli. Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Um er að ræða U-23 ára landslið þjóðanna sem taka þátt en þrír eldri leikmenn mega vera í hverju liði fyrir sig. Þannig eru reynsluboltar á borð við Dani Alves og Andre-Pierre Gignac á mótinu. Alves var fyrirliði Brasilíu sem virtist ætla að hefna fyrir tapið á HM 2014 er liðið mætti Þýskalandi. Richarlison skoraði eftir sjö mínútna leik og bætti við öðru marki á 22. mínútu leiksins. Staðan var orðin 3-0 eftir hálftíma og Richarlison kominn með þrennu. 1 - Richarlison's hat-trick for Brazil against Germany is the first treble scored by a Premier League player at the Olympic games. Golden. #Tokyo2020 pic.twitter.com/nTD4h8Gjg4— OptaJoe (@OptaJoe) July 22, 2021 Þannig var staðan í hálfleik en Matheus Cunha fékk kjörið tækifæri til að koma Brasilíu í 4-0 undir lok fyrri hálfleiks. Brasilía fékk vítaspyrnu en Cunha brást bogalistin. Nadiem Amiri minnkaði muninn á 57. mínútu en sex mínútum síðar fékk Maximilian Arnold, fyrirliði Þýskalands, sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt. Það virtist bara hvetja Þjóðverja áfram en Ragnar Ache minnkaði muninn á 83. mínútu og staðan orðin 3-2. Paulinho slökkti vonir Þjóðverja eftir að þeir höfðu lagt allt í sölurnar til að jafna leikinn. Skorðai hann á 94. mínútu og tryggði 4-2 sigur Brasilíu. Andre-Pierre Gignac skoraði eina mark Frakklands sem beið afhroð gegn Mexíkó. Eftir markalausan fyrri hálfleik komu Ernesto Vega og Francisco Cordova Mexíkó 2-0 yfir áður en Gignac minnkaði muninn. Sá franski spilar í Mexíkó og bað stuðningsmenn liðsins afsökunar eftir markið. Andre-Pierre Gignac has played in Liga MX for six years and is Tigres all-time top scorer.He scored a penalty against Mexico in the Olympics and apologised during his celebration pic.twitter.com/BVt3ln1mMy— B/R Football (@brfootball) July 22, 2021 Carlos Antuna og Eduardo Aguirre bættu við mörkum fyrir Mexíkó undir lok leiks og tryggðu 4-1 stórsigur Mexíkó. Þá vann Ástralía 2-0 sigur á Argentínu þökk sé mörkum Lachlan Wales og Marco Tilo. Hart var barist í leiknum en alls fóru 12 gul spjöld og eitt rautt á loft í leiknum. Alls lauk þremur leikjum með 1-0 sigri í dag: Japan vann Suður-Afríku, Nýja-Sjáland vann Suður-Kóreu og Rúmenía vann Hondúras. Fílabeinsströndin vann 2-1 sigur á Sádi-Arabíu en Egyptaland og Spánn gerðu markalaust jafntefli.
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira