Icelandair tapaði 6,9 milljörðum en lausafjárstaða styrkist verulega Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júlí 2021 19:07 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Vísir/Vilhelm Icelandair tapaði 6,9 milljörðum á öðrum ársfjórðungi ársins samanborið við 11,4 milljarða tap á sama tíma í fyrra. Forstjóri félagsins segir viðspyrnu félagsins hafna en lausafjárstaða Icelandair styrktist verulega vegna mikillar aukningar í bókunum á flugi á seinni helmingi ársins. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu Icelandair vegna uppgjörs annars ársfjórðungs. Þar segir að Icelandair hafi aukið umsvif sín á þessum ársfjórðungi eftir því sem eftirspurn eftir flugi og ferðalögum jókst. Segir félagið að þessi aukning hafi haft veruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu félagsins. „Lausafjárstaða félagsins styrktist verulega í fjórðungnum vegna mikillar aukningar í bókunum á flugi á seinni helmingi ársins. Handbært fé frá rekstri nam 8,2 milljörðum króna (65,0 milljónum dala) samanborið við neikvætt handbært fé frá rekstri að fjárhæð 12,2 milljarðar króna (96,8 milljónir dala) á sama fjórðungi í fyrra sem er aukning um 20,4 milljarða króna (161,8 milljóna dala). Lausafjárstaða félagsins í lok fjórðungsins nam 45,6 milljörðum króna (362,5 milljónum dala), þar af handbært fé og lausafjársjóðir að fjárhæð 24,0 milljarðar króna (190,5 milljónir dala), sem er aukning um 10,1 milljarða króna (80,6 milljónir dala) í fjórðungnum,“ segir í tilkynningunni. Ferðamennirnir eru farnir að láta sjá sig á nýjan leik.Vísir/Vilhelm Félagið hafi hafið flugið til fimmtán áfangastaða og fjöldi brottfara hafi aukist úr 28 í apríl í 160 í júni. Töluverður kostnaður hafi þó falist í því að hefja flug á ný og framlegð af flugferðum yfirleitt minni en þegar flugáætlun hafi gengið í ákveðinn tíma. „Þá féll töluverður rekstrarkostnaður til vegna undirbúnings félagsins fyrir metnaðarfulla flugáætlun til að mæta aukinni eftirspurn á seinni hluta þessa árs. Meðal annars er um að ræða kostnað við að taka vélar aftur í rekstur eftir mánuði í geymslu, innleiðingu þriggja nýrra Boeing 737 MAX véla inn í flota félagsins, þjálfun starfsfólks og markaðsmál. Þessi fjárfesting mun skila sér í auknum tekjum síðar á árinu. EBIT var neikvæð í fjórðungnum um 7,8 milljarða króna (62,2 milljónir dala), og batnar um 4,5 milljarða króna (35,6 milljónir dala) á milli ára.“ Nam tap félagsins 6,9 milljörðum króna samanborið við 11,4 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Bogi Nils Bogason, forstjóri IcelandairVísir/Vilhelm „Miðað við núverandi horfur er gert ráð fyrir að flugframboð muni aukast enn frekar í ágúst og sætanýting sömuleiðis. Lokaniðurstaða ræðst þó af þeim áhrifum sem þróun faraldursins og ferðatakmarkanir hafa á eftirspurn.“ „Viðspyrnan er hafin og við erum að auka flugið jafnt og þétt í hverri viku. Þessi aukning í umsvifum sem og áframhaldandi áhrif af COVID-19 faraldrinum höfðu veruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu annars ársfjórðungs en mikil aukning bókana fyrir flug á seinni hluta ársins hafði jákvæð áhrif á handbært fé frá rekstri, sem nam 24 milljörðum króna á fjórðungnum. Þetta er er gríðarlegur viðsnúningur frá sama tíma í fyrra. Við erum þakklát fyrir það traust sem viðskiptavinir á öllum mörkuðum okkar sýna félaginu og Icelandair vörumerkinu,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Icelandair Kauphöllin Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hvar er opið um páskana? Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu Icelandair vegna uppgjörs annars ársfjórðungs. Þar segir að Icelandair hafi aukið umsvif sín á þessum ársfjórðungi eftir því sem eftirspurn eftir flugi og ferðalögum jókst. Segir félagið að þessi aukning hafi haft veruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu félagsins. „Lausafjárstaða félagsins styrktist verulega í fjórðungnum vegna mikillar aukningar í bókunum á flugi á seinni helmingi ársins. Handbært fé frá rekstri nam 8,2 milljörðum króna (65,0 milljónum dala) samanborið við neikvætt handbært fé frá rekstri að fjárhæð 12,2 milljarðar króna (96,8 milljónir dala) á sama fjórðungi í fyrra sem er aukning um 20,4 milljarða króna (161,8 milljóna dala). Lausafjárstaða félagsins í lok fjórðungsins nam 45,6 milljörðum króna (362,5 milljónum dala), þar af handbært fé og lausafjársjóðir að fjárhæð 24,0 milljarðar króna (190,5 milljónir dala), sem er aukning um 10,1 milljarða króna (80,6 milljónir dala) í fjórðungnum,“ segir í tilkynningunni. Ferðamennirnir eru farnir að láta sjá sig á nýjan leik.Vísir/Vilhelm Félagið hafi hafið flugið til fimmtán áfangastaða og fjöldi brottfara hafi aukist úr 28 í apríl í 160 í júni. Töluverður kostnaður hafi þó falist í því að hefja flug á ný og framlegð af flugferðum yfirleitt minni en þegar flugáætlun hafi gengið í ákveðinn tíma. „Þá féll töluverður rekstrarkostnaður til vegna undirbúnings félagsins fyrir metnaðarfulla flugáætlun til að mæta aukinni eftirspurn á seinni hluta þessa árs. Meðal annars er um að ræða kostnað við að taka vélar aftur í rekstur eftir mánuði í geymslu, innleiðingu þriggja nýrra Boeing 737 MAX véla inn í flota félagsins, þjálfun starfsfólks og markaðsmál. Þessi fjárfesting mun skila sér í auknum tekjum síðar á árinu. EBIT var neikvæð í fjórðungnum um 7,8 milljarða króna (62,2 milljónir dala), og batnar um 4,5 milljarða króna (35,6 milljónir dala) á milli ára.“ Nam tap félagsins 6,9 milljörðum króna samanborið við 11,4 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Bogi Nils Bogason, forstjóri IcelandairVísir/Vilhelm „Miðað við núverandi horfur er gert ráð fyrir að flugframboð muni aukast enn frekar í ágúst og sætanýting sömuleiðis. Lokaniðurstaða ræðst þó af þeim áhrifum sem þróun faraldursins og ferðatakmarkanir hafa á eftirspurn.“ „Viðspyrnan er hafin og við erum að auka flugið jafnt og þétt í hverri viku. Þessi aukning í umsvifum sem og áframhaldandi áhrif af COVID-19 faraldrinum höfðu veruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu annars ársfjórðungs en mikil aukning bókana fyrir flug á seinni hluta ársins hafði jákvæð áhrif á handbært fé frá rekstri, sem nam 24 milljörðum króna á fjórðungnum. Þetta er er gríðarlegur viðsnúningur frá sama tíma í fyrra. Við erum þakklát fyrir það traust sem viðskiptavinir á öllum mörkuðum okkar sýna félaginu og Icelandair vörumerkinu,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair.
Icelandair Kauphöllin Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hvar er opið um páskana? Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira