Minnkandi gosflæði í júlí: Mögulega merki um að farið sé að síga á seinni hlutann Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júlí 2021 22:58 Mikil læti voru í gosinu um tíma, en rennsli virðist fara minnkandi. Vísir/Vilhelm. Á síðustu þremur vikum hefur hraunrennsli úr eldgosinu í Fagradalsfjalli farið minnkandi. Bendir það til þess að þrýstingur fari minnkandi. Mögulega geta þetta verið merki um að farið sé að síga á seinni hlutann í gosinu. Þetta kemur í uppfærslu á yfirliti yfir hraunflæði á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Þar segir þó að enn sé of snemmt til að spá fyrir um hve lengi gosið muni standa. Nýjar mælingar á hraunflæði voru gerðar síðastliðinn mánudag þegar mælingavél Isavia, TF-FMS, flaug yfir svæðið og gerði sniðmælingar af hrauninu. Auk þess komu inn gervitunglagögn. Gerð voru landlíkön eftir þessum mælingum og voru þau borin saman við gögn sem bárust 26. júní. Vísindamaðurinn Magnús Tumi Guðmundsson er einn af höfundum yfirlitsins.Vísir/Vilhelm Gögnin benda til þess að meðalhraunrennslið yfir tímabilið 26. júní – 2. júlí, sex dagar, hafi verið rúmlega 10 m3/s en fyrir 2.-19. júlí, 17 dagar, sé meðalrennslið 7,5 m3/s. „Gosvirknin breyttist í lok júní. Þá tók virknin að sveiflast milli tímabila með öflugu hraunrennsli og síðan kyrrum tímabilum á milli. Mælingarnar nú sýna að hraunflæði hefur dregist verulega saman. Gosið er því greinilega minnkandi.“ Segir í yfirlitinu að eðlilegt sé að skipta gosinu í fjögur tímabil: Fyrsta tímabilið stóð í um tvær vikur og einkenndist af fremur stöðugu hraunrennsli, að meðaltali um 6 m3/s. Annað tímabilið, sem einnig stóð í tvær vikur, einkenndist af opnun nýrra gosopa norðan við upphaflegu gígana. Hraunrennsli var nokkuð breytilegt, á bilinu 5-8 m3/s. Eftir þetta tímabil hefur virknin verið öll í einum gíg. Þriðja tímabilið stóð í tvo og hálfan mánuð og endaði í lok júní. Hraunrennsli var lengst af nokkuð stöðugt, um 12 m3/s. Hraun rann ýmist í Geldingadali, Meradali eða Nátthaga. Fjórða tímabilið hófst í lok júní. Það einkennist af kviðukenndri virkni. Þegar hraunrennsli er í fullum gangi virðist það svipað og var á þriðja tímabilinu, en síðan koma langir kaflar með litlu eða jafnvel engu hraunrennsli. Mælingarnar í júlí sýna að meðalrennslið fer nú greinilega lækkandi. Það mælist 7,5 m3/s og því aðeins 60-65% af því sem var lengst af í maí og júní. „Á síðustu þremur vikum hefur rennslið minnkað og bendir það til þess að þrýstingur fari nú minnkandi í kerfinu. Þetta gæti verið merki um að farið sé að síga á seinni hlutann í gosinu. Of snemmt er þó að reyna að spá fyrir um hve lengi gosið muni standa,“ segir í yfirlitinu en nánar má glöggva sig á því hér. Eldgos og jarðhræringar Vísindi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Þetta kemur í uppfærslu á yfirliti yfir hraunflæði á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Þar segir þó að enn sé of snemmt til að spá fyrir um hve lengi gosið muni standa. Nýjar mælingar á hraunflæði voru gerðar síðastliðinn mánudag þegar mælingavél Isavia, TF-FMS, flaug yfir svæðið og gerði sniðmælingar af hrauninu. Auk þess komu inn gervitunglagögn. Gerð voru landlíkön eftir þessum mælingum og voru þau borin saman við gögn sem bárust 26. júní. Vísindamaðurinn Magnús Tumi Guðmundsson er einn af höfundum yfirlitsins.Vísir/Vilhelm Gögnin benda til þess að meðalhraunrennslið yfir tímabilið 26. júní – 2. júlí, sex dagar, hafi verið rúmlega 10 m3/s en fyrir 2.-19. júlí, 17 dagar, sé meðalrennslið 7,5 m3/s. „Gosvirknin breyttist í lok júní. Þá tók virknin að sveiflast milli tímabila með öflugu hraunrennsli og síðan kyrrum tímabilum á milli. Mælingarnar nú sýna að hraunflæði hefur dregist verulega saman. Gosið er því greinilega minnkandi.“ Segir í yfirlitinu að eðlilegt sé að skipta gosinu í fjögur tímabil: Fyrsta tímabilið stóð í um tvær vikur og einkenndist af fremur stöðugu hraunrennsli, að meðaltali um 6 m3/s. Annað tímabilið, sem einnig stóð í tvær vikur, einkenndist af opnun nýrra gosopa norðan við upphaflegu gígana. Hraunrennsli var nokkuð breytilegt, á bilinu 5-8 m3/s. Eftir þetta tímabil hefur virknin verið öll í einum gíg. Þriðja tímabilið stóð í tvo og hálfan mánuð og endaði í lok júní. Hraunrennsli var lengst af nokkuð stöðugt, um 12 m3/s. Hraun rann ýmist í Geldingadali, Meradali eða Nátthaga. Fjórða tímabilið hófst í lok júní. Það einkennist af kviðukenndri virkni. Þegar hraunrennsli er í fullum gangi virðist það svipað og var á þriðja tímabilinu, en síðan koma langir kaflar með litlu eða jafnvel engu hraunrennsli. Mælingarnar í júlí sýna að meðalrennslið fer nú greinilega lækkandi. Það mælist 7,5 m3/s og því aðeins 60-65% af því sem var lengst af í maí og júní. „Á síðustu þremur vikum hefur rennslið minnkað og bendir það til þess að þrýstingur fari nú minnkandi í kerfinu. Þetta gæti verið merki um að farið sé að síga á seinni hlutann í gosinu. Of snemmt er þó að reyna að spá fyrir um hve lengi gosið muni standa,“ segir í yfirlitinu en nánar má glöggva sig á því hér.
Eldgos og jarðhræringar Vísindi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira