Segir viðbrögð ríkisstjórnarinnar fyrir neðan allar hellur Jakob Bjarnar skrifar 23. júlí 2021 17:00 Katrín Jakobsdóttir og ríkisstjórn hennar fundar nú á Egilsstöðum en Helga Vala Helgadóttir bendir á að Þórólfur hafi lagt fram minnisblað sitt fyrir þremur dögum og hann hefur sagt að því fyrr sem gripið er til aðgerða, þeim mun betra. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar hefur sett fram harða gagnrýni á ríkisstjórnina vegna viðbragða hennar, eða öllu heldur meints sofandaháttar, við minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis. Þetta gerir Helga Vala í pistli sem hún birtir á Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. En Þórólfur hefur hvatt valdhafa til að grípa í taumana fyrr en seinna vegna sífellt fleiri sem smitast hafa af Covid-19, og þá einkum Delta-afbrigðinu. „Það er ekki eitt, það er of margt alveg ruglað við atburðarrás síðustu daga. Það var vitað í fyrradag að það kæmu nýjar tillögur vegna fjölgunar smita. Þjóðin hefur fengið að bíða í tvo daga eftir því hvað gerist næst og hvaða takmarkanir verða settar á frelsi hennar,“ segir Helga Vala. Hún segir jafnframt að í tvo daga hafi ríkisstjórnin verið meðvituð um þetta en virðist svo koma af fjöllum varðandi fundarstað. Hellir sér yfir ríkisstjórnina „Ekki virðist hafa komið til greina að halda fjarfund, eins og er orðið landlægt í heimsfaraldri annars vegar í þágu smitvarna og hins vegar til að koma fólki sem er á víð og dreif á einn og sama fundinn. Nei, þau velja að vera á Egilsstöðum, borga 800 þúsund fyrir flugvél undir þrjá ráðherra, sem virðast ekki hafa fengið fundarboðið nægilega snemma til að geta komið sér á staðinn eins og hinir? Hver er að skipuleggja þetta eiginlega?“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundi í Safnahúsinu.Vísir/Arnar Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir í samtali við fréttastofu að Ernisvélin sem flaug með ráðherrana austur, hafi verið tekin á leigu til að fjölmiðlar kæmust með. En yfirvöld höfðu áður tryggt sér vél frá Mýflugi, en svo hafi á endanum voru það bara ráðherrarnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson auk ráðuneytisstjóra og fáeinna annarra sem fóru með vélinni. Og Helga Vala spyr áfram: Hvers vegna fundað sé klukkan 16 á föstudegi? Hvað eiga skipuleggjendur hátíða og fjölskyldur í landinu að gera við upplýsingar undir kvöld á föstudegi? „Er þetta gamla trixið að koma með vondar fréttir í lok viku til að þær týnist í helginni? Er ekki viss um að það trix náist núna og mér finnst þessi framkoma ríkisstjórnar eiginlega fyrir neðan allar hellur.“ Fjölmargir bíða niðurstöðu í ofvæni Eins og meðal annars kemur fram á Vísi eru veitingamenn afar langeygir eftir því að fá að vita hvaða niðurstöður liggja fyrir eftir fundinn. „Ég er með risa tónleika í garðinum hjá Dillon á morgun. Dimma er að spila, Sprite Zero Klan og fleiri. Og nú er ég að hugsa hvort ég eigi að auglýsa? Á ég að ferja hátalara í garðinn? Það er óþægilegt að bíða og þá sérstaklega á föstudegi klukkan þrjú,“ segir Jón Bjarni Steinsson vert á Dillon. Þá er vitað að þeir sem standa fyrir útihátíðum eru milli vonar og ótta, hvað verður. Svo dæmi séu nefnd. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Alþingi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Segir lögreglu beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða Eigandi Röntgen Bar segir lögregluna beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða. Hann hafi ekki orðið var við ófremdarástand í miðbænum þó að mikið sé að gera um helgar. 23. júlí 2021 16:08 Búist við miklum hasar á fundi ríkisstjórnar Verulegur þrýstingur er á ráðherra frá stjórnarþingmönnum um að gefa ekki eftir þau sjónarmið sem flokkarnir vilja standa fyrir. Komandi kosningabarátta skerpir þær línur. 23. júlí 2021 11:52 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Sjá meira
Þetta gerir Helga Vala í pistli sem hún birtir á Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. En Þórólfur hefur hvatt valdhafa til að grípa í taumana fyrr en seinna vegna sífellt fleiri sem smitast hafa af Covid-19, og þá einkum Delta-afbrigðinu. „Það er ekki eitt, það er of margt alveg ruglað við atburðarrás síðustu daga. Það var vitað í fyrradag að það kæmu nýjar tillögur vegna fjölgunar smita. Þjóðin hefur fengið að bíða í tvo daga eftir því hvað gerist næst og hvaða takmarkanir verða settar á frelsi hennar,“ segir Helga Vala. Hún segir jafnframt að í tvo daga hafi ríkisstjórnin verið meðvituð um þetta en virðist svo koma af fjöllum varðandi fundarstað. Hellir sér yfir ríkisstjórnina „Ekki virðist hafa komið til greina að halda fjarfund, eins og er orðið landlægt í heimsfaraldri annars vegar í þágu smitvarna og hins vegar til að koma fólki sem er á víð og dreif á einn og sama fundinn. Nei, þau velja að vera á Egilsstöðum, borga 800 þúsund fyrir flugvél undir þrjá ráðherra, sem virðast ekki hafa fengið fundarboðið nægilega snemma til að geta komið sér á staðinn eins og hinir? Hver er að skipuleggja þetta eiginlega?“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundi í Safnahúsinu.Vísir/Arnar Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir í samtali við fréttastofu að Ernisvélin sem flaug með ráðherrana austur, hafi verið tekin á leigu til að fjölmiðlar kæmust með. En yfirvöld höfðu áður tryggt sér vél frá Mýflugi, en svo hafi á endanum voru það bara ráðherrarnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson auk ráðuneytisstjóra og fáeinna annarra sem fóru með vélinni. Og Helga Vala spyr áfram: Hvers vegna fundað sé klukkan 16 á föstudegi? Hvað eiga skipuleggjendur hátíða og fjölskyldur í landinu að gera við upplýsingar undir kvöld á föstudegi? „Er þetta gamla trixið að koma með vondar fréttir í lok viku til að þær týnist í helginni? Er ekki viss um að það trix náist núna og mér finnst þessi framkoma ríkisstjórnar eiginlega fyrir neðan allar hellur.“ Fjölmargir bíða niðurstöðu í ofvæni Eins og meðal annars kemur fram á Vísi eru veitingamenn afar langeygir eftir því að fá að vita hvaða niðurstöður liggja fyrir eftir fundinn. „Ég er með risa tónleika í garðinum hjá Dillon á morgun. Dimma er að spila, Sprite Zero Klan og fleiri. Og nú er ég að hugsa hvort ég eigi að auglýsa? Á ég að ferja hátalara í garðinn? Það er óþægilegt að bíða og þá sérstaklega á föstudegi klukkan þrjú,“ segir Jón Bjarni Steinsson vert á Dillon. Þá er vitað að þeir sem standa fyrir útihátíðum eru milli vonar og ótta, hvað verður. Svo dæmi séu nefnd.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Alþingi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Segir lögreglu beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða Eigandi Röntgen Bar segir lögregluna beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða. Hann hafi ekki orðið var við ófremdarástand í miðbænum þó að mikið sé að gera um helgar. 23. júlí 2021 16:08 Búist við miklum hasar á fundi ríkisstjórnar Verulegur þrýstingur er á ráðherra frá stjórnarþingmönnum um að gefa ekki eftir þau sjónarmið sem flokkarnir vilja standa fyrir. Komandi kosningabarátta skerpir þær línur. 23. júlí 2021 11:52 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Sjá meira
Segir lögreglu beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða Eigandi Röntgen Bar segir lögregluna beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða. Hann hafi ekki orðið var við ófremdarástand í miðbænum þó að mikið sé að gera um helgar. 23. júlí 2021 16:08
Búist við miklum hasar á fundi ríkisstjórnar Verulegur þrýstingur er á ráðherra frá stjórnarþingmönnum um að gefa ekki eftir þau sjónarmið sem flokkarnir vilja standa fyrir. Komandi kosningabarátta skerpir þær línur. 23. júlí 2021 11:52