Við verðum í beinni frá Egilsstöðum og ræðum við ráðherra um aðgerðirnar en til þeirra er gripið vegna mikillar fjölgunar smitaðra á stuttum tíma og þá helst á meðal fullbólusettra á aldrinum tuttugu til fjörtíu ára.
Landspítalinn er kominn á hættustig vegna stöðunnar en þar liggja nú þrír inni vegna covid 19 veikinda, þó enginn á bráðdeild.
Og við fylgjumst með huguðum smiðum sem hanga þessa dagana utan í Bolafjalli við Bolungarvík og smíða útsýnispall sem stefnt er að hafa tilbúinn haustið 2022. Þaðan verður einstakt útsýni yfir Ísafjarðardjúp og Snæfjallaströnd úr tæpplega sjöhunudruð metra hæð.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.