Innlent

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið ítarlega yfir þær samkomutakmarkanir sem taka gildi nú á miðnætti og rætt við sóttvarnalækni, sem hefur mestar áhyggjur af heilbrigðisstofnunum landsins.

Þá verður rætt við formann Samtaka ferðaþjónustunnar sem óttast að Ísland verði sett á rauðan lista á korti sóttvarnastofnunar Evrópu þegar það verður uppfært næsta fimmtudag, og talað við skipuleggjendur útihátíða sem lýsa fjárhagstjóni sem þeir hafa orðið fyrir eftir að hafa þurft að aflýsa nú um verslunarmannahelgina. 

Þá tökum við púlsinn á Egilsstöðum og ræðum við sólþyrsta Íslendinga. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö - og alltaf fréttir á Vísi.

Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×