Þorsteinn segir niðurstöðuna engan dóm yfir pólitískum ferli sínum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. júlí 2021 13:25 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson mun ekki fá sæti á lista Miðflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar, eftir ráðgefandi oddvitakjör flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann segir það engan dóm yfir pólitískum ferli sínum en viðurkennir að hann sé keppnismaður og sé ósáttur að því leyti að hann eigi nóg inni. „Þetta er náttúrlega lýðræðisleg niðurstaða og niðurstöðurnar segja mér líka að það sé fjöldi fólks í flokknum í Reykjavík sem kann að meta reynslu mína og störf. Og ég er mjög þakklátur öllum þeim sem studdu mig og mjög þakklátur yfir mjög góðum kveðjum sem mér hafa borist, bæði í aðdragandanum og á meðan og á eftir þessu gekk,“ segir hann. Fjóla Hrund hefur ekki setið á þingi en þó komið inn sem varaþingmaður. Þorsteinn hefur setið á þingi, fyrst fyrir Framsóknarflokk og síðar Miðflokk, frá árinu 2013. „Ég lít ekki á þetta sem einhvern dóm yfir því sem ég er búinn að vera að gera. Það er talað um það að það sé ákall eftir konum í pólitík og þar á meðal í Miðflokknum og við fáum að sjá það 25. september hvort það ákall skilar sér, það er að segja þeir sem kalla eftir konum flykki sér um flokkinn,“ segir hann. Ertu ósáttur? „Nei, nei eða þannig. Ég er náttúrlega keppnismaður. Ósáttur að því leyti að ég á margt ógert og sumu held ég áfram. Ég held áfram að berjast í málefnum þeirra sem misstu íbúðir í hendur Íbúðalánasjóðs, það er enginn til að taka við því. Og síðan eru önnur mál sem ég þarf að vinna í og ég held áfram að tjá mig – við skulum bara sjá hvað setur. Það er líf eftir pólitík. Ég var ekki alþingismaður í 59 ár þannig að ég kann það ágætlega,“ segir hann. Fjóla sagðist í samtali við Vísi í gær vera spennt fyrir komandi tímum, þó niðurstaðan hafi komið henni á óvart. „Ég óska flokknum og Fjólu Hrund alls hins besta. Fjóla Hrund er frambærileg og fín kona og á allt gott skilið.“ Alþingi Miðflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
„Þetta er náttúrlega lýðræðisleg niðurstaða og niðurstöðurnar segja mér líka að það sé fjöldi fólks í flokknum í Reykjavík sem kann að meta reynslu mína og störf. Og ég er mjög þakklátur öllum þeim sem studdu mig og mjög þakklátur yfir mjög góðum kveðjum sem mér hafa borist, bæði í aðdragandanum og á meðan og á eftir þessu gekk,“ segir hann. Fjóla Hrund hefur ekki setið á þingi en þó komið inn sem varaþingmaður. Þorsteinn hefur setið á þingi, fyrst fyrir Framsóknarflokk og síðar Miðflokk, frá árinu 2013. „Ég lít ekki á þetta sem einhvern dóm yfir því sem ég er búinn að vera að gera. Það er talað um það að það sé ákall eftir konum í pólitík og þar á meðal í Miðflokknum og við fáum að sjá það 25. september hvort það ákall skilar sér, það er að segja þeir sem kalla eftir konum flykki sér um flokkinn,“ segir hann. Ertu ósáttur? „Nei, nei eða þannig. Ég er náttúrlega keppnismaður. Ósáttur að því leyti að ég á margt ógert og sumu held ég áfram. Ég held áfram að berjast í málefnum þeirra sem misstu íbúðir í hendur Íbúðalánasjóðs, það er enginn til að taka við því. Og síðan eru önnur mál sem ég þarf að vinna í og ég held áfram að tjá mig – við skulum bara sjá hvað setur. Það er líf eftir pólitík. Ég var ekki alþingismaður í 59 ár þannig að ég kann það ágætlega,“ segir hann. Fjóla sagðist í samtali við Vísi í gær vera spennt fyrir komandi tímum, þó niðurstaðan hafi komið henni á óvart. „Ég óska flokknum og Fjólu Hrund alls hins besta. Fjóla Hrund er frambærileg og fín kona og á allt gott skilið.“
Alþingi Miðflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira