Innlent

Meira en tuttugu skjálftar í Kötlu

Samúel Karl Ólason skrifar
Engin merki eru um óróa.
Engin merki eru um óróa. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálfti að stærð 3,2 mældist á skjálftamælum Veðurstofu Íslands við Kötlu í kvöld. Þó nokkrir eftirskjálftar hafa mælst í kjölfarið.

Fyrsti skjálftinn mældist í norðaustanverðri Kötluöskju klukkan 19:20 í kvöld og var annar að sömu stærð mældist svo tveimur mínútum seinna. Síðan þá hafa fleiri en tuttugu eftirskjálftar mælst á svæðinu.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að enn sjáist ekki órói eða breytingar á vatnasviði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×