Sport

Bein útsending: Úrslitin ráðast á heimsleikunum í CrossFit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anníe Mist Þórisdóttir hefur staðið sig frábærlega á heimsleikunum sem hún klárar í dag innan við ári eftir að hún varð móðir.
Anníe Mist Þórisdóttir hefur staðið sig frábærlega á heimsleikunum sem hún klárar í dag innan við ári eftir að hún varð móðir. Instagram/@crossfitgames

Lokadagur heimsleikanna í CrossFit er í dag og þá kemur í ljós hverjir verða heimsmeistarar og hverjir komast á verðlaunapall á mótinu. Það má fylgjast með keppninni í beinni hér á Vísi.

Ísland á fjóra keppendur á fullorðinsflokki á heimsleikunum í ár.

Björgvin Karl Guðmundsson keppir í karlaflokki og í kvennaflokki keppa þær Katrín Tanja Davíðsdóttir, Anníe Mist Þórisdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir

Annie Mist eru í fjórða sætinu eftir fyrstu þrjá dagana en Björgvin Karl er í fimmta sæti. Anníe Mist hefur hækkað sig jafnt og þétt en Björgvin Karl hefur verið við toppbaráttuna allan tímann.

Anníe Mist varð í öðru sæti í lokagreininni í gær og er aðeins tíu stigum á eftir Kristin Holte sem er í þriðja sætinu. Björgvin Karl er aðeins tveimur stigum frá fjórða sætinu en 89 stigum frá því þriðja.

Katrín Tanja er í tólfta sæti og ætlar ekki að blanda sér í baráttuna um verðlaunasæti í ár og þá er Þuríður Erla Helgadóttir komin upp í fjórtánda sæti en það eru samt 98 stig í Katrínu.

Alls fara þrjár greinar fram á heimsleikunum í dag og er dagskráin eftirfarandi. Sú fyrsta hefst klukkan 14.50 að íslenskum tíma.

Dagskráin á heimsleikunum í dag 1. ágúst

  • Þrettánda grein
  • Karlar klukkan 14.50 að íslenskum tíma
  • Konur klukkan 15:05 að íslenskum tíma
  • -
  • Fjórtánda grein
  • Karlar klukkan 17.00 að íslenskum tíma
  • Konur klukkan 17:30 að íslenskum tíma
  • -
  • Fimmtánda grein
  • Karlar klukkan 18.40 að íslenskum tíma
  • Konur klukkan 19:20 að íslenskum tíma

Hér fyrir neðan má fylgjast með keppninni í beinni útsendingu en þar er bæði hægt að sjá keppni einstaklinga og svo á milli keppni liða sem hófst klukkan 14.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×