„Það er náttúrulega verslunarmannahelgi og maður á að hafa það örlítið gaman“ Árni Sæberg og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 2. ágúst 2021 17:44 Steinunn Bjarnardóttir er umsjónarmaður tjaldsvæðisins í Reykholti. Magnús Hlynur Gestir tjaldsvæða halda nú heim á leið eftir vel heppnaða verslunarmannahelgi. Þetta segir umsjónarmaður tjaldsvæðis á Suðurlandi sem kveðst ánægður með helgina. Rólegra var á tjaldsvæðinu Hömrum á Akureyri í gær en dagana á undan. Flestir gestir tjaldsvæða eru nú að pakka saman og leggja af stað heim eftir verslunarmannahelgina. Þrátt fyrir samkomutakmarkanir virðast Íslendingar hafa verið á faraldsfæti um helgina og skemmt sér vel um land allt. Tjaldsvæðinu í Reykholti í Bláskógabyggð var skipt upp í þrjú sóttvarnarhólf um helgina og voru öll hólf full. Steinunn Bjarnardóttir, umsjónarmaður tjaldsvæðisins segir að helgin hafi gengið vonum framar. „Helgin gekk alveg frábærlega vel hérna. Við vorum með alveg frábæra gesti og hér var allt í ró og spekt,“ segir Steinunn. Þó má heyra á Steinunni að engum hafi leiðst á tjaldsvæðinu um helgina. „Allir rólegir en það er náttúrulega verslunarmannahelgi og maður á að hafa það örlítið gaman,“ segir hún. Þurftu að henda fólki af tjaldsvæðinu fyrr um helgina Það var einnig rólegt á tjaldsvæðinu Hömrum á Akureyri í gær ólíkt því sem var dagana á undan þegar tjaldverðir þurftu að hafa afskipti af gestum sem virtu ekki næturfrið og reyndu að smygla sér inn á fullt tjaldsvæðið. „Það var gæsla eins og venjulega en það var enginn hávaði og engin læti,“ segir Valtýr Steinar Hreiðarsson, tjaldvörður á Hömrum. Þó segir hann að nokkuð hafi verið um að fólk hafi komið á tjaldsvæðið á föstudag og laugardag með það í huga að djamma fram á rauða nótt. Hamrar er fjölskyldutjaldsvæði og því var það ekki liðið. „Við fengum alveg slatta af því. Hentum út tugum af fólki og þetta var erfitt allavega á föstudaginn og laugardaginn en eftir það var allt gott,“ segir Valtýr. Ferðalög Akureyri Bláskógabyggð Tjaldsvæði Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Flestir gestir tjaldsvæða eru nú að pakka saman og leggja af stað heim eftir verslunarmannahelgina. Þrátt fyrir samkomutakmarkanir virðast Íslendingar hafa verið á faraldsfæti um helgina og skemmt sér vel um land allt. Tjaldsvæðinu í Reykholti í Bláskógabyggð var skipt upp í þrjú sóttvarnarhólf um helgina og voru öll hólf full. Steinunn Bjarnardóttir, umsjónarmaður tjaldsvæðisins segir að helgin hafi gengið vonum framar. „Helgin gekk alveg frábærlega vel hérna. Við vorum með alveg frábæra gesti og hér var allt í ró og spekt,“ segir Steinunn. Þó má heyra á Steinunni að engum hafi leiðst á tjaldsvæðinu um helgina. „Allir rólegir en það er náttúrulega verslunarmannahelgi og maður á að hafa það örlítið gaman,“ segir hún. Þurftu að henda fólki af tjaldsvæðinu fyrr um helgina Það var einnig rólegt á tjaldsvæðinu Hömrum á Akureyri í gær ólíkt því sem var dagana á undan þegar tjaldverðir þurftu að hafa afskipti af gestum sem virtu ekki næturfrið og reyndu að smygla sér inn á fullt tjaldsvæðið. „Það var gæsla eins og venjulega en það var enginn hávaði og engin læti,“ segir Valtýr Steinar Hreiðarsson, tjaldvörður á Hömrum. Þó segir hann að nokkuð hafi verið um að fólk hafi komið á tjaldsvæðið á föstudag og laugardag með það í huga að djamma fram á rauða nótt. Hamrar er fjölskyldutjaldsvæði og því var það ekki liðið. „Við fengum alveg slatta af því. Hentum út tugum af fólki og þetta var erfitt allavega á föstudaginn og laugardaginn en eftir það var allt gott,“ segir Valtýr.
Ferðalög Akureyri Bláskógabyggð Tjaldsvæði Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira