Erlent

Tala látinna í Kína er komin í þrjú hundruð

Árni Sæberg skrifar
Gríðarmikil flóð hafa átt sér stað í Kína.
Gríðarmikil flóð hafa átt sér stað í Kína. RPA-EFE/FEATURECHINA CHINA OUT

Yfirvöld í Kína tilkynntu í dag að tala látinna í flóðunum sem riðu yfir Henanhérað í júlí væri komin í 302. Þá er minnst fimmtíu enn saknað.

Tala látinna hafði staðið í stað í 99 frá því á fimmtudag.

Meirihluti látinna lést í Zhengzhou, höfuðborg Henan, eða 292. Borgarstjóri Zhengzhou sagði á blaðamannafundi að margir hefðu fundist látnir í bílastæðakjöllurum og göngum í borginni.

Metúrkoma féll í Henanhéraði í lok júlí sem olli gríðarlegum flóðum. Í Zhengzhou ringdi rúmlega 600 millimetrum á einungis þremur dögum. Það er nálægt meðalúrkomu á ári í borginni.

Þá var úrkoma rúmlega 200 millimetrar á tveimur klukkutímum eitt eftirmiðdegi í lok júlí. Minnst fjórtán létust þá í skyndiflóði í neðanjarðarlestakerfi Zhengzhou.

Kínversk stjórnvöld telja að flóðin hafi haft áhrif á þrettán milljónir íbúa, skemmt tæplega níu þúsund heimili og ollið fjártjóni upp á 53 milljarða júan eða um billjón króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×