Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2021 10:36 MBKh Media er annar þeirra miðla sem lokað var á í gær. Á undanförnum mánuðum hafa yfirvöld í Rússlandi beitt sér gegn fjölmörgum sjálfstæðum miðlum. AP/Alexander Zemlianichenko Tveimur rússneskum fjölmiðlum hefur verið lokað af yfirvöldum landsins. Þar er um að ræða fréttavefina Otrkytye Media og MBKh Media, auk þess sem hjálparsamtökunum Otkrytki hefur einnig verið lokað. Forsvarsmenn fjölmiðlanna tilkynntu í gær að þeim yrði lokað í kjölfar þess að vefsíðum þeirra var lokað af ríkinu í gær vegna meintra tengsla þeirra við „óæskilega“ aðila. Það er skilgreining sem ríkið hefur ítrekað notað á undanförnum mánuðum til að loka sjálfstæðum fjölmiðlum í Rússlandi. Frá þeirri ríkisstofnun sem heldur utan um rússneskar vefsíður hefur borist yfirlýsing um að vefjum miðlanna hafi verið lokað að beiðni ríkissaksóknara Rússlands, samkvæmt frétt Moscow Times. Sú beiðni hafi byggt á lögum um það að hvetja til öfgastarfsemi eða þátttöku í ólöglegum mótmælum. Með því að skilgreina miðla og stofnanir sem óæskilegar geta meðlimir þeirra, starfsmenn og stuðningsmenn verið sóttir til saka. Fjölmiðlar sem hafa verið skilgreindir svo hafa misst allar fjárveitingar og vettvang til að koma fréttum á framfæri. Miðlarnir báðir sem um ræðir og hjálparsamtökin Pravozashchita Otkrytki tengjast Mikhail Khodorkovsky, rússneskum auðjöfri sem fluttu til Lundúna eftir að hafa setið í fangelsi í Rússlandi í áratug. Hann hafði þá reynt að beita sér gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. AP fréttaveitan segir nokkrar stofnanir sem tengist Khodorkovsky hafa verið skilgreindar sem óæskilegar að undanförnu. Í tilkynningu frá Otkrytye Media segir að miðillinn hafi fengið styrk frá Khodorkovsky en hafi aldrei unnið með óæskilegum samtökum. Miðlinum yrði hins vegar lokað vegna þeirrar hættu sem starfsfólk væri í. Sjá einnig: Rússneskur ritstjóri í fangelsi fyrir tíst Sjálfstæðir fjölmiðlar, blaðamenn, stjórnarandstæðingar og mannréttindasinnar hafa verið undir miklum þrýstingi í Rússlandi í aðdraganda þingkosninga í næsta mánuði. Nokkrir dagar eru síðan 49 vefsíðum sem tengjast Alexei Navalní var lokað í Rússlandi og yfirvöld þar skipuðu Twitter og Youtube að loka síðum Navalní og bandamanna hans. Navalní er í fangelsi eins og frægt er, eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. AP fréttaveitan sagði frá því í síðustu viku að rúmlega fjörutíu samtök og hópar hefðu verið skilgreindir sem óæskilegir. Þar á meðal fjölmiðlar, stjórnarandstæðingar og mannréttindasamtök. Meðal annarra sjálfstæðra miðla sem yfirvöld í Rússlandi hafa beitt sér gegn eða lokað á undanförnum mánuðum eru Meduza, VTimes, Proekt og Radio Free Europe. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Fjölmiðlar Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Sjá meira
Forsvarsmenn fjölmiðlanna tilkynntu í gær að þeim yrði lokað í kjölfar þess að vefsíðum þeirra var lokað af ríkinu í gær vegna meintra tengsla þeirra við „óæskilega“ aðila. Það er skilgreining sem ríkið hefur ítrekað notað á undanförnum mánuðum til að loka sjálfstæðum fjölmiðlum í Rússlandi. Frá þeirri ríkisstofnun sem heldur utan um rússneskar vefsíður hefur borist yfirlýsing um að vefjum miðlanna hafi verið lokað að beiðni ríkissaksóknara Rússlands, samkvæmt frétt Moscow Times. Sú beiðni hafi byggt á lögum um það að hvetja til öfgastarfsemi eða þátttöku í ólöglegum mótmælum. Með því að skilgreina miðla og stofnanir sem óæskilegar geta meðlimir þeirra, starfsmenn og stuðningsmenn verið sóttir til saka. Fjölmiðlar sem hafa verið skilgreindir svo hafa misst allar fjárveitingar og vettvang til að koma fréttum á framfæri. Miðlarnir báðir sem um ræðir og hjálparsamtökin Pravozashchita Otkrytki tengjast Mikhail Khodorkovsky, rússneskum auðjöfri sem fluttu til Lundúna eftir að hafa setið í fangelsi í Rússlandi í áratug. Hann hafði þá reynt að beita sér gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. AP fréttaveitan segir nokkrar stofnanir sem tengist Khodorkovsky hafa verið skilgreindar sem óæskilegar að undanförnu. Í tilkynningu frá Otkrytye Media segir að miðillinn hafi fengið styrk frá Khodorkovsky en hafi aldrei unnið með óæskilegum samtökum. Miðlinum yrði hins vegar lokað vegna þeirrar hættu sem starfsfólk væri í. Sjá einnig: Rússneskur ritstjóri í fangelsi fyrir tíst Sjálfstæðir fjölmiðlar, blaðamenn, stjórnarandstæðingar og mannréttindasinnar hafa verið undir miklum þrýstingi í Rússlandi í aðdraganda þingkosninga í næsta mánuði. Nokkrir dagar eru síðan 49 vefsíðum sem tengjast Alexei Navalní var lokað í Rússlandi og yfirvöld þar skipuðu Twitter og Youtube að loka síðum Navalní og bandamanna hans. Navalní er í fangelsi eins og frægt er, eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. AP fréttaveitan sagði frá því í síðustu viku að rúmlega fjörutíu samtök og hópar hefðu verið skilgreindir sem óæskilegir. Þar á meðal fjölmiðlar, stjórnarandstæðingar og mannréttindasamtök. Meðal annarra sjálfstæðra miðla sem yfirvöld í Rússlandi hafa beitt sér gegn eða lokað á undanförnum mánuðum eru Meduza, VTimes, Proekt og Radio Free Europe.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Fjölmiðlar Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Sjá meira