Enski boltinn

Jack Grealish búinn í læknisskoðun hjá City

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jack Grealish hefur lokið við læknisskoðun hjá Manchester City og því er það bara tímaspursmál hvenær hann verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins.
Jack Grealish hefur lokið við læknisskoðun hjá Manchester City og því er það bara tímaspursmál hvenær hann verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins. Neville Williams/Aston Villa FC via Getty Images

Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur Jack Grealish lokið við læknisskoðun hjá Manchester City. Það er því bara tímaspursmál hvenær hann verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins.

Eins og áður hefur verið greint frá er Jack Grealish að ganga til liðs við Englandsmeistara Manchester City fyrir hundrað milljónir punda, en það gerir hann að dýrasta leikmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Samkvæmt heimildum Sky Sports stóðst Grealish læknisskoðunina, og því á einungis eftir að kynna hann opinberlega sem leikmann félagsins.

City nýtti sér ákvæði í samningi Grealish sem gerði honu kleift að yfirgefa uppeldisfélag sitt, Aston Villa, ef tilboð upp á hundrað milljónir punda myndi berast.

Grealish var efins um hvort hann ætti að yfirgefa félagið, en tók þá ákvörðun að færa sig um set eftir 19 ár í herbúðum Aston Villa.

Grealish er 25 ára og á að baki 189 leiki fyrir Villa. Þá á hann einnig að baki 25 A-landsleiki fyrir England.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×