Innlent

Unnur Eggerts í stjórnmálin

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Unnur Eggertsdóttir
Unnur Eggertsdóttir

Leikkonan Unnur Eggertsdóttir mun stýra kosningum Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar.

Þessu greinir Unnur frá á Facebook en hún er mætt til landsins og klár í slaginn.

„Mættust á klakann því næstu vikur mun ég starfa sem kosningastjóri VG í Reykjavík. Ég er spennt og stolt að vinna með fólki sem berst fyrir þeim málefnum sem skipta mig mestu máli.“ segir Unnur í færslu á Facebook.

Alþingiskosningar fara fram þann 25. september. 

Unnur hefur verið búsett í Los Angeles síðustu ár þar sem hún stundaði leiklistarnám. Hún var gestur Stefáns Árna Pálssonar í Einkalífinu fyrr á árinu þar sem hún ræddi um leiklistina, ástarlífið og margt fleira. 


Tengdar fréttir

Kærastinn bað Unnar Eggerts á af­mælis­daginn

Leikkonan, skólastýran og hlaðvarpsstjórnandinn Unnur Eggertsdóttir hefur trúlofast kærasta sínum Travis. Unnur segir frá rómantísku bónorðinu í færslu á Instagram.

Listar VG í Reykja­víkur­kjör­dæmum staðfestir

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, mun leiða framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í Reykjavíkurkjördæmi suður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×