Fótbolti

Alfreð með bandið er Augsburg hikstaði gegn 5. deildarliði í bikarnum

Valur Páll Eiríksson skrifar
Alfreð í æfingaleik með Augsburg fyrr í sumar.
Alfreð í æfingaleik með Augsburg fyrr í sumar. Thomas Hiermayer/DeFodi Images via Getty Images

Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason var fyrirliði er lið hans Augsburg komst áfram eftir 4-2 sigur á 5. deildarliði Greifswalder SV í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar í fótbolta.

Alfreð var í byrjunarliði Augsburgar og með fyrirliðabandið í fjarveru Hollendingsins Jeffrey Gouweleeuw, sem er fyrirliði liðsins.

Það byrjaði ekki vel fyrir Augsburg þar sem Lukas Knechtel kom Greifswalder óvænt yfir eftir þriggja mínútna leik.

Forystan varði í 38 mínútur þar til Frederik Winther jafnaði fyrir Augsburg fjórum mínútum fyrir hlé. Framherjinn Florian Niederlachner kom Augsburg þá yfir á 52. mínútu. Tæpum tíu mínútum síðar, eftir klukkustundarleik, var Alfreð svo skipt af velli.

Finninn Fredrik Jensen tvöfaldaði forskot Augsburg á 68. mínútu en Velimir Jovanovic minnaði muninn fyrir heimamenn strax í næstu sókn.

Kantmaðurinn André Hahn gerði hins vegar út um leikinn með fjórða marki gestanna á 80. mínútu er hann tryggði Augsburg 4-2 sigur. Liðið er því komið áfram í næstu umferð bikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×