Lífið

Kraftmikill niðurgangur varð rennibrautarþætti að falli

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Ben Hasty/MediaNews Group/Reading Eagle via Getty Images)

Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hefur endanlega hætt við framleiðslu á leikjaþættinum The Ultimate Slip N’ Slide. Kraftmikil niðurgangspest varð framleiðslu þáttarins að falli.

Greint var frá því fyrr í sumar að fresta þurfti framleiðslu þáttanna þar sem allt að 40 manns sem unnu að framleiðslunni urðu veik. Var greint frá því að stór hópur hafi þjáðst af kraftmiklum niðurgangi, og var framleiðslunni frestað.

NBC hefur nú ákveðið að hætta endanlega við framleiðslu þáttanna. Segir í frétt Deadline að þrátt fyrir að aðeins vika hafi verið eftir að tökum þegar veikindin brutust út, telji sjónvarpsstöðin það ekki svara kostnaði að halda áfram.

Þar að auki hafi verið áætlað að sýna þættina í kjölfar Ólympíuleikanna í Tokyo, sem nú eru að klárast. Fyrsti þátturinn var á dagskrá á morgun.

Í þáttunum áttu keppendur að leysa ýmsar þrautir á meðan þeir renndu sér niður gríðarstóra rennibraut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.