Fótbolti

Viðar Ari á skotskónum í Noregi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Viðar Ari, til hægri. Hér er hann með Ísfirðingnum Emil Pálssyni en þeir voru samherjar á síðustu leiktíð. Emil leikur nú með Sarpsborg í sömu deild.
Viðar Ari, til hægri. Hér er hann með Ísfirðingnum Emil Pálssyni en þeir voru samherjar á síðustu leiktíð. Emil leikur nú með Sarpsborg í sömu deild. mynd/sandefjord

Viðar Ari Jónsson skoraði eina mark Sandefjord þegar liðið mætti Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Viðari Ari lék fyrstu 83 mínútur leiksins og kom Sandefjord í 1-0 forystu eftir 50 mínútna leik. Lilleström náði að svara fljótt og lauk leiknum með 1-1 jafntefli.

Björn Bergmann Sigurðarson var ekki í leikmannahópi Molde sem vann 5-4 sigur á Haugasund. Sama má segja um Brynjólf Willumsson en hann var ekki með Kristiansund í 3-2 tapi gegn Viking.

Samúel Kári Friðjónsson hóf leik á varamannabekk Viking en lék síðustu 25 mínútur leiksins.

Í Danmörku var Jón Dagur Þorsteinsson í byrjunarliði AGF sem tapaði 2-0 fyrir AaB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×