Guðbjörg leggur hanskana á hilluna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2021 09:31 Guðbjörg mun ekki spila aftur fyrir íslenska landsliðið. Vísir/Vilhelm Hin margreynda Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur ákveðið að leggja markmannshanskana á hilluna. Hún mun þó vera áfram tengd fótbolta en vill ekki gefa upp hvað framtíðin ber í skauti sér. Hún ætlaði að leika með norska félaginu Arna-Bjørnar í vetur en álag heima fyrir varð til þess að ekkert varð úr því þar sem aðstæður innan félagsins breyttust óvænt. Guðbjörg greindi sjálf frá á samfélagsmiðlum. Takk fyrir allt #endofanera pic.twitter.com/XL5Yng7vDa— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) August 9, 2021 „Eftir góða umhugsun hef ég tekið þá ákvörðun að leggja hanskana á hilluna eftir langan og skemmtilegan feril. Þetta var alls ekki auðveld ákvörðun enda elska ég ennþá að spila fótbolta og mun sennilega alltaf gera það,“ segir Guðbjörg í upphafi færslu sinnar. „Ég hef spilað í Damallsvenskan, Bundesligan og Toppserien erlendis ásamt því að hafa verið hluti af gullaldarliði Vals áður en ég flutti út og fór í atvinnumennsku. Upplifað Champions League með Val, Lilleström og Turbine Potsdam. Tímabilið 2015 var sennilega það besta á ferlinum þegar ég var vann tvöfalt með Lillestrøm í Noregi, var markmaður ársins og sló meðal annars met í að halda hreinu í deildinni.“ Draumurinn rættist „Ég átti mér draum síðan ég var lítil stelpa í FH að spila með íslenska landsliðinu. Draumur sem rættist. Ég er hrikalega stolt af því að hafa fengið að vera hluti af íslenska landsliðinu í næstum tvo áratugi. Ég fékk tækifæri til að spila í öllum þremur stórmótum sem við höfum tekið þátt í, upplifun sem ég mun aldrei gleyma.“ Varðandi sína uppáhalds leiki með íslenska landsliðinu segir Guðbjörg erfitt að nefna einn en tveir standi þó í raun og veru upp úr. Annars vegar 1-0 sigurinn á Hollandi á EM 2013 og svo 3-2 sigur á útivelli gegn Þýskalandi í undankeppni HM nokkrum árum síðar. Guðbjörg Gunnarsdóttir varði mark Íslands á þremur stórmótum.VÍSIR/DANÍEL „Ég ber ómælda virðingu fyrir þeim þjálfurum sem ég hef haft og starfsfólki KSÍ sem hafa gert allt til að sjá til þess að við leikmenn höfum haft þau verkfæri til að skila frammistöðu inn á vellinum.“ „Það sem stendur eftir er fyrst og fremst vináttan og sjálft ferðalagið með þeim leikmönnum og þjálfurum sem ég hef unnið með hverju sinni. Nánast allir mínir bestu vinir í dag hef ég eignast í gegnum bæði landslið og félagslið. Vinátta sem ég mun halda í lífið út.“ „Ég hef tekið ákvörðun um framhaldið sem mun verða opinber innan skamms. Þeir sem þekkja mig vel vita að ég get ekki verið án fótboltans í langan tíma,“ segir Guðbjörg að lokum. Hin 36 ára gamla Guðbjörg spilaði eins og áður sagði á þremur stórmótum með íslenska landsliðinu en alls spilaði hún 64 A-landsleiki á ferli sínum. Einnig lék hún 37 yngri landsleiki. Hún lék með FH og Val hér á landi áður en hún hélt ytra í farsælan atvinnumannaferil sem hefur spannað rúmlega 13 ár. Þar spilaði hún með Djurgården, Avaldsnes, Turbine Potsdam, Lillestrøm, Djurgården aftur og svo Arna-Bjørnar. Hún ætlaði sér að klára tímabilið með síðastnefnda liðinu en breyttar aðstæður hjá félaginu gerðu það að verkum að Guðbjörg rifti samningi sínum og hefur nú ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Guðbjörg Gunnarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.Nordic Photos/Getty Fótbolti Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Hún ætlaði að leika með norska félaginu Arna-Bjørnar í vetur en álag heima fyrir varð til þess að ekkert varð úr því þar sem aðstæður innan félagsins breyttust óvænt. Guðbjörg greindi sjálf frá á samfélagsmiðlum. Takk fyrir allt #endofanera pic.twitter.com/XL5Yng7vDa— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) August 9, 2021 „Eftir góða umhugsun hef ég tekið þá ákvörðun að leggja hanskana á hilluna eftir langan og skemmtilegan feril. Þetta var alls ekki auðveld ákvörðun enda elska ég ennþá að spila fótbolta og mun sennilega alltaf gera það,“ segir Guðbjörg í upphafi færslu sinnar. „Ég hef spilað í Damallsvenskan, Bundesligan og Toppserien erlendis ásamt því að hafa verið hluti af gullaldarliði Vals áður en ég flutti út og fór í atvinnumennsku. Upplifað Champions League með Val, Lilleström og Turbine Potsdam. Tímabilið 2015 var sennilega það besta á ferlinum þegar ég var vann tvöfalt með Lillestrøm í Noregi, var markmaður ársins og sló meðal annars met í að halda hreinu í deildinni.“ Draumurinn rættist „Ég átti mér draum síðan ég var lítil stelpa í FH að spila með íslenska landsliðinu. Draumur sem rættist. Ég er hrikalega stolt af því að hafa fengið að vera hluti af íslenska landsliðinu í næstum tvo áratugi. Ég fékk tækifæri til að spila í öllum þremur stórmótum sem við höfum tekið þátt í, upplifun sem ég mun aldrei gleyma.“ Varðandi sína uppáhalds leiki með íslenska landsliðinu segir Guðbjörg erfitt að nefna einn en tveir standi þó í raun og veru upp úr. Annars vegar 1-0 sigurinn á Hollandi á EM 2013 og svo 3-2 sigur á útivelli gegn Þýskalandi í undankeppni HM nokkrum árum síðar. Guðbjörg Gunnarsdóttir varði mark Íslands á þremur stórmótum.VÍSIR/DANÍEL „Ég ber ómælda virðingu fyrir þeim þjálfurum sem ég hef haft og starfsfólki KSÍ sem hafa gert allt til að sjá til þess að við leikmenn höfum haft þau verkfæri til að skila frammistöðu inn á vellinum.“ „Það sem stendur eftir er fyrst og fremst vináttan og sjálft ferðalagið með þeim leikmönnum og þjálfurum sem ég hef unnið með hverju sinni. Nánast allir mínir bestu vinir í dag hef ég eignast í gegnum bæði landslið og félagslið. Vinátta sem ég mun halda í lífið út.“ „Ég hef tekið ákvörðun um framhaldið sem mun verða opinber innan skamms. Þeir sem þekkja mig vel vita að ég get ekki verið án fótboltans í langan tíma,“ segir Guðbjörg að lokum. Hin 36 ára gamla Guðbjörg spilaði eins og áður sagði á þremur stórmótum með íslenska landsliðinu en alls spilaði hún 64 A-landsleiki á ferli sínum. Einnig lék hún 37 yngri landsleiki. Hún lék með FH og Val hér á landi áður en hún hélt ytra í farsælan atvinnumannaferil sem hefur spannað rúmlega 13 ár. Þar spilaði hún með Djurgården, Avaldsnes, Turbine Potsdam, Lillestrøm, Djurgården aftur og svo Arna-Bjørnar. Hún ætlaði sér að klára tímabilið með síðastnefnda liðinu en breyttar aðstæður hjá félaginu gerðu það að verkum að Guðbjörg rifti samningi sínum og hefur nú ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Guðbjörg Gunnarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.Nordic Photos/Getty
Fótbolti Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti