Innlent

Eldur kviknaði í bílum í Laugardal

Eiður Þór Árnason skrifar
Slökkvilið var skamman tíma að ná tökum á eldinum. 
Slökkvilið var skamman tíma að ná tökum á eldinum.  Vísir/sunna

Tilkynnt var um eld í bifreið á bílastæði við Skautahöllina í Reykjavík á þriðja tímanum í dag og teygði eldurinn sig í tvo nálæga bíla.

Slökkviliði hefur nú tekist að slökkva eldinn en svartur reykur var um tíma áberandi í Laugardal. Töluverður eldur var í miðjubílnum til að byrja með og tók um fimm mínútur að slökkva eldinn, að sögn aðstoðarvarðstjóra. Ekkert liggur fyrir um orsök eldsvoðans að svo stöddu.

Sunna Sæmundsdóttir fréttamaður ræddi við Guðjón aðstoðarvarðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á vettvangi.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Minnst einn bílinn er mikið skemmdur.Vísir/Sigurjón
Svartur reykur steig til himins í Laugardal.Vísir/Hallgerður



Fleiri fréttir

Sjá meira


×