Innlent

Kraumandi kvika og stríður hraunelgur

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Það er óhætt að segja að það er enn líf í gosinu.
Það er óhætt að segja að það er enn líf í gosinu. Skjáskot

Magnað myndband af kraumandi kviku og stríðum hraunelg náðist þegar flogið var yfir eldgosið í Fagradalsfjalli í gær. „Gígurinn er barmafullur af kviku og byrjað að flæða yfir barmana,“ segir á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóp Háskóla Íslands.

Samkvæmt færslunni rennur hraun nú í átt að Geldingadölum og Syðri-Meradal, sem áður var þekktur sem Nafnalausi-Dalur. „Aðal rásin liggur hins vegar enn niður í Meradali Nyrðri,“ segir í færslunni.

Meðfylgjandi myndband tók Jóna Sigurlína Pálmadóttir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×