Barcelona tryggði sér Joan Gamper með 3-0 sigri á Juventus á Nývangi um helgina. Einn leikmaður liðsins fagnaði ekki.
Þetta var erfitt kvöld fyrir franska miðvörðinn Samuel Umtiti. Stuðningsmenn Barcelona bauluðu á hann í hvert skipti sem hann fékk boltann í leiknum á móti Juve.
Hann hafði komið inn á sem varamaður í seinni hálfleik en var lagður í einelti af sínum eigin stuðningsmönnum. Umtiti strunsaði inn klefa við lokaflautið og neitaði að mæta þegar Börsungar tóku við bikarnum.
En af hverju baula stuðningsmennirnir á sinn eigin leikmann. Jú á því er skýring.
Samuel Umtiti vildi ekki taka á sig launalækkun svo hægt væri að semja við Lionel Messi.
Barcelona var yfir launaþakinu og gafst upp á því að reyna að fá nokkra leikmenn til að lækka launin sín. Launin þurftu að fara niður í 75 prósent en eru enn í 95 prósent.
Stuðningsmennirnir voru greinilega búnir að ákveða að taka Umtiti fyrir í þessum leik.
Skiljanlega mjög reiðir yfir því að missa Messi og höfðu fundið einn af blórabögglunum.