Dóttir Bernie Ecclestone sakar Sverri um svik og pretti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. ágúst 2021 07:17 Ecclestone vandar Sverri ekki kveðjurnar. Getty/Peter Macdiarmid Fyrirsætan Tamara Ecclestone fer ófögrum orðum um athafnamanninn Sverri Einar Eiríksson á Instagram, þar sem hún segir hann meðal annars hafa leigt fasteign af góðri vinkonu sinni en ekki greitt leigu í tíu mánuði. Tamara er dóttir Bernie Ecclestone, fyrrverand eiganda Formúlu 1, og verður við andlát föður síns líklega ein ríkasta kona Bretlands. „Varið ykkur á þessum manni,“ segir Ecclestone á Instagram og birtir fjórar myndir af Sverri. „Mjög góð vinkona mín leigði honum fasteignina sína og hann hefur ekki bara neitað að greiða leigu í tíu mánuði (á sama tíma og hann hefur birt myndir af sér í fríi um allan heim) heldur hefur hann falsað skjöl í hennar nafni og haft í hótunum við hana. Enn alvarlegra er að hann hefur einnig hótað nauðgun. Þar sem hann er augljóslega fyrirlitleg og ógeðsleg manneskja vil ég tryggja að allir viti hvaða persónu hann hefur að geyma, til að hann geti ekki gert öðrum það sama,“ segir fyrirsætan. View this post on Instagram A post shared by Tamara Ecclestone Rutland (@tamaraecclestoneofficial) Sverrir, sem opnaði á dögunum Nýju vínbúðina, segir í samtali við DV að ásakanirnar séu rangar og að hann hyggist leitar réttar síns. Auður Bernie Ecclestone er metinn á um 3,4 milljarða Bandaríkjadala. Hann á fjögur börn; Tamara er næst elst en 65 ára aldursmunur er á elstu dóttur hans og syni, sem fæddist í fyrra. Uppfært kl. 10.37: Vísi hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Sverri: „Þær ásakanir sem fram koma í umræddri færslu eru mjög alvarlegar en eiga ekki við rök að styðjast. Hvað leiguna varðar þá er ágreiningur á milli mín og leigusala um frágang á íbúð sem ég er að leigja. Það er aftur á móti ekki rétt að ég hafi ekki greitt leigu í tíu mánuði eins og þarna er haldið fram. Mér höfðu áður borist hótanir um að ráðist yrði að mér og mannorði mínu á samfélagsmiðlum. Eðli málsins samkvæmt get ég ekki setið undir því og hef því tilkynnt málið til lögreglu og fengið lögfræðinga til að fylgja málinu eftir í réttum farvegi. Á meðan málið fer sína leið í réttarkerfinu tel ég ekki rétt að tjá mig frekar.“ Bretland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Nýja vínbúðin fer í samkeppni við ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er komin með nýjan samkeppnisaðila, sem stílar inn á íslenskan markað. Netverslunin Nýja vínbúðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán. 2. júlí 2021 15:38 Fara fram á að eignir Sverris gullsala verði boðnar upp Landsbankinn hefur farið fram á nauðungarsölu níu fasteigna á Kjalarnesi. Allar fasteignirnar eru í eigu félagsins KD7 ehf. en félagið er í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. 8. júlí 2019 20:21 Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Tamara er dóttir Bernie Ecclestone, fyrrverand eiganda Formúlu 1, og verður við andlát föður síns líklega ein ríkasta kona Bretlands. „Varið ykkur á þessum manni,“ segir Ecclestone á Instagram og birtir fjórar myndir af Sverri. „Mjög góð vinkona mín leigði honum fasteignina sína og hann hefur ekki bara neitað að greiða leigu í tíu mánuði (á sama tíma og hann hefur birt myndir af sér í fríi um allan heim) heldur hefur hann falsað skjöl í hennar nafni og haft í hótunum við hana. Enn alvarlegra er að hann hefur einnig hótað nauðgun. Þar sem hann er augljóslega fyrirlitleg og ógeðsleg manneskja vil ég tryggja að allir viti hvaða persónu hann hefur að geyma, til að hann geti ekki gert öðrum það sama,“ segir fyrirsætan. View this post on Instagram A post shared by Tamara Ecclestone Rutland (@tamaraecclestoneofficial) Sverrir, sem opnaði á dögunum Nýju vínbúðina, segir í samtali við DV að ásakanirnar séu rangar og að hann hyggist leitar réttar síns. Auður Bernie Ecclestone er metinn á um 3,4 milljarða Bandaríkjadala. Hann á fjögur börn; Tamara er næst elst en 65 ára aldursmunur er á elstu dóttur hans og syni, sem fæddist í fyrra. Uppfært kl. 10.37: Vísi hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Sverri: „Þær ásakanir sem fram koma í umræddri færslu eru mjög alvarlegar en eiga ekki við rök að styðjast. Hvað leiguna varðar þá er ágreiningur á milli mín og leigusala um frágang á íbúð sem ég er að leigja. Það er aftur á móti ekki rétt að ég hafi ekki greitt leigu í tíu mánuði eins og þarna er haldið fram. Mér höfðu áður borist hótanir um að ráðist yrði að mér og mannorði mínu á samfélagsmiðlum. Eðli málsins samkvæmt get ég ekki setið undir því og hef því tilkynnt málið til lögreglu og fengið lögfræðinga til að fylgja málinu eftir í réttum farvegi. Á meðan málið fer sína leið í réttarkerfinu tel ég ekki rétt að tjá mig frekar.“
Bretland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Nýja vínbúðin fer í samkeppni við ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er komin með nýjan samkeppnisaðila, sem stílar inn á íslenskan markað. Netverslunin Nýja vínbúðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán. 2. júlí 2021 15:38 Fara fram á að eignir Sverris gullsala verði boðnar upp Landsbankinn hefur farið fram á nauðungarsölu níu fasteigna á Kjalarnesi. Allar fasteignirnar eru í eigu félagsins KD7 ehf. en félagið er í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. 8. júlí 2019 20:21 Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Nýja vínbúðin fer í samkeppni við ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er komin með nýjan samkeppnisaðila, sem stílar inn á íslenskan markað. Netverslunin Nýja vínbúðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán. 2. júlí 2021 15:38
Fara fram á að eignir Sverris gullsala verði boðnar upp Landsbankinn hefur farið fram á nauðungarsölu níu fasteigna á Kjalarnesi. Allar fasteignirnar eru í eigu félagsins KD7 ehf. en félagið er í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. 8. júlí 2019 20:21
Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30