Innlent

Gosið gjör­breytist með lækkandi sól

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Gosið í kvöld.
Gosið í kvöld. Vefmyndavél Vísis

Nokkur kraftur virðist vera í eldgosinu í Fagradalsfjalli um þessar mundir. Þegar þetta er skrifað er tekið að rökkva og því sést eldhraunið enn betur en í björtu, hvort sem það er á staðnum sjálfum eða með hjálp vefmyndavélar Vísis.

Fyrr í dag bárust fréttir þess efnis að nýjar sprungur sæjust í Gónhóli, nálægt eldstöðvunum. Þær eru taldar hafa myndast á síðastliðnum tveimur vikum. Ekki er hægt að útiloka að myndun sprungnanna sé til marks um að kvika sé að færast nær yfirborði við Gónhól, sem fékk þetta lýsandi nafn eftir að ferðamenn við gosið tóku að nota hann sem útsýnisstað yfir eldstöðvarnar.

Nú hefur hraun umlukið hólinn, en hann er þó enn notaður sem útsýnispallur, þar sem þyrluflugmenn hafa lent þar með sína farþega.

Í spilaranum hér ofar í fréttinni má fylgjast með gosinu í beinu streymi, en það verður áberandi meira sjónarspil eftir því sem líða tekur á kvöldið og rökkrið sígur yfir.


Tengdar fréttir

Nýjar sprungur á Gónhóli við eldstöðvarnar

Nýjar sprungur sjást nú í Gónhóli nálægt eldstöðvunum við Fagradalsfjall og virðast þær hafa myndast á síðastliðnum tveimur vikum. Ekki er hægt að útiloka að sprungumyndanirnar séu til marks um að kvika sé að færast nær yfirborði við Gónhól, þar sem þyrlum hefur meðal annars verið lent með farþega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×