Fótbolti

Messi mun spila í treyju númer 30 hjá PSG

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Messi mun klæðast treyju númer 30 hjá PSG.
Messi mun klæðast treyju númer 30 hjá PSG. Skjáskot

Lionel Messi gekk í raðir franska stórliðsins París-Saint Germain eins og hefur eflaust ekki farið framhjá einu einasta mannsbarni. Messi hefur feril sinn með PSG með sama númer á bakinu og hann hóf ferilinn hjá Barcelona á sínum tíma, 30.

Það eru næstum tveir áratugir síðan Argentínumaðurinn Lionel Messi steig fyrst fram á sjónarsviðið. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins aðeins 17 ára gamall og hefur síðan þá orðið að einum besta leikmanni sögunnar, ef ekki þeim besta.

Messi hefur spilað í treyju númer 19 og gerði númerið 10 ódauðlegt hjá Börsungum þá hóf hann ferilinn með númerið 30 á bakinu og hann ætlar aftur í ræturnar – ef svo má að orði komast – hjá PSG. 

Góðvinur hans Neymar er með tíuna og þó Brasilíumaðurinn hafi boðið Messi að fá 10-una þá sagði Messi einfaldlega takk en nei takk.

Mess hefur ákveðið að spila í treyju númer 30 í París líkt og hann gerði í upphafi ferilsins hjá Barcelona. Hvort hann fari svo í treyju númer 19 og þaðan í 10-una verður einfaldlega að koma í ljós.


Tengdar fréttir

Messi orðinn leikmaður Paris Saint-Germain

Argentíski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi er orðinn leikmaður Paris Saint-Germain í Frakklandi. Messi skrifaði undir tveggja ára samning fyrr í kvöld.

PSG fékk Messi frítt en greiðir himinhá laun

Lionel Messi hefur samþykkt tveggja ára samning við franska félagið Paris Saint Germain sem fær argentínska snillinginn á frjálsri sölu. PSG þarf hins vegar að borga honum stórar upphæðir fyrir þjónustu hans inn á vellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×