Katrín Tanja: Tíu ár síðan ég byrjaði í CrossFit vegna þín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2021 08:01 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar orðið heimsmeistarar tvisvar sinnum og eiga öll verðlaun frá heimsleikunum, gull, silfur og brons. Instagram/@anniethorisdottir Katrín Tanja Davíðsdóttir sendi þriðju hraustustu CrossFit konu heim fallega kveðju í gær og hélt upp á tímamót í leiðinni. Þeir sem fylgjast með CrossFit íþróttinni vita það að stórstjörnurnar Katrín Tanja og Anníe Mist Þórisdóttir eru miklar vinkonur. Fyrir áratug þekktust þær ekki neitt en þá hafði önnur gríðarlega áhrif á hina. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe Mist var eini keppandinn á heimsleikunum í ár sem hefur verið að keppa á leikunum á þremur síðustu áratugum. Anníe Mist var fyrst með á heimsleikunum árið 2009 og það var frábær árangur hennar þar sem umfram allt annað vakti athygli á CrossFit íþróttinni heima á Íslandi. Ein af þeim sem heillaðist af Anníe og frammistöðu hennar á heimsleikunum var umrædd Katrín Tanja. Það var líka fyrir tíu árum sem hún ákvað að verða CrossFit kona eins og Anníe Mist. „Ég byrjaði í þessari íþrótt fyrir nákvæmlega tíu árum síðan af því að ég sá fréttir af henni vinna heimsleikana í CrossFit. Ég var gjörsamlega heilluð af henni, hvernig hún keppti og ég vildi gera það sem hún gerði,“ byrjaði Katrín Tanja pistil sinn. Anníe Mist var fyrsta konan til að vinna tvo heimsmeistaratitla í CrossFit og Katrín Tanja varð síðan önnur til að ná þeim frábæra árangri. Báðar hafa þær unnið gull, silfur og brons á heimsleikunum. „Förum fram um tíu ár og hér er ég enn alveg heilluð af henni, full aðdáunar og gæti ekki verið stoltari af henni,“ skrifaði Katrín Tanja. Anníe Mist kom til baka og vann bronsverðlaun á heimsleikunum á dögunum innan við ári eftir að hún eignaðist dótturina Freyju Mist. „Það er þessi stelpa: Anníe Mist Þórisdóttir. Þið sjáið hana skína bjartast á heimsleikunum. Þið sjáið samt ekki allar áskoranirnar sem hún þurfti að glíma við í aðdraganda heimsleikanna. Þessi stelpa ræður við allt. Meiri keppniskonu þekki ég ekki. Hún er óbugandi og tekur á öllu mótmæli með þvílíkum þokka og glæsibrag og með brosi á vör. Óóhhh Anníe.. þú getur svo sannarlega allt,“ skrifaði Katrín. „Þú gerir mig betri og þú gleður hjarta mitt. Ég held að hin tæra gleði þín á leikunum hafi glatt hjörtu allra sem þar voru,“ skrifaði Katrín eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) CrossFit Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira
Þeir sem fylgjast með CrossFit íþróttinni vita það að stórstjörnurnar Katrín Tanja og Anníe Mist Þórisdóttir eru miklar vinkonur. Fyrir áratug þekktust þær ekki neitt en þá hafði önnur gríðarlega áhrif á hina. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe Mist var eini keppandinn á heimsleikunum í ár sem hefur verið að keppa á leikunum á þremur síðustu áratugum. Anníe Mist var fyrst með á heimsleikunum árið 2009 og það var frábær árangur hennar þar sem umfram allt annað vakti athygli á CrossFit íþróttinni heima á Íslandi. Ein af þeim sem heillaðist af Anníe og frammistöðu hennar á heimsleikunum var umrædd Katrín Tanja. Það var líka fyrir tíu árum sem hún ákvað að verða CrossFit kona eins og Anníe Mist. „Ég byrjaði í þessari íþrótt fyrir nákvæmlega tíu árum síðan af því að ég sá fréttir af henni vinna heimsleikana í CrossFit. Ég var gjörsamlega heilluð af henni, hvernig hún keppti og ég vildi gera það sem hún gerði,“ byrjaði Katrín Tanja pistil sinn. Anníe Mist var fyrsta konan til að vinna tvo heimsmeistaratitla í CrossFit og Katrín Tanja varð síðan önnur til að ná þeim frábæra árangri. Báðar hafa þær unnið gull, silfur og brons á heimsleikunum. „Förum fram um tíu ár og hér er ég enn alveg heilluð af henni, full aðdáunar og gæti ekki verið stoltari af henni,“ skrifaði Katrín Tanja. Anníe Mist kom til baka og vann bronsverðlaun á heimsleikunum á dögunum innan við ári eftir að hún eignaðist dótturina Freyju Mist. „Það er þessi stelpa: Anníe Mist Þórisdóttir. Þið sjáið hana skína bjartast á heimsleikunum. Þið sjáið samt ekki allar áskoranirnar sem hún þurfti að glíma við í aðdraganda heimsleikanna. Þessi stelpa ræður við allt. Meiri keppniskonu þekki ég ekki. Hún er óbugandi og tekur á öllu mótmæli með þvílíkum þokka og glæsibrag og með brosi á vör. Óóhhh Anníe.. þú getur svo sannarlega allt,“ skrifaði Katrín. „Þú gerir mig betri og þú gleður hjarta mitt. Ég held að hin tæra gleði þín á leikunum hafi glatt hjörtu allra sem þar voru,“ skrifaði Katrín eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja)
CrossFit Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira