Sjúkratryggingar greiða fyrir heilbrigðisþjónustu Íslendinga sem smitast erlendis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2021 20:00 María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að fjöldi fyrirspurna hafi borist stofnuninni um greiðsluþátttöku hennar vegna kostnaðar sem hlýst af heilbrigðisþjónustu tengdri Covid í útlöndum. Vísir/Sigurjón Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í heilbrigðiskostnaði Íslendinga sem smitast af kórónuveirunni erlendis. Greiðsluþátttakan fer þó eftir þeim reglum sem gilda í hverju landi fyrir sig. Fjöldi Íslendinga hefur ferðast út fyrir landssteinana í sumar en hvergi er fólk þó alveg öruggt fyrir veirunni. Íslendingar sem greinast smitaðir erlendis munu þó ekki þurfa að bera greiðslubyrgði vegna kostnaðar sem hlýst af smiti alveg einir, en Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að kostnaðarþátttakan fari þó eftir reglum í hverju landi fyrir sig og lendi fólk í einangrun innan Evrópska efnahagssvæðisins njóti það sömu réttinda og þjónustu og hver annar íbúi landsins. „Þá í rauninni fellurðu undir sjúkratryggingakerfi viðkomandi lands og nýtur bara sömu trygginga og almenningur í því landi nýtur,“ segir María. Reglurnar eru þó aðeins öðruvísi fari fólk í einangrun utan EES. „Þá greiðum við, Sjúkratryggingar Íslands, fyrir þjónustuna það sem við hefðum greitt ef hún hefði verið veitt hér á Íslandi.“ Sjúkratryggingar taka þátt í þessum kostnaði þar sem hann flokkast sem heilbrigðisþjónusta. Annað gildir um covid-próf sem ferðalangar þurfa að taka fyrir brottför og við komuna til landsins. María segir að stofnuninni hafi borist fjöldi fyrirspurna um greiðsluþátttöku stofnunarinnar vegna kórónuveirunnar. „Já, það er töluvert hringt, bæði út af covid-prófunum og svo vill fólk gjarnan fá almennar upplýsingar um greiðsluþátttöku ef það kæmi eitthvað upp á við þessar einkennilegu aðstæður sem nú ríkja,“ segir María. Hvernig er með kostnað vegna covid-prófa þegar fólk er á leiðinni til útlanda? „Já, nú eru covid-próf vegna ferðalaga, þau eru ekki skilgreind sem heilbrigðisþjónusta hérna á Íslandi þannig að við tökum ekki þátt í kostnaði vegna þess.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Íslendingar erlendis Tryggingar Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Herða reglur til að „kæla aðeins niður hitann“ í Rauða þræðinum Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Sjá meira
Fjöldi Íslendinga hefur ferðast út fyrir landssteinana í sumar en hvergi er fólk þó alveg öruggt fyrir veirunni. Íslendingar sem greinast smitaðir erlendis munu þó ekki þurfa að bera greiðslubyrgði vegna kostnaðar sem hlýst af smiti alveg einir, en Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að kostnaðarþátttakan fari þó eftir reglum í hverju landi fyrir sig og lendi fólk í einangrun innan Evrópska efnahagssvæðisins njóti það sömu réttinda og þjónustu og hver annar íbúi landsins. „Þá í rauninni fellurðu undir sjúkratryggingakerfi viðkomandi lands og nýtur bara sömu trygginga og almenningur í því landi nýtur,“ segir María. Reglurnar eru þó aðeins öðruvísi fari fólk í einangrun utan EES. „Þá greiðum við, Sjúkratryggingar Íslands, fyrir þjónustuna það sem við hefðum greitt ef hún hefði verið veitt hér á Íslandi.“ Sjúkratryggingar taka þátt í þessum kostnaði þar sem hann flokkast sem heilbrigðisþjónusta. Annað gildir um covid-próf sem ferðalangar þurfa að taka fyrir brottför og við komuna til landsins. María segir að stofnuninni hafi borist fjöldi fyrirspurna um greiðsluþátttöku stofnunarinnar vegna kórónuveirunnar. „Já, það er töluvert hringt, bæði út af covid-prófunum og svo vill fólk gjarnan fá almennar upplýsingar um greiðsluþátttöku ef það kæmi eitthvað upp á við þessar einkennilegu aðstæður sem nú ríkja,“ segir María. Hvernig er með kostnað vegna covid-prófa þegar fólk er á leiðinni til útlanda? „Já, nú eru covid-próf vegna ferðalaga, þau eru ekki skilgreind sem heilbrigðisþjónusta hérna á Íslandi þannig að við tökum ekki þátt í kostnaði vegna þess.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Íslendingar erlendis Tryggingar Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Herða reglur til að „kæla aðeins niður hitann“ í Rauða þræðinum Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Sjá meira