Átta taldir af í þyrluslysi á Kamtjatkaskaga Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2021 09:00 Bátar og þyrlur leita að flaki þyrlunnar sem fórst í Kurile-vatni á Kamtjatkaskaga í dag. Vatnið situr í gömlum eldfjallagíg og er meira en 300 metra djúpt þar sem það er dýpst. Vísir/EPA Óttast er að átta manns hafi farist þegar þyrla með ferðamenn um borð hrapaði í stöðuvatn á náttúruverndarsvæði á Kamtjatkaskaga austast í Rússlandi í dag. Átta aðrir sem voru um borð náðu að bjarga sér út úr flakinu. Sextán manns voru um borð í þyrlunni, þrettán farþegar og þriggja manna áhöfn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún hrapaði í Kurile-vatn á Kronotskí-náttúruverndarsvæðinu. Þyrlan var af gerðinni Mi-8 á vegum flugfélagsins Vitjaz Aero. Fyrirtækið er í eigu Igors Redkin, héraðsþingmanns og milljónamærings, sem var handtekinn fyrir að skjóta mann til bana sem rótaði í ruslinu hans fyrr í þessari viku. Redkin bar því við að hann hefði talið að maðurinn væri bjarndýr. Starfsmenn náttúruverndarsvæðisins fóru á tveimur hraðbátum út á vatnið örfáum mínútum eftir að þyrlan hrapaði og náðu þeir að hífa átta manns upp úr vatninu. Þeir höfðu þá synt upp á yfirborðið af allt að átta til níu metra dýpi. Tveir þeirra sem komust lífs af eru sagðir alvarlega slasaðir. Þá urðu skjót viðbrögð starfsmanna svæðisins þeim lífsbjörg því vatnið er aðeins um 5-6°C heitt og hefðu þeir ekki lifað af lengi í slíkum kulda. Átta er ennþá saknað en heilbrigðisyfirvöld á svæðinu telja að lík þeirra hvíli væntanlega á botni stöðuvatnsins. Ríkisstjóri Kamtjatka segir að kafarar hafi ekki náð að kafa niður að flaki þyrlunnar því það sé á of miklu dýpi. Talið er að þyrlan sé á um hundrað metra dýpi en stöðuvatnið er meira en 300 metra djúpt þar sem það er dýpst. Þoka hefur einnig hamlað leitarstarfi. AP-fréttastofan segir að saksóknarar kanni nú hvort að reglur um flugöryggi hafi verið brotnar. Annað mannskætt flugslys varð á Kamtjatkaskaga í júlí en þá fórust 28 manns sem voru um borð í Antonov An-26 farþegaflugvél sem brotlenti. Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hafa fundið níu lík á slysstað Björgunarsveitir á Kamtjatkaskaga hafa fundið líkamsleifar níu manns sem voru um borð í farþegaflugvél sem brotlenti á svæðinu í gærnótt. 7. júlí 2021 08:47 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira
Sextán manns voru um borð í þyrlunni, þrettán farþegar og þriggja manna áhöfn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún hrapaði í Kurile-vatn á Kronotskí-náttúruverndarsvæðinu. Þyrlan var af gerðinni Mi-8 á vegum flugfélagsins Vitjaz Aero. Fyrirtækið er í eigu Igors Redkin, héraðsþingmanns og milljónamærings, sem var handtekinn fyrir að skjóta mann til bana sem rótaði í ruslinu hans fyrr í þessari viku. Redkin bar því við að hann hefði talið að maðurinn væri bjarndýr. Starfsmenn náttúruverndarsvæðisins fóru á tveimur hraðbátum út á vatnið örfáum mínútum eftir að þyrlan hrapaði og náðu þeir að hífa átta manns upp úr vatninu. Þeir höfðu þá synt upp á yfirborðið af allt að átta til níu metra dýpi. Tveir þeirra sem komust lífs af eru sagðir alvarlega slasaðir. Þá urðu skjót viðbrögð starfsmanna svæðisins þeim lífsbjörg því vatnið er aðeins um 5-6°C heitt og hefðu þeir ekki lifað af lengi í slíkum kulda. Átta er ennþá saknað en heilbrigðisyfirvöld á svæðinu telja að lík þeirra hvíli væntanlega á botni stöðuvatnsins. Ríkisstjóri Kamtjatka segir að kafarar hafi ekki náð að kafa niður að flaki þyrlunnar því það sé á of miklu dýpi. Talið er að þyrlan sé á um hundrað metra dýpi en stöðuvatnið er meira en 300 metra djúpt þar sem það er dýpst. Þoka hefur einnig hamlað leitarstarfi. AP-fréttastofan segir að saksóknarar kanni nú hvort að reglur um flugöryggi hafi verið brotnar. Annað mannskætt flugslys varð á Kamtjatkaskaga í júlí en þá fórust 28 manns sem voru um borð í Antonov An-26 farþegaflugvél sem brotlenti.
Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hafa fundið níu lík á slysstað Björgunarsveitir á Kamtjatkaskaga hafa fundið líkamsleifar níu manns sem voru um borð í farþegaflugvél sem brotlenti á svæðinu í gærnótt. 7. júlí 2021 08:47 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira
Hafa fundið níu lík á slysstað Björgunarsveitir á Kamtjatkaskaga hafa fundið líkamsleifar níu manns sem voru um borð í farþegaflugvél sem brotlenti á svæðinu í gærnótt. 7. júlí 2021 08:47